„Við gerum hlutina erfiðari en þeir eiga að vera“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2021 07:00 Ole Gunnar Solskjær var sáttur með sigur sinna manna en hefði viljað klára dæmið með fleiri mörkum. EPA-EFE/Peter Powell Ole Gunnar Solskjær sagði í viðtali eftir 1-0 sigur Manchester United gegn West Ham United í gærkvöldi að sínir menn flæki hlutina oftar en ekki fyrir sér og gerðu þá þar af leiðandi erfiðari en þeir ættu að vera. „Eins og við var að búast þá gera þeir manni lífið leitt. Við fengum nokkur færi og við hefðum átt að vera búnir að koma okkur í betri stöðu, fengum nokkur fín færi til að klára leikinn. En við förum sjaldan auðveldu leiðina og gerum hlutina oft erfiðari en þeir eiga að vera,“ sagði Solskjær að leik loknum. „Þetta snýst um að gefa ekki boltann frá sér í gríð og erg. Fyrstu fimmtán mínútur leiksins gáfum við boltann frá okkur í hverri einustu sókn. Þú getur ekki byggt upp neina pressu eða almennileg áhlaup þannig, gefur þeim tækifæri til að sækja hratt og þetta verður enda á milli.“ „Snýst um að róa leikmenn, vera rólegri á boltann og á endanum færðu færi og vonandi getur nýtt eitthvað af þeim. Við gerðum það reyndar ekki en þetta var fínt fast leikatriði og við skoruðum,“ sagði Ole um sigurmarkið sem reyndist sjálfsmark eftir hornspyrnu Bruno Fernandes. „Ekki gefa þeim tækifæri að óþörfu því við vitum hversu hættulegar skyndisóknir þeirra eru sem og föst leikatriði. Halda skipulagi, vera þolinmóðir og færin munu koma,“ sagði Norðmaðurinn um West Ham. „Þeir pressa meira en það gaf okkur einnig betri tækifæri til að sækja á þá. Við komumst í fínar stöður en náðum ekki þessari síðustu sendingu eða skoti þegar á þurfti. Hefðum átt að skora fleiri mörk en að sama skapi hefðu þeir alveg eins getað skorað undir lokin því við vitum hversu hættulegir þeir eru.“ „Mikilvæg þrjú stig. Við vitum að West Ham er í baráttunni um að komast í Meistaradeildina. Við héldum marki okkar hreinu enn og aftur, eitthvað sem við höfum gert mikið af undandarið, höfum verið öflugir varnarlega. Hugarfar, ákveðni og hungur er til staðar, reynslan mun svo fylgja í kjölfarið. Við erum enn með ungt lið, ungir leikmenn í fremstu víglínu, erum með nokkra frá vegna meiðsla en þeir sem spiluðu stóðu sig,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, að lokum. Eftir sigur gærkvöldsins er Man United í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, stigi á undan Leicester City. Á fimmtudag fer liðið til Mílanó á Ítalíu og etur kappi við AC Milan í Evrópudeildinni. Fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum lauk með 1-1 jafntefli og því þarf United að sækja til sigurs. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
„Eins og við var að búast þá gera þeir manni lífið leitt. Við fengum nokkur færi og við hefðum átt að vera búnir að koma okkur í betri stöðu, fengum nokkur fín færi til að klára leikinn. En við förum sjaldan auðveldu leiðina og gerum hlutina oft erfiðari en þeir eiga að vera,“ sagði Solskjær að leik loknum. „Þetta snýst um að gefa ekki boltann frá sér í gríð og erg. Fyrstu fimmtán mínútur leiksins gáfum við boltann frá okkur í hverri einustu sókn. Þú getur ekki byggt upp neina pressu eða almennileg áhlaup þannig, gefur þeim tækifæri til að sækja hratt og þetta verður enda á milli.“ „Snýst um að róa leikmenn, vera rólegri á boltann og á endanum færðu færi og vonandi getur nýtt eitthvað af þeim. Við gerðum það reyndar ekki en þetta var fínt fast leikatriði og við skoruðum,“ sagði Ole um sigurmarkið sem reyndist sjálfsmark eftir hornspyrnu Bruno Fernandes. „Ekki gefa þeim tækifæri að óþörfu því við vitum hversu hættulegar skyndisóknir þeirra eru sem og föst leikatriði. Halda skipulagi, vera þolinmóðir og færin munu koma,“ sagði Norðmaðurinn um West Ham. „Þeir pressa meira en það gaf okkur einnig betri tækifæri til að sækja á þá. Við komumst í fínar stöður en náðum ekki þessari síðustu sendingu eða skoti þegar á þurfti. Hefðum átt að skora fleiri mörk en að sama skapi hefðu þeir alveg eins getað skorað undir lokin því við vitum hversu hættulegir þeir eru.“ „Mikilvæg þrjú stig. Við vitum að West Ham er í baráttunni um að komast í Meistaradeildina. Við héldum marki okkar hreinu enn og aftur, eitthvað sem við höfum gert mikið af undandarið, höfum verið öflugir varnarlega. Hugarfar, ákveðni og hungur er til staðar, reynslan mun svo fylgja í kjölfarið. Við erum enn með ungt lið, ungir leikmenn í fremstu víglínu, erum með nokkra frá vegna meiðsla en þeir sem spiluðu stóðu sig,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, að lokum. Eftir sigur gærkvöldsins er Man United í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, stigi á undan Leicester City. Á fimmtudag fer liðið til Mílanó á Ítalíu og etur kappi við AC Milan í Evrópudeildinni. Fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum lauk með 1-1 jafntefli og því þarf United að sækja til sigurs. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira