„Við gerum hlutina erfiðari en þeir eiga að vera“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2021 07:00 Ole Gunnar Solskjær var sáttur með sigur sinna manna en hefði viljað klára dæmið með fleiri mörkum. EPA-EFE/Peter Powell Ole Gunnar Solskjær sagði í viðtali eftir 1-0 sigur Manchester United gegn West Ham United í gærkvöldi að sínir menn flæki hlutina oftar en ekki fyrir sér og gerðu þá þar af leiðandi erfiðari en þeir ættu að vera. „Eins og við var að búast þá gera þeir manni lífið leitt. Við fengum nokkur færi og við hefðum átt að vera búnir að koma okkur í betri stöðu, fengum nokkur fín færi til að klára leikinn. En við förum sjaldan auðveldu leiðina og gerum hlutina oft erfiðari en þeir eiga að vera,“ sagði Solskjær að leik loknum. „Þetta snýst um að gefa ekki boltann frá sér í gríð og erg. Fyrstu fimmtán mínútur leiksins gáfum við boltann frá okkur í hverri einustu sókn. Þú getur ekki byggt upp neina pressu eða almennileg áhlaup þannig, gefur þeim tækifæri til að sækja hratt og þetta verður enda á milli.“ „Snýst um að róa leikmenn, vera rólegri á boltann og á endanum færðu færi og vonandi getur nýtt eitthvað af þeim. Við gerðum það reyndar ekki en þetta var fínt fast leikatriði og við skoruðum,“ sagði Ole um sigurmarkið sem reyndist sjálfsmark eftir hornspyrnu Bruno Fernandes. „Ekki gefa þeim tækifæri að óþörfu því við vitum hversu hættulegar skyndisóknir þeirra eru sem og föst leikatriði. Halda skipulagi, vera þolinmóðir og færin munu koma,“ sagði Norðmaðurinn um West Ham. „Þeir pressa meira en það gaf okkur einnig betri tækifæri til að sækja á þá. Við komumst í fínar stöður en náðum ekki þessari síðustu sendingu eða skoti þegar á þurfti. Hefðum átt að skora fleiri mörk en að sama skapi hefðu þeir alveg eins getað skorað undir lokin því við vitum hversu hættulegir þeir eru.“ „Mikilvæg þrjú stig. Við vitum að West Ham er í baráttunni um að komast í Meistaradeildina. Við héldum marki okkar hreinu enn og aftur, eitthvað sem við höfum gert mikið af undandarið, höfum verið öflugir varnarlega. Hugarfar, ákveðni og hungur er til staðar, reynslan mun svo fylgja í kjölfarið. Við erum enn með ungt lið, ungir leikmenn í fremstu víglínu, erum með nokkra frá vegna meiðsla en þeir sem spiluðu stóðu sig,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, að lokum. Eftir sigur gærkvöldsins er Man United í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, stigi á undan Leicester City. Á fimmtudag fer liðið til Mílanó á Ítalíu og etur kappi við AC Milan í Evrópudeildinni. Fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum lauk með 1-1 jafntefli og því þarf United að sækja til sigurs. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
„Eins og við var að búast þá gera þeir manni lífið leitt. Við fengum nokkur færi og við hefðum átt að vera búnir að koma okkur í betri stöðu, fengum nokkur fín færi til að klára leikinn. En við förum sjaldan auðveldu leiðina og gerum hlutina oft erfiðari en þeir eiga að vera,“ sagði Solskjær að leik loknum. „Þetta snýst um að gefa ekki boltann frá sér í gríð og erg. Fyrstu fimmtán mínútur leiksins gáfum við boltann frá okkur í hverri einustu sókn. Þú getur ekki byggt upp neina pressu eða almennileg áhlaup þannig, gefur þeim tækifæri til að sækja hratt og þetta verður enda á milli.“ „Snýst um að róa leikmenn, vera rólegri á boltann og á endanum færðu færi og vonandi getur nýtt eitthvað af þeim. Við gerðum það reyndar ekki en þetta var fínt fast leikatriði og við skoruðum,“ sagði Ole um sigurmarkið sem reyndist sjálfsmark eftir hornspyrnu Bruno Fernandes. „Ekki gefa þeim tækifæri að óþörfu því við vitum hversu hættulegar skyndisóknir þeirra eru sem og föst leikatriði. Halda skipulagi, vera þolinmóðir og færin munu koma,“ sagði Norðmaðurinn um West Ham. „Þeir pressa meira en það gaf okkur einnig betri tækifæri til að sækja á þá. Við komumst í fínar stöður en náðum ekki þessari síðustu sendingu eða skoti þegar á þurfti. Hefðum átt að skora fleiri mörk en að sama skapi hefðu þeir alveg eins getað skorað undir lokin því við vitum hversu hættulegir þeir eru.“ „Mikilvæg þrjú stig. Við vitum að West Ham er í baráttunni um að komast í Meistaradeildina. Við héldum marki okkar hreinu enn og aftur, eitthvað sem við höfum gert mikið af undandarið, höfum verið öflugir varnarlega. Hugarfar, ákveðni og hungur er til staðar, reynslan mun svo fylgja í kjölfarið. Við erum enn með ungt lið, ungir leikmenn í fremstu víglínu, erum með nokkra frá vegna meiðsla en þeir sem spiluðu stóðu sig,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, að lokum. Eftir sigur gærkvöldsins er Man United í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, stigi á undan Leicester City. Á fimmtudag fer liðið til Mílanó á Ítalíu og etur kappi við AC Milan í Evrópudeildinni. Fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum lauk með 1-1 jafntefli og því þarf United að sækja til sigurs. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira