Mikil meiðsli hafa hrjáð Liverpool á tímabilinu og þá sér í lagi í varnarlínunni. Þeir hafa spilað með átján mismunandi miðvarðarpör á leiktíðinni en nú vonar Klopp að því sé lokið.
Kabak og Nat Phillips spiluðu saman í miðri vörninni gegn Sheffield United og héldu hreinu og það gerðu þeir einnig í 2-0 sigrinum gegn Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrr á leiktíðinni.
„Það eru engir æfingarleikir eða prufur núna. Ég vona að þeir haldist heilir en ég get ekki setið hér og lofað einu né neinu,“ sagði Klopp um samstarf þeirra í miðri vörninni.
„Þetta hefur lítið vel út og ef þeir eru tilbúnir, sem ég vona, af hverju ætti ég þá að skipta? Við viljum halda því sama ef við getum en við höfum ekki getað það,“ sagði Klopp og vísaði þar í meiðslin sem hefur hrjáð Liverpool-liðið.
„Vonandi geta þeir spilað marga leiki, ef ekki bara alla. Ef ekki, þá finnum við lausnir og eigum meðal annars Rhys Williams. Ég vil ekki gleyma honum því hann er góður í augnablikinu.“
Miðvörðurinn Ben Davies kom einnig til Liverpool í janúarglugganum en hann kom frá Preston. Hann hefur enn ekki leikið fyrir félagið.
„Ben Davies þarf tíma til að aðlagast, það var alltaf klárt. Margir leikmenn koma hingað og frægasta dæmið er líklega Andy Robertson sem tók hálft ár að aðlaga sig,“ bætti Klopp við.
Jurgen Klopp hopes he has finally found a centre-back partnership he can rely on in Ozan Kabak and Nat Phillips https://t.co/OMV7e678Iu
— MailOnline Sport (@MailSport) March 13, 2021