Sá er mikill aðdáandi Gylfa Þórs, ef til vill meira en góðu hófi sæmir.
„Ef ég gæti valið einhvern í heiminum til að taka vítaspyrnu þar sem líf mitt er að veði þá myndi ég velja Gylfa,“ segir McDermott og heldur áfram.
Ancelotti believes Sigurdsson has coaching potential due to his tactical acumen
— The Athletic UK (@TheAthleticUK) March 12, 2021
Godfrey: "he's the best finisher I ve seen"
Can appear an enigma but those that know him best say he is an asset on & off the pitch
@Paddy_Boyland & @GregOK #EFChttps://t.co/CtEQqhL8HN
„Hann er svo ótrúlega rólegur. Þegar það kemur að mikilvægum augnablikum þá nær hann að halda einbeitingu því hann hefur æft þetta margoft,“ sagði McDermott einnig. Þarna var hann að vitna í markið sem Gylfi Þór skoraði úr vítaspyrnu gegn Liverpool nýverið.
Gylfi Þór skoraði nefnilega einnig úr vítaspyrnu gegn Liverpool þegar hann var í Reading og var það mark ástæða þess að McDermott hélt starfi sínu á þeim tíma.
Gylfi Þór lék á endanum 42 leiki fyrir Reading og skoraði í þeim 18 mörk.
