Biden til þjóðarinnar: „Ég þarfnast ykkar“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. mars 2021 16:55 Biden skaut á Trump þegar hann sagði að veirunni hefði fyrst verið mætt með þögn og afneitun, sem hefði kostað marga lífið. epa/Chris Kleponis Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur vakið mikla athygli fyrir ávarp til bandarísku þjóðarinnar í gær, þar sem umfjöllunarefnið var kórónuveirufaraldurinn. Keppast menn nú við að bera saman nýjan tón Biden við það stef sem hefur glumið síðustu ár. „Ég mun ekki hætta fyrr en við höfum sigrast á þessari veiru. En ég þarfnast ykkar, bandarísku þjóðarinnar. Ég þarfnast ykkar. Ég þarfnast þess að allir Bandaríkjamenn leggi lóð sitt á vogaskálarnar,“ sagði forsetinn um baráttuna við SARS-CoV-2. Spekúlantar benda á að Biden hefði getað notað tækifærið til að hreykja sér af árangrinum hingað til; 1,9 milljarð dala björgunarpakkanum sem hann kom í gegn og auknum hraða í bólusetningum. Þess í stað biðlaði hann til þjóðarinnar, og gerði það sem forveri hans gerði aldrei; viðurkenndi að hann væri ófær um að bjarga málunum upp á eigin spýtur. „Aðeins ég get reddað þessu,“ sagði Donald Trump svo eftirminnilega á landsþingi Repúblikanaflokksins árið 2016, þegar umræðuefnið var stjórnkerfið bandaríska. .@JoeBiden is the President we need right now.He didn't say "you need ME."He said "I need YOU."That's what it's all about, isn't it? pic.twitter.com/4IfaYNE5jH— Van Jones (@VanJones68) March 12, 2021 Biden sagði 527.726 Bandaríkjamenn hafa látist af völdum Covid-19, fleiri en létust í báðum heimstyrjöldunum, Víetnam-stríðinu og 11. september 2001 samanlagt. Forsetinn varaði við bakslagi en veitti jafnframt von um bjartari tíma, þegar hann sagðist stefna að því að 4. júlí, á fullveldisdeginum sjálfum, gætu fjölskyldur komið saman í bakgörðum og gert sér glaðan dag. Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Sjá meira
„Ég mun ekki hætta fyrr en við höfum sigrast á þessari veiru. En ég þarfnast ykkar, bandarísku þjóðarinnar. Ég þarfnast ykkar. Ég þarfnast þess að allir Bandaríkjamenn leggi lóð sitt á vogaskálarnar,“ sagði forsetinn um baráttuna við SARS-CoV-2. Spekúlantar benda á að Biden hefði getað notað tækifærið til að hreykja sér af árangrinum hingað til; 1,9 milljarð dala björgunarpakkanum sem hann kom í gegn og auknum hraða í bólusetningum. Þess í stað biðlaði hann til þjóðarinnar, og gerði það sem forveri hans gerði aldrei; viðurkenndi að hann væri ófær um að bjarga málunum upp á eigin spýtur. „Aðeins ég get reddað þessu,“ sagði Donald Trump svo eftirminnilega á landsþingi Repúblikanaflokksins árið 2016, þegar umræðuefnið var stjórnkerfið bandaríska. .@JoeBiden is the President we need right now.He didn't say "you need ME."He said "I need YOU."That's what it's all about, isn't it? pic.twitter.com/4IfaYNE5jH— Van Jones (@VanJones68) March 12, 2021 Biden sagði 527.726 Bandaríkjamenn hafa látist af völdum Covid-19, fleiri en létust í báðum heimstyrjöldunum, Víetnam-stríðinu og 11. september 2001 samanlagt. Forsetinn varaði við bakslagi en veitti jafnframt von um bjartari tíma, þegar hann sagðist stefna að því að 4. júlí, á fullveldisdeginum sjálfum, gætu fjölskyldur komið saman í bakgörðum og gert sér glaðan dag.
Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Sjá meira