Harry Maguire fékk Rikka G til að fara upp á háa C-ið þegar hann „klúðraði einu besta færi allra tíma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2021 14:01 Harry Maguire tókst á einhvern ótrúlegan hátt að koma boltanum yfir markið í stað þess að koma Manchester United í 1-0 í fyrri hálfleiknum á móti AC Milan. Getty/Laurence Griffiths Manchester United átti alltaf að komast í 1-0 í fyrri hálfleiknum á móti AC Milan á Old Trafford í gærkvöldi. Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, svaf örugglega ekki mikið í nótt eftir að hafa klúðrað algjöru dauðafæri í jafntefli í fyrri leiknum á móti AC Milan í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Maguire virtist hreinlega brjóta einhver grundvallarlögmál þegar honum tókst að koma boltanum í stöngina og yfir markið frekar en að setja hann í marknetið. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik en markalaust var í hálfleik. Ríkharð Óskar Guðnason var að lýsa leiknum á Stöð 2 Sport 2 og það er óhætt að segja að hann hafi farið á kostum þegar Maguire tókst á einhvern hátt að skjóta í stöngina og yfir markið fyrir opnu marki. Klippa: Dauðafæri Harry Maguire „Ha. Hvernig fór Harry Maguire að þessu. Hann átti bara eftir að setja boltann í markið. Þetta er bara eitt af bestu færum allra tíma. Ég á ekki til eitt aukatekið orð. Hvernig endaði þessi bolti ekki í markinu því það var miklu erfiðara að setja hann ekki í markið,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í lýsingunni. „Þetta er með lífsins ólíkindum. Hann á bara eftir að ýta boltanum inn fyrir línuna. Það væri hægt að gera heila heimildarmynd á Stöð 2 Plús í sex þáttum um hvernig hann fór að þessu og taka viðtal við alls konar sérfræðinga, Þetta er hulin ráðgáta,“ sagði Ríkharð. Amad Diallo kom Manchester United yfir í leiknum eftir að hafa komið inn á sem varamaður í seinni hálfleiknum og þannig var staðan þar til að Simon Kjær jafnaði fyrir ítalska liðið í uppbótatíma. Harry Maguire hefur skorað 2 mörk í 41 leik á tímabilinu og komu þau bæði í ensku úrvalsdeildinni. Fyrra markið kom á móti Newcastle í október en það síðara á móti Sheffield United undir lok janúar. Maguire á enn eftir að skora mark í Evrópukeppni fyrir Manchester United en hann hefur alls leikið fjórtán leiki í Meistaradeild (5) og Evrópudeild (9) fyrir félagið án þess að skora. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Sjá meira
Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, svaf örugglega ekki mikið í nótt eftir að hafa klúðrað algjöru dauðafæri í jafntefli í fyrri leiknum á móti AC Milan í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Maguire virtist hreinlega brjóta einhver grundvallarlögmál þegar honum tókst að koma boltanum í stöngina og yfir markið frekar en að setja hann í marknetið. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik en markalaust var í hálfleik. Ríkharð Óskar Guðnason var að lýsa leiknum á Stöð 2 Sport 2 og það er óhætt að segja að hann hafi farið á kostum þegar Maguire tókst á einhvern hátt að skjóta í stöngina og yfir markið fyrir opnu marki. Klippa: Dauðafæri Harry Maguire „Ha. Hvernig fór Harry Maguire að þessu. Hann átti bara eftir að setja boltann í markið. Þetta er bara eitt af bestu færum allra tíma. Ég á ekki til eitt aukatekið orð. Hvernig endaði þessi bolti ekki í markinu því það var miklu erfiðara að setja hann ekki í markið,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í lýsingunni. „Þetta er með lífsins ólíkindum. Hann á bara eftir að ýta boltanum inn fyrir línuna. Það væri hægt að gera heila heimildarmynd á Stöð 2 Plús í sex þáttum um hvernig hann fór að þessu og taka viðtal við alls konar sérfræðinga, Þetta er hulin ráðgáta,“ sagði Ríkharð. Amad Diallo kom Manchester United yfir í leiknum eftir að hafa komið inn á sem varamaður í seinni hálfleiknum og þannig var staðan þar til að Simon Kjær jafnaði fyrir ítalska liðið í uppbótatíma. Harry Maguire hefur skorað 2 mörk í 41 leik á tímabilinu og komu þau bæði í ensku úrvalsdeildinni. Fyrra markið kom á móti Newcastle í október en það síðara á móti Sheffield United undir lok janúar. Maguire á enn eftir að skora mark í Evrópukeppni fyrir Manchester United en hann hefur alls leikið fjórtán leiki í Meistaradeild (5) og Evrópudeild (9) fyrir félagið án þess að skora.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Sjá meira