Gagnagrunnur fyrir ólöglegt efni að verða að veruleika Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. mars 2021 07:00 Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri Videntifier Technologies. Vísir/Vilhelm „Á síðustu árum hefur umræða um dreifingu á ólöglegu efni á netinu aukist gríðarlega og er líklegt að á næstu árum verði sett lög sem skylda alla netþjónustuaðila til að leita að og uppræta slíkt efni. Það má því segja að ein af upphaflegu hugmyndunum okkar um gagnagrunn fyrir ólöglegt efni sé að verða að veruleika,“ segir Sigurður Ragnarsson framkvæmdastjóri Videntifier. Meðal notenda að lausn Videntifier eru aðilar eins og Interpol, Europol og alríkislögreglan FBI. Í framhaldi af samningnum við Interpol tók Videntifier við þróun á hugbúnaði Interpol sem er notaður til að bera kennsl á börn sem hafa verið misnotuð og hefur með hjálp þessa hugbúnaðar tekist að bera kennsl á meira en 23.500 fórnarlömb,“ segir Sigurður. Þá vakti það athygli árið 2018, þegar Facebook hóf samstarf við Videntifier til að skoða allar myndir og tryggja þannig höfundarréttarvarið efni. „Varðandi Facebook þá höfum við átt í samskiptum við þá en ekkert sem hægt er að greina frá að svo komnu máli,“ segir Sigurður um stöðu samstarfsins við Facebook í dag. Þegar hugmyndin fæðist Hugmyndin að Videntifier fæddist upphaflega árið 2007 hjá tveimur tölvunarfræðinemum við Háskólann í Reykjavík, þeim Herwig Leisjek og Friðriki Ásmundssyni. „Þeir voru að vinna að meistaraverkefni sem tengdist tölvusjón og gagnagrunnum þegar þeir uppgötvuðu aðferð við að leita hratt og af mikilli nákvæmni í stórum gagnasöfnum með myndefni. Með þessari aðferð var hægt að finna efni í gagnagrunnum sem innihéldu þúsundir klukkutíma af myndefni á sekúndubroti og þurfi oft einungis einn myndramma til að finna efnið,“ segir Sigurður Sigurður segir notagildi þessarar nýju tækni hafa verið ótvíræðar enda hefðu fyrri aðferðir reynst of ónákvæmar og of hægvirkar. Einkaleyfi fékkst á aðferðina og árið 2008 stofnuðu Herwig og Friðrik Videntifier, í samstarfi við Björn Þór Jónsson, dósent við Háskólann í Reykjavík. Þá má geta þess að stjórnarformaður Videntifier er Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. Sigurður ásamt kollega sínum Geir Matti Järvelä en í dag starfa um tíu manns hjá Videntifier, á Íslandi og í Litháen.Vísir/Vilhelm Lausnin og löggæslan Fljótlega fór Videntifier að vinna að þróun lausna sem gæti nýst löggæslunni sérstaklega, til dæmis við að finna ólöglegt myndefni eins og hryðjuverkaefni eða misnotkunarefni. „Farið var í töluverða þróun á hugbúnaði til að greina ólöglegt efni og vinna fór í gang við þróun á miðlægum gagnagrunni með upplýsingum um ólöglegt myndefni sem nýst gæti löggæsluaðilum og netþjónustuaðilum,“ segir Sigurður og bætir við: „Hins vegar kom í ljós að á þessum tíma var markaðurinn ekki tilbúinn fyrir slíka lausn. Löggæslugeirinn er skiljanlega tortrygginn gagnvart nýrri tækni og innan geirans voru áhyggjur af því að viðkvæm gögn gætu komist í almenna umferð.“ Þá segir hann að netþjónustuaðilar hafi ekki haft mikinn áhuga í upphafi því lausnin fól í sér að meiri ábyrgð var sett á þeirra herðar, án þess að skapa þeim tekjur. Loks fóru þó hjólin að snúast og þótt íslenskir fjölmiðlar hafi sagt frá samstarfinu við Interpol strax árið 2013, hafa fleiri stórir aðilar nýtt sér tækni Videntifier um árabil. Þar má nefna National Center of Missing and Exploited Children (NCMEC) í Bandaríkjunum, sem hefur verið notandi frá árinu 2014. Í gegnum samstarfsaðila hefur lausnin okkar einnig verið tekin í notkun hjá aðilum eins of FBI, DHS (Department of Homeland Security í Bandaríkjunum), Europol og UK Home Office en þar hafa menn verið að skoða möguleika á að nota lausnina við leit á hryðjuverkaáróðri,“ segir Sigurður. Sigurður segir það vissulega reyna á að halda úti rekstri nýsköpunarfyrirtækis. Þar hafi þó skipt máli að missa aldrei trú á tækninni og sýna aðhald í rekstri.Vísir/Vilhelm Gríðarleg aukning á ólöglegu efni 2020 Að sögn Sigurðar, varð gríðarleg aukning á dreifingu ólöglegs efnis í fyrra. Í framhaldinu hóf fyrirtækið samstarf við NCMEC um frekari þróun. „NCMEC er stofnun í Bandaríkjunum sem tekur við öllum tilkynningum sem berast um barnamisnotkunarefni á netinu innan Bandaríkjanna og er stærsta stofnun sinnar tegundar í heiminum. Um er að ræða gríðarlegt magn af efni og gefur augaleið að handvirk greining á þessu efni er tímafrek auk þess að valda miklu álagi á starfsmenn,“ segir Sigurður. Aukið samstarf við NCMEC felst í því að nýta tækni Videntifier til að greina sjálfkrafa efni sem inniheldur sömu myndskeið og efni sem þegar hefur verið tilkynnt. „Þetta verkefni gekk gríðarlega vel og með þessari viðbót tókst að minnka það efni sem þurfti að greina handvirkt um allt að 90%.“ Að halda úti starfsemi nýsköpunarfyrirtækis er þó oftar en ekki hægara sagt en gert. Við spyrjum Sigurð að lokum, hvað sé honum efst í huga þegar hann lítur til baka. Þó stundum hafi verið hart í ári þá höfðum við alltaf fulla trú á verkefninu og tækninni og með aðhaldi í rekstri og fjármögnun frá aðilum sem trúðu á okkur tókst okkur að halda fyrirtækinu gangandi gegnum erfiða tíma,“ segir Sigurður. Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir „Stuttu síðar hringdi Placewise einfaldlega í okkur“ Á dögunum undirritaði íslenska upplýsingafyrirtækið Tactica samning við fyrirtækið Placewise Group um innleiðingu á hugbúnaðarlausn sem Tactica hefur þróað. Placewise Group er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu á sviði stafrænna lausna fyrir verslunarmiðstöðvar og þjónustar yfir eitt þúsund verslunarmiðstöðvar í þremur heimsálfum. „Við höfum frá upphafi stefnt með Integrator á alþjóðamarkað og lítum á samninginn við Placewise sem frábæra byrjun,“ segir Ríkharður Brynjólfsson, einn eigenda Tactica. 8. mars 2021 07:01 Gekk um götur New York með kynningu og nú með notendur um allan heim „Yfir nítján þúsund fyrirtæki í 132 löndum nota Sling daglega, krakkar internetið virkar!“ segir Helgi Hermannsson framkvæmdastjóri Sling en Sling er hugbúnaður fyrir vinnustaði þar sem unnið er á vöktum. 1. mars 2021 07:00 Vöktun bóluefnis og mikil fjölgun starfsfólks framundan „Hugmyndin að Controlant kviknaði í Háskóla Íslands sem hluti af meistaranámi okkar. Controlant varð til í H1N1 árið 2009, eða Svínaflensunni eins og hún er kölluð. Þá var okkar tækni notuð til þess að verja og stýra dreifingu og hýsingu á bóluefninu á Íslandi,“ segir Gísli Herjólfsson framkvæmdastjóri Controlant um upphafið en fyrirtækið var stofnað af fimm félögum, sem ýmist þekktust úr æsku eða kynntust í háskólanum. 15. febrúar 2021 07:00 Uppskera ævintýralegan vöxt eftir margra ára baráttu og áföll „Í flestum tilfellum eru peningarnir horfnir um leið og það er búið að millifæra þá, en þó eru til undantekningar. Til dæmis var eitt tilfelli þar sem íslenskt fyrirtæki tapaði hundruðum milljóna en endurheimti stóran hluta peninganna vegna þess að glæpamennirnir gátu ekki tekið þá nógu hratt út heldu aðeins með lágum upphæðum í einu. En þetta er erfiðara vegna þess að lögregluyfirvöld hafa ekki bolmagn til að rannsaka nema stærstu málin,“ segir Ragnar Sigurðsson stofnandi og framkvæmdastjóri AwareGo öryggisvitundar. 22. febrúar 2021 07:01 „Algjörlega galið“ að hvatarnir séu þveröfugir við markmiðin „Kerfið er okkar helsta áskorun þar sem hvatar eru þveröfugir og hvetja enn til þess að plast og annað endurvinnanlegt efni er flutt óunnið úr landi eða urðað. Það er algjörlega galið þar sem það hefur verri áhrif á umhverfið til viðbótar við tækifærin, verðmætin og störfin sem skapast ef við byggjum virðiskeðjuna upp hér á Íslandi,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir forstöðumaður viðskipta og þróunar hjá fyrirtækinu Pure North. 25. janúar 2021 07:01 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Meðal notenda að lausn Videntifier eru aðilar eins og Interpol, Europol og alríkislögreglan FBI. Í framhaldi af samningnum við Interpol tók Videntifier við þróun á hugbúnaði Interpol sem er notaður til að bera kennsl á börn sem hafa verið misnotuð og hefur með hjálp þessa hugbúnaðar tekist að bera kennsl á meira en 23.500 fórnarlömb,“ segir Sigurður. Þá vakti það athygli árið 2018, þegar Facebook hóf samstarf við Videntifier til að skoða allar myndir og tryggja þannig höfundarréttarvarið efni. „Varðandi Facebook þá höfum við átt í samskiptum við þá en ekkert sem hægt er að greina frá að svo komnu máli,“ segir Sigurður um stöðu samstarfsins við Facebook í dag. Þegar hugmyndin fæðist Hugmyndin að Videntifier fæddist upphaflega árið 2007 hjá tveimur tölvunarfræðinemum við Háskólann í Reykjavík, þeim Herwig Leisjek og Friðriki Ásmundssyni. „Þeir voru að vinna að meistaraverkefni sem tengdist tölvusjón og gagnagrunnum þegar þeir uppgötvuðu aðferð við að leita hratt og af mikilli nákvæmni í stórum gagnasöfnum með myndefni. Með þessari aðferð var hægt að finna efni í gagnagrunnum sem innihéldu þúsundir klukkutíma af myndefni á sekúndubroti og þurfi oft einungis einn myndramma til að finna efnið,“ segir Sigurður Sigurður segir notagildi þessarar nýju tækni hafa verið ótvíræðar enda hefðu fyrri aðferðir reynst of ónákvæmar og of hægvirkar. Einkaleyfi fékkst á aðferðina og árið 2008 stofnuðu Herwig og Friðrik Videntifier, í samstarfi við Björn Þór Jónsson, dósent við Háskólann í Reykjavík. Þá má geta þess að stjórnarformaður Videntifier er Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. Sigurður ásamt kollega sínum Geir Matti Järvelä en í dag starfa um tíu manns hjá Videntifier, á Íslandi og í Litháen.Vísir/Vilhelm Lausnin og löggæslan Fljótlega fór Videntifier að vinna að þróun lausna sem gæti nýst löggæslunni sérstaklega, til dæmis við að finna ólöglegt myndefni eins og hryðjuverkaefni eða misnotkunarefni. „Farið var í töluverða þróun á hugbúnaði til að greina ólöglegt efni og vinna fór í gang við þróun á miðlægum gagnagrunni með upplýsingum um ólöglegt myndefni sem nýst gæti löggæsluaðilum og netþjónustuaðilum,“ segir Sigurður og bætir við: „Hins vegar kom í ljós að á þessum tíma var markaðurinn ekki tilbúinn fyrir slíka lausn. Löggæslugeirinn er skiljanlega tortrygginn gagnvart nýrri tækni og innan geirans voru áhyggjur af því að viðkvæm gögn gætu komist í almenna umferð.“ Þá segir hann að netþjónustuaðilar hafi ekki haft mikinn áhuga í upphafi því lausnin fól í sér að meiri ábyrgð var sett á þeirra herðar, án þess að skapa þeim tekjur. Loks fóru þó hjólin að snúast og þótt íslenskir fjölmiðlar hafi sagt frá samstarfinu við Interpol strax árið 2013, hafa fleiri stórir aðilar nýtt sér tækni Videntifier um árabil. Þar má nefna National Center of Missing and Exploited Children (NCMEC) í Bandaríkjunum, sem hefur verið notandi frá árinu 2014. Í gegnum samstarfsaðila hefur lausnin okkar einnig verið tekin í notkun hjá aðilum eins of FBI, DHS (Department of Homeland Security í Bandaríkjunum), Europol og UK Home Office en þar hafa menn verið að skoða möguleika á að nota lausnina við leit á hryðjuverkaáróðri,“ segir Sigurður. Sigurður segir það vissulega reyna á að halda úti rekstri nýsköpunarfyrirtækis. Þar hafi þó skipt máli að missa aldrei trú á tækninni og sýna aðhald í rekstri.Vísir/Vilhelm Gríðarleg aukning á ólöglegu efni 2020 Að sögn Sigurðar, varð gríðarleg aukning á dreifingu ólöglegs efnis í fyrra. Í framhaldinu hóf fyrirtækið samstarf við NCMEC um frekari þróun. „NCMEC er stofnun í Bandaríkjunum sem tekur við öllum tilkynningum sem berast um barnamisnotkunarefni á netinu innan Bandaríkjanna og er stærsta stofnun sinnar tegundar í heiminum. Um er að ræða gríðarlegt magn af efni og gefur augaleið að handvirk greining á þessu efni er tímafrek auk þess að valda miklu álagi á starfsmenn,“ segir Sigurður. Aukið samstarf við NCMEC felst í því að nýta tækni Videntifier til að greina sjálfkrafa efni sem inniheldur sömu myndskeið og efni sem þegar hefur verið tilkynnt. „Þetta verkefni gekk gríðarlega vel og með þessari viðbót tókst að minnka það efni sem þurfti að greina handvirkt um allt að 90%.“ Að halda úti starfsemi nýsköpunarfyrirtækis er þó oftar en ekki hægara sagt en gert. Við spyrjum Sigurð að lokum, hvað sé honum efst í huga þegar hann lítur til baka. Þó stundum hafi verið hart í ári þá höfðum við alltaf fulla trú á verkefninu og tækninni og með aðhaldi í rekstri og fjármögnun frá aðilum sem trúðu á okkur tókst okkur að halda fyrirtækinu gangandi gegnum erfiða tíma,“ segir Sigurður.
Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir „Stuttu síðar hringdi Placewise einfaldlega í okkur“ Á dögunum undirritaði íslenska upplýsingafyrirtækið Tactica samning við fyrirtækið Placewise Group um innleiðingu á hugbúnaðarlausn sem Tactica hefur þróað. Placewise Group er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu á sviði stafrænna lausna fyrir verslunarmiðstöðvar og þjónustar yfir eitt þúsund verslunarmiðstöðvar í þremur heimsálfum. „Við höfum frá upphafi stefnt með Integrator á alþjóðamarkað og lítum á samninginn við Placewise sem frábæra byrjun,“ segir Ríkharður Brynjólfsson, einn eigenda Tactica. 8. mars 2021 07:01 Gekk um götur New York með kynningu og nú með notendur um allan heim „Yfir nítján þúsund fyrirtæki í 132 löndum nota Sling daglega, krakkar internetið virkar!“ segir Helgi Hermannsson framkvæmdastjóri Sling en Sling er hugbúnaður fyrir vinnustaði þar sem unnið er á vöktum. 1. mars 2021 07:00 Vöktun bóluefnis og mikil fjölgun starfsfólks framundan „Hugmyndin að Controlant kviknaði í Háskóla Íslands sem hluti af meistaranámi okkar. Controlant varð til í H1N1 árið 2009, eða Svínaflensunni eins og hún er kölluð. Þá var okkar tækni notuð til þess að verja og stýra dreifingu og hýsingu á bóluefninu á Íslandi,“ segir Gísli Herjólfsson framkvæmdastjóri Controlant um upphafið en fyrirtækið var stofnað af fimm félögum, sem ýmist þekktust úr æsku eða kynntust í háskólanum. 15. febrúar 2021 07:00 Uppskera ævintýralegan vöxt eftir margra ára baráttu og áföll „Í flestum tilfellum eru peningarnir horfnir um leið og það er búið að millifæra þá, en þó eru til undantekningar. Til dæmis var eitt tilfelli þar sem íslenskt fyrirtæki tapaði hundruðum milljóna en endurheimti stóran hluta peninganna vegna þess að glæpamennirnir gátu ekki tekið þá nógu hratt út heldu aðeins með lágum upphæðum í einu. En þetta er erfiðara vegna þess að lögregluyfirvöld hafa ekki bolmagn til að rannsaka nema stærstu málin,“ segir Ragnar Sigurðsson stofnandi og framkvæmdastjóri AwareGo öryggisvitundar. 22. febrúar 2021 07:01 „Algjörlega galið“ að hvatarnir séu þveröfugir við markmiðin „Kerfið er okkar helsta áskorun þar sem hvatar eru þveröfugir og hvetja enn til þess að plast og annað endurvinnanlegt efni er flutt óunnið úr landi eða urðað. Það er algjörlega galið þar sem það hefur verri áhrif á umhverfið til viðbótar við tækifærin, verðmætin og störfin sem skapast ef við byggjum virðiskeðjuna upp hér á Íslandi,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir forstöðumaður viðskipta og þróunar hjá fyrirtækinu Pure North. 25. janúar 2021 07:01 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Stuttu síðar hringdi Placewise einfaldlega í okkur“ Á dögunum undirritaði íslenska upplýsingafyrirtækið Tactica samning við fyrirtækið Placewise Group um innleiðingu á hugbúnaðarlausn sem Tactica hefur þróað. Placewise Group er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu á sviði stafrænna lausna fyrir verslunarmiðstöðvar og þjónustar yfir eitt þúsund verslunarmiðstöðvar í þremur heimsálfum. „Við höfum frá upphafi stefnt með Integrator á alþjóðamarkað og lítum á samninginn við Placewise sem frábæra byrjun,“ segir Ríkharður Brynjólfsson, einn eigenda Tactica. 8. mars 2021 07:01
Gekk um götur New York með kynningu og nú með notendur um allan heim „Yfir nítján þúsund fyrirtæki í 132 löndum nota Sling daglega, krakkar internetið virkar!“ segir Helgi Hermannsson framkvæmdastjóri Sling en Sling er hugbúnaður fyrir vinnustaði þar sem unnið er á vöktum. 1. mars 2021 07:00
Vöktun bóluefnis og mikil fjölgun starfsfólks framundan „Hugmyndin að Controlant kviknaði í Háskóla Íslands sem hluti af meistaranámi okkar. Controlant varð til í H1N1 árið 2009, eða Svínaflensunni eins og hún er kölluð. Þá var okkar tækni notuð til þess að verja og stýra dreifingu og hýsingu á bóluefninu á Íslandi,“ segir Gísli Herjólfsson framkvæmdastjóri Controlant um upphafið en fyrirtækið var stofnað af fimm félögum, sem ýmist þekktust úr æsku eða kynntust í háskólanum. 15. febrúar 2021 07:00
Uppskera ævintýralegan vöxt eftir margra ára baráttu og áföll „Í flestum tilfellum eru peningarnir horfnir um leið og það er búið að millifæra þá, en þó eru til undantekningar. Til dæmis var eitt tilfelli þar sem íslenskt fyrirtæki tapaði hundruðum milljóna en endurheimti stóran hluta peninganna vegna þess að glæpamennirnir gátu ekki tekið þá nógu hratt út heldu aðeins með lágum upphæðum í einu. En þetta er erfiðara vegna þess að lögregluyfirvöld hafa ekki bolmagn til að rannsaka nema stærstu málin,“ segir Ragnar Sigurðsson stofnandi og framkvæmdastjóri AwareGo öryggisvitundar. 22. febrúar 2021 07:01
„Algjörlega galið“ að hvatarnir séu þveröfugir við markmiðin „Kerfið er okkar helsta áskorun þar sem hvatar eru þveröfugir og hvetja enn til þess að plast og annað endurvinnanlegt efni er flutt óunnið úr landi eða urðað. Það er algjörlega galið þar sem það hefur verri áhrif á umhverfið til viðbótar við tækifærin, verðmætin og störfin sem skapast ef við byggjum virðiskeðjuna upp hér á Íslandi,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir forstöðumaður viðskipta og þróunar hjá fyrirtækinu Pure North. 25. janúar 2021 07:01