Ísland í forgrunni hóps um sjálfbær orkuskipti Heimsljós 11. mars 2021 09:12 Átaki til að lyfta hlut hreinnar orku við framfylgd heimsmarkmiðanna var ýtt úr vör á fundi Sameinuðu þjóðanna. Ísland verður í forgrunni hóps sem beitir sér fyrir sjálfbærum orkuskiptum í þágu allra hinna heimsmarkmiðanna, með gagnsæjum og réttlátum hætti. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tók í gær þátt í alþjóðlegum fjarfundi um sjálfbæra orku og heimsmarkmiðin á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Með fundinum var átaki, til að lyfta hlut hreinnar orku við framfylgd heimsmarkmiðanna, ýtt úr vör. Fjöldi aðila sem tengjast orkugeiranum, í víðum skilningi, koma að átakinu sem ná mun hámarki með ráðherrafundi í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn í 40 ár sem Sameinuðu þjóðirnar funda á svo markvissan hátt um orkumál. Í máli sínu gerði Guðlaugur Þór grein fyrir reynslu Íslands af orkuskiptum og nýtingu sjálfbærrar orku í matvælaframleiðslu og sjávarútvegi. Þá kallaði ráðherra eftir auknum fjárfestingum á heimsvísu í hreinni orku. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent
Ísland verður í forgrunni hóps sem beitir sér fyrir sjálfbærum orkuskiptum í þágu allra hinna heimsmarkmiðanna, með gagnsæjum og réttlátum hætti. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tók í gær þátt í alþjóðlegum fjarfundi um sjálfbæra orku og heimsmarkmiðin á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Með fundinum var átaki, til að lyfta hlut hreinnar orku við framfylgd heimsmarkmiðanna, ýtt úr vör. Fjöldi aðila sem tengjast orkugeiranum, í víðum skilningi, koma að átakinu sem ná mun hámarki með ráðherrafundi í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn í 40 ár sem Sameinuðu þjóðirnar funda á svo markvissan hátt um orkumál. Í máli sínu gerði Guðlaugur Þór grein fyrir reynslu Íslands af orkuskiptum og nýtingu sjálfbærrar orku í matvælaframleiðslu og sjávarútvegi. Þá kallaði ráðherra eftir auknum fjárfestingum á heimsvísu í hreinni orku. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent