Draga til baka rannsókn á skammtatölvum vegna „mistaka“ Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2021 10:39 Microsoft virtist komið framarlega í kapphlaupinu um þróun skammtatölva þegar starfsmenn þess birtu grein sem hlaut mikla athygli árið 2018. Þeir hafa nú neyðst til þess að draga greinina til baka vegna mistaka. Vísir/EPA Hópur sérfræðinga á vegum tæknirisans Microsoft hefur dregið til baka umdeilda rannsókn á svonefndum skammtatölvum sem birtist árið 2018. Mistök hafi verið gerð við rannsóknina og biðjast höfundarnir afsökunar á að hafa ekki stundað nægilega vísindaleg vinnubrögð. Grein sérfræðinganna vakti töluverða athygli á sínum tíma. Þeir héldu því fram að þeir hefðu fundið vísbendingar um öreind sem gæti gert mönnum kleift að þróa háþróaðar tölvur, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Rannsóknin hefur nú verið dregin til baka í vísindaritinu Nature. Vísindamennirnir segja að þeir hafi meðal annars leiðrétt sum gögn að óþörfu og án þess að greina nógu skilmerkilega frá því. Þá hafi graf í grein um rannsóknina verið rangt merkt og þannig gefið misvísandi mynd af niðurstöðunum. Óháð rannsókn á upphaflegu greininni benti þó ekki til að fræðimennirnir hefðu viljandi gefið ranga mynd af niðurstöðum sínum. Microsoft segir að þetta skeki þó ekki trú fyrirtækisins á þróun skammtatölva, nýrri gerð tölva með margfalda afkastagetu á við núverandi kynslóð tölva. Fyrirtækið á í harðri samkeppni við önnur stórfyrirtæki eins og Google og IBM í kapphlaupinu um að verða fyrst til að búa til nothæfa skammtatölvu. Skammtatölvur byggja á framandlegum eiginlegum skammtafræðinnar, undirgrein eðlisfræði sem fjallar um hegðun öreinda. Það er eiginleiki einda til þess að vera í fleiri en einu ástandi á hverjum tíma sem menn dreymir um að beisla. Minniseiningar hefðbundinna tölva nefnast bitar. Þeir geta tekið gildið núll eða einn. Í skammtatölvum hafa bitarnir, sem nefnast þá skammtabitar, bæði gildin samtímis. Með aðeins fimmtíu skammtabitum væri hægt að geyma 1.000 milljón milljón tölur sem tölvan gæti unnið með allar á sama tíma. Slík framför í reiknigetu tölva þýddi að flóknir útreikningar, sem tölvur nútímans þurfa allt frá klukkustundum og upp í vikur og mánuði að mjatla á, væri hægt að leysa á örskotsstundu með skammtatölvum. Tækni Vísindi Microsoft Tengdar fréttir Google segist hafa náð þáttaskilum í þróun skammtatölva Í grein sem birtist í Nature í dag segir að Google hafi þróað örgjörva sem hafi á 200 sekúndum unnið útreikninga sem hefðbundin ofurtölva þyrfti tíu þúsund ár til að reikna. 23. október 2019 11:32 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Grein sérfræðinganna vakti töluverða athygli á sínum tíma. Þeir héldu því fram að þeir hefðu fundið vísbendingar um öreind sem gæti gert mönnum kleift að þróa háþróaðar tölvur, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Rannsóknin hefur nú verið dregin til baka í vísindaritinu Nature. Vísindamennirnir segja að þeir hafi meðal annars leiðrétt sum gögn að óþörfu og án þess að greina nógu skilmerkilega frá því. Þá hafi graf í grein um rannsóknina verið rangt merkt og þannig gefið misvísandi mynd af niðurstöðunum. Óháð rannsókn á upphaflegu greininni benti þó ekki til að fræðimennirnir hefðu viljandi gefið ranga mynd af niðurstöðum sínum. Microsoft segir að þetta skeki þó ekki trú fyrirtækisins á þróun skammtatölva, nýrri gerð tölva með margfalda afkastagetu á við núverandi kynslóð tölva. Fyrirtækið á í harðri samkeppni við önnur stórfyrirtæki eins og Google og IBM í kapphlaupinu um að verða fyrst til að búa til nothæfa skammtatölvu. Skammtatölvur byggja á framandlegum eiginlegum skammtafræðinnar, undirgrein eðlisfræði sem fjallar um hegðun öreinda. Það er eiginleiki einda til þess að vera í fleiri en einu ástandi á hverjum tíma sem menn dreymir um að beisla. Minniseiningar hefðbundinna tölva nefnast bitar. Þeir geta tekið gildið núll eða einn. Í skammtatölvum hafa bitarnir, sem nefnast þá skammtabitar, bæði gildin samtímis. Með aðeins fimmtíu skammtabitum væri hægt að geyma 1.000 milljón milljón tölur sem tölvan gæti unnið með allar á sama tíma. Slík framför í reiknigetu tölva þýddi að flóknir útreikningar, sem tölvur nútímans þurfa allt frá klukkustundum og upp í vikur og mánuði að mjatla á, væri hægt að leysa á örskotsstundu með skammtatölvum.
Tækni Vísindi Microsoft Tengdar fréttir Google segist hafa náð þáttaskilum í þróun skammtatölva Í grein sem birtist í Nature í dag segir að Google hafi þróað örgjörva sem hafi á 200 sekúndum unnið útreikninga sem hefðbundin ofurtölva þyrfti tíu þúsund ár til að reikna. 23. október 2019 11:32 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Google segist hafa náð þáttaskilum í þróun skammtatölva Í grein sem birtist í Nature í dag segir að Google hafi þróað örgjörva sem hafi á 200 sekúndum unnið útreikninga sem hefðbundin ofurtölva þyrfti tíu þúsund ár til að reikna. 23. október 2019 11:32