Draga til baka rannsókn á skammtatölvum vegna „mistaka“ Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2021 10:39 Microsoft virtist komið framarlega í kapphlaupinu um þróun skammtatölva þegar starfsmenn þess birtu grein sem hlaut mikla athygli árið 2018. Þeir hafa nú neyðst til þess að draga greinina til baka vegna mistaka. Vísir/EPA Hópur sérfræðinga á vegum tæknirisans Microsoft hefur dregið til baka umdeilda rannsókn á svonefndum skammtatölvum sem birtist árið 2018. Mistök hafi verið gerð við rannsóknina og biðjast höfundarnir afsökunar á að hafa ekki stundað nægilega vísindaleg vinnubrögð. Grein sérfræðinganna vakti töluverða athygli á sínum tíma. Þeir héldu því fram að þeir hefðu fundið vísbendingar um öreind sem gæti gert mönnum kleift að þróa háþróaðar tölvur, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Rannsóknin hefur nú verið dregin til baka í vísindaritinu Nature. Vísindamennirnir segja að þeir hafi meðal annars leiðrétt sum gögn að óþörfu og án þess að greina nógu skilmerkilega frá því. Þá hafi graf í grein um rannsóknina verið rangt merkt og þannig gefið misvísandi mynd af niðurstöðunum. Óháð rannsókn á upphaflegu greininni benti þó ekki til að fræðimennirnir hefðu viljandi gefið ranga mynd af niðurstöðum sínum. Microsoft segir að þetta skeki þó ekki trú fyrirtækisins á þróun skammtatölva, nýrri gerð tölva með margfalda afkastagetu á við núverandi kynslóð tölva. Fyrirtækið á í harðri samkeppni við önnur stórfyrirtæki eins og Google og IBM í kapphlaupinu um að verða fyrst til að búa til nothæfa skammtatölvu. Skammtatölvur byggja á framandlegum eiginlegum skammtafræðinnar, undirgrein eðlisfræði sem fjallar um hegðun öreinda. Það er eiginleiki einda til þess að vera í fleiri en einu ástandi á hverjum tíma sem menn dreymir um að beisla. Minniseiningar hefðbundinna tölva nefnast bitar. Þeir geta tekið gildið núll eða einn. Í skammtatölvum hafa bitarnir, sem nefnast þá skammtabitar, bæði gildin samtímis. Með aðeins fimmtíu skammtabitum væri hægt að geyma 1.000 milljón milljón tölur sem tölvan gæti unnið með allar á sama tíma. Slík framför í reiknigetu tölva þýddi að flóknir útreikningar, sem tölvur nútímans þurfa allt frá klukkustundum og upp í vikur og mánuði að mjatla á, væri hægt að leysa á örskotsstundu með skammtatölvum. Tækni Vísindi Microsoft Tengdar fréttir Google segist hafa náð þáttaskilum í þróun skammtatölva Í grein sem birtist í Nature í dag segir að Google hafi þróað örgjörva sem hafi á 200 sekúndum unnið útreikninga sem hefðbundin ofurtölva þyrfti tíu þúsund ár til að reikna. 23. október 2019 11:32 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Grein sérfræðinganna vakti töluverða athygli á sínum tíma. Þeir héldu því fram að þeir hefðu fundið vísbendingar um öreind sem gæti gert mönnum kleift að þróa háþróaðar tölvur, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Rannsóknin hefur nú verið dregin til baka í vísindaritinu Nature. Vísindamennirnir segja að þeir hafi meðal annars leiðrétt sum gögn að óþörfu og án þess að greina nógu skilmerkilega frá því. Þá hafi graf í grein um rannsóknina verið rangt merkt og þannig gefið misvísandi mynd af niðurstöðunum. Óháð rannsókn á upphaflegu greininni benti þó ekki til að fræðimennirnir hefðu viljandi gefið ranga mynd af niðurstöðum sínum. Microsoft segir að þetta skeki þó ekki trú fyrirtækisins á þróun skammtatölva, nýrri gerð tölva með margfalda afkastagetu á við núverandi kynslóð tölva. Fyrirtækið á í harðri samkeppni við önnur stórfyrirtæki eins og Google og IBM í kapphlaupinu um að verða fyrst til að búa til nothæfa skammtatölvu. Skammtatölvur byggja á framandlegum eiginlegum skammtafræðinnar, undirgrein eðlisfræði sem fjallar um hegðun öreinda. Það er eiginleiki einda til þess að vera í fleiri en einu ástandi á hverjum tíma sem menn dreymir um að beisla. Minniseiningar hefðbundinna tölva nefnast bitar. Þeir geta tekið gildið núll eða einn. Í skammtatölvum hafa bitarnir, sem nefnast þá skammtabitar, bæði gildin samtímis. Með aðeins fimmtíu skammtabitum væri hægt að geyma 1.000 milljón milljón tölur sem tölvan gæti unnið með allar á sama tíma. Slík framför í reiknigetu tölva þýddi að flóknir útreikningar, sem tölvur nútímans þurfa allt frá klukkustundum og upp í vikur og mánuði að mjatla á, væri hægt að leysa á örskotsstundu með skammtatölvum.
Tækni Vísindi Microsoft Tengdar fréttir Google segist hafa náð þáttaskilum í þróun skammtatölva Í grein sem birtist í Nature í dag segir að Google hafi þróað örgjörva sem hafi á 200 sekúndum unnið útreikninga sem hefðbundin ofurtölva þyrfti tíu þúsund ár til að reikna. 23. október 2019 11:32 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Google segist hafa náð þáttaskilum í þróun skammtatölva Í grein sem birtist í Nature í dag segir að Google hafi þróað örgjörva sem hafi á 200 sekúndum unnið útreikninga sem hefðbundin ofurtölva þyrfti tíu þúsund ár til að reikna. 23. október 2019 11:32