Djúp lægð nálgast sem veldur hvassri norðanátt Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2021 07:30 Frá Akureyri. Ofankoma verður einkum bundin við norðurhelming landsins í dag. Vísir/Tryggvi Páll Djúp 958 millibara lægð er nú í morgunsárið stödd milli Íslands og Færeyja. Hún nálgast landið enn frekar í dag og veldur hvassri norðanátt á landinu ásamt ofankomu sem einkum verður bundin við norðurhelming landsins. Má reikna með 10 til 18 metrum á sekúndu, en 15 til 23 með deginum um landið norðvestan- og vestanvert. Hiti kringum frostmark, en hiti að fimm stigum með suður- og austurströndinni. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að önnur djúp lægð sé nú langt suður í hafi, en sú er á leið til norðurs og verður komin fyrir austan land á morgun og viðheldur þar lágum þrýstingi og stífri norðanátt á landinu fram á helgi. „Í dag og á morgun má semsagt búast við stormi í vindstrengjum á norðvestan- og vestanverðu landinu, en minni veðurhæð austantil. Einnig er útlit fyrir talsverða ofankomu á norðurhelmingi landsins og viðbúið að færð spillist á fjallvegum og jafnvel víðar.“ Spákortið fyrir klukkan 14 eins og það leit út í morgun.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Norðan 5-13 m/s um landið austanvert, en 15-25 vestantil, hvassast á Vestfjörðum. Rigning eða snjókoma á Norður- og Austurlandi og hiti kringum frostmark. Stórhríð á Vestfjörðum og vægt frost. Þurrt að kalla sunnanlands og hiti að 5 stigum. Á föstudag: Norðan 10-18 og snjókoma norðan- og austanlands, en þurrt sunnan heiða. Vægt frost, en frostlaust sunnanlands yfir daginn. Á laugardag: Norðan 8-15 og lítilsháttar él, en léttskýjað á sunnanverðu landinu. Frost 1 til 7 stig. Á sunnudag: Norðlæg og austlæg átt 3-10. Skýjað með köflum og úrkomulaust að kalla. Áfram kalt í veðri. Á mánudag: Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp með slyddu eða rigningu síðdegis á sunnan- og vestanverðu landinu. Bjartviðri fyrir norðan og austan. Hlýnandi veður. Á þriðjudag: Suðlæg átt með vætu, en þurrt austanlands. Hiti 2 til 7 stig. Veður Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fleiri fréttir Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Sjá meira
Má reikna með 10 til 18 metrum á sekúndu, en 15 til 23 með deginum um landið norðvestan- og vestanvert. Hiti kringum frostmark, en hiti að fimm stigum með suður- og austurströndinni. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að önnur djúp lægð sé nú langt suður í hafi, en sú er á leið til norðurs og verður komin fyrir austan land á morgun og viðheldur þar lágum þrýstingi og stífri norðanátt á landinu fram á helgi. „Í dag og á morgun má semsagt búast við stormi í vindstrengjum á norðvestan- og vestanverðu landinu, en minni veðurhæð austantil. Einnig er útlit fyrir talsverða ofankomu á norðurhelmingi landsins og viðbúið að færð spillist á fjallvegum og jafnvel víðar.“ Spákortið fyrir klukkan 14 eins og það leit út í morgun.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Norðan 5-13 m/s um landið austanvert, en 15-25 vestantil, hvassast á Vestfjörðum. Rigning eða snjókoma á Norður- og Austurlandi og hiti kringum frostmark. Stórhríð á Vestfjörðum og vægt frost. Þurrt að kalla sunnanlands og hiti að 5 stigum. Á föstudag: Norðan 10-18 og snjókoma norðan- og austanlands, en þurrt sunnan heiða. Vægt frost, en frostlaust sunnanlands yfir daginn. Á laugardag: Norðan 8-15 og lítilsháttar él, en léttskýjað á sunnanverðu landinu. Frost 1 til 7 stig. Á sunnudag: Norðlæg og austlæg átt 3-10. Skýjað með köflum og úrkomulaust að kalla. Áfram kalt í veðri. Á mánudag: Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp með slyddu eða rigningu síðdegis á sunnan- og vestanverðu landinu. Bjartviðri fyrir norðan og austan. Hlýnandi veður. Á þriðjudag: Suðlæg átt með vætu, en þurrt austanlands. Hiti 2 til 7 stig.
Veður Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fleiri fréttir Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Sjá meira