Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við föðurinn og bæjarstjóra Hafnarfjarðar, sem segir úrbætur þegar hafnar á bílastæðinu. Engar athugasemdir hafi fundist hjá bænum frá íbúum vegna slysahættu.
Rætt verður við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni, sem segir hópsmit komið upp í samfélaginu en vonar þó að fjórða bylgjan sé ekki hafin. Þó megi ekki búast við frekari tilslökunum á næstunni.
Haldið verður áfram að fylgjast með jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaganum, við verðum í beinni frá Alþingi þar sem rætt verður við þingmann Pírata sem kallaði eftir umræðu um rekstur spilakassa á landinu og að sjálfsögðu segjum við frá máli málanna í Bretlandi; viðbrögðum landans við viðtali Opruh við Meghan Markle og Harry Bretaprins.
Allt þetta og meira til í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar kl. 18:30.