Piers Morgan móðgaðist og strunsaði út úr stúdíóinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2021 10:13 Piers Morgan fjölmiðlamaður var heldur ósáttur við kollega sinn í þættinum Good Morning Britain í morgun. Getty/Frazer Harrison Piers Morgan, einn þáttastjórnanda Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni, strunsaði út úr myndverinu í beinni útsendingu í morgun í kjölfar umræðu um hið margumtalaða viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle og Harry Bretaprins. Alex Beresford, annar þáttastjórnandi Good Morning Britain, var að ræða umfjöllun fjölmiðla um Meghan og skaut föstum skotum á Morgan sem hefur í gegnum tíðina ekki farið leynt með það að honum þyki ekki mikið til Meghan koma. Þannig fór Morgan mikinn í Good Morning Britain í gærmorgun, daginn eftir að viðtalið var frumsýnt í Bandaríkjunum. Hann sagðist svo reiður eftir að hafa horft á viðtalið að það syði á honum. Þá hefði honum orðið óglatt. „Þau drulla yfir konungsfjölskylduna okkar í tvo tíma samfleytt, þau drulla yfir konungsríkið, allt það sem Elísabet drottning hefur unnið svo hart að og allt er þetta gert á meðan Filippus prins liggur á spítala,“ sagði Morgan meðal annars. Piers Morgan just walked off the Good Morning Britain set (!!!) after co-presenter Alex Beresford defended Harry and Meghan and condemned Piers' treatment of them in yesterday's programming pic.twitter.com/mH75J8ND4O— Chris Rickett (@chrisrickett) March 9, 2021 Ekki verður annað sagt en að kollega hans Beresford hafi blöskrað orð hans í þættinum í gær þar sem hann tók sig til í morgun og lét Morgan heyra það. „Ég skil að þér líkar ekki við Meghan Markle, þú hefur sagt það mjög skýrt nokkrum sinnum í þessum þætti,“ sagði Beresford og vísaði svo í fullyrðingar Morgan frá því fyrir nokkrum árum um að hann og Meghan hefðu átt í persónulegu sambandi en hún síðan hætt að tala við hann eftir að hún og Harry fóru að vera saman. „Hún má hætta að tala við þig ef hún vill það. Hefur hún sagt eitthvað um þig síðan hún hætti að tala við þig? Ég held ekki en þú heldur samt áfram að drulla yfir hana,“ sagði Beresford. Á þessum tímapunkti móðgaðist Morgan og sagðist hafa fengið nóg af þessu. Hann stóð upp og labbaði út en Beresford var ekki hættur. „Hann hegðar sér algjörlega djöfullega. Afsakið mig en Piers Morgan eys út úr sér fúkyrðaflaumi reglulega og við þurfum að sitja og hlusta á það. Það var ótrúlega erfitt að horfa á þáttinn frá 6:30 til sjö í gær,“ sagði Beresford. Morgan kom skömmu síðar aftur í settið og héldu umræður um viðtalið áfram að því er fram kemur í frétt Guardian. Fjölmiðlar Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Alex Beresford, annar þáttastjórnandi Good Morning Britain, var að ræða umfjöllun fjölmiðla um Meghan og skaut föstum skotum á Morgan sem hefur í gegnum tíðina ekki farið leynt með það að honum þyki ekki mikið til Meghan koma. Þannig fór Morgan mikinn í Good Morning Britain í gærmorgun, daginn eftir að viðtalið var frumsýnt í Bandaríkjunum. Hann sagðist svo reiður eftir að hafa horft á viðtalið að það syði á honum. Þá hefði honum orðið óglatt. „Þau drulla yfir konungsfjölskylduna okkar í tvo tíma samfleytt, þau drulla yfir konungsríkið, allt það sem Elísabet drottning hefur unnið svo hart að og allt er þetta gert á meðan Filippus prins liggur á spítala,“ sagði Morgan meðal annars. Piers Morgan just walked off the Good Morning Britain set (!!!) after co-presenter Alex Beresford defended Harry and Meghan and condemned Piers' treatment of them in yesterday's programming pic.twitter.com/mH75J8ND4O— Chris Rickett (@chrisrickett) March 9, 2021 Ekki verður annað sagt en að kollega hans Beresford hafi blöskrað orð hans í þættinum í gær þar sem hann tók sig til í morgun og lét Morgan heyra það. „Ég skil að þér líkar ekki við Meghan Markle, þú hefur sagt það mjög skýrt nokkrum sinnum í þessum þætti,“ sagði Beresford og vísaði svo í fullyrðingar Morgan frá því fyrir nokkrum árum um að hann og Meghan hefðu átt í persónulegu sambandi en hún síðan hætt að tala við hann eftir að hún og Harry fóru að vera saman. „Hún má hætta að tala við þig ef hún vill það. Hefur hún sagt eitthvað um þig síðan hún hætti að tala við þig? Ég held ekki en þú heldur samt áfram að drulla yfir hana,“ sagði Beresford. Á þessum tímapunkti móðgaðist Morgan og sagðist hafa fengið nóg af þessu. Hann stóð upp og labbaði út en Beresford var ekki hættur. „Hann hegðar sér algjörlega djöfullega. Afsakið mig en Piers Morgan eys út úr sér fúkyrðaflaumi reglulega og við þurfum að sitja og hlusta á það. Það var ótrúlega erfitt að horfa á þáttinn frá 6:30 til sjö í gær,“ sagði Beresford. Morgan kom skömmu síðar aftur í settið og héldu umræður um viðtalið áfram að því er fram kemur í frétt Guardian.
Fjölmiðlar Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira