Ekki einn af þeim hundrað bestu í heimi í fyrsta sinn síðan 1993 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2021 15:31 Phil Mickelson hefur ekki verið að spila vel á þessu ári. Getty/Carmen Mandato Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson er ekki lengur meðal hundrað efstu á heimslistanum í golfi og það eru söguleg tímamót. Mickelson hafði fram að nýjasta listanum verið inn á topp hundrað síðan árið eða síðan að hann vann International tournament sem var hans annar sigur á PGA-móti. Mickelson var búinn að vera meðal hundrað bestu í heimi samfellt í 1425 vikur eða í næstum því þrjá áratugi. Mickelson tók ekki þátt í Arnold Palmer Invitational mótinu um helgina og er nú dottinn niður í 101. sæti á listanum. For the first time since 1993, Phil Mickelson is outside the top 100 of the Official World Golf Ranking. https://t.co/Qur8J8FCuK— Golfweek (@golfweek) March 8, 2021 Hinn fimmtugi Mickelson hóf árið í 66. sæti listans en hefur ekki spilað vel á árinu 2021. Hann er búinn að taka þátt í fjórum mótum, náði tvisvar sinnum ekki niðurskurðinum og endaði í 53. sæti á hinum tveimur mótunum. Mickelson hefur alls unnið 55 mót á PGA-mótaröðinni, fimm risamót og er þegar kominn inn í heiðurshöll golfsins. Phil Mickelson out of the top 100 for the first time since August 1993, when world rankings included: 1. Faldo 2. Norman 3. Langer 22. Seve 28. Tom Watson 57. Craig Stadler 67. David Feherty 75. John Daly (cc @RyanLavnerGC @RexHoggardGC)https://t.co/eC2BXj3iWh pic.twitter.com/28nzvvONiO— Nick Zaccardi (@nzaccardi) March 8, 2021 Mickelson komst inn á topp hundrað sumarið 1993 en náði hæst í annað sæti heimslistans. Tiger Woods sá til þess að Mickelson komst aldrei á toppinn því Phil var í öðru sæti eftir Tiger í 270 vikur. Mickelson vann síðast mót árið 2019 en það var á AT&T Pebble Beach National Pro-Am mótinu. Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Mickelson hafði fram að nýjasta listanum verið inn á topp hundrað síðan árið eða síðan að hann vann International tournament sem var hans annar sigur á PGA-móti. Mickelson var búinn að vera meðal hundrað bestu í heimi samfellt í 1425 vikur eða í næstum því þrjá áratugi. Mickelson tók ekki þátt í Arnold Palmer Invitational mótinu um helgina og er nú dottinn niður í 101. sæti á listanum. For the first time since 1993, Phil Mickelson is outside the top 100 of the Official World Golf Ranking. https://t.co/Qur8J8FCuK— Golfweek (@golfweek) March 8, 2021 Hinn fimmtugi Mickelson hóf árið í 66. sæti listans en hefur ekki spilað vel á árinu 2021. Hann er búinn að taka þátt í fjórum mótum, náði tvisvar sinnum ekki niðurskurðinum og endaði í 53. sæti á hinum tveimur mótunum. Mickelson hefur alls unnið 55 mót á PGA-mótaröðinni, fimm risamót og er þegar kominn inn í heiðurshöll golfsins. Phil Mickelson out of the top 100 for the first time since August 1993, when world rankings included: 1. Faldo 2. Norman 3. Langer 22. Seve 28. Tom Watson 57. Craig Stadler 67. David Feherty 75. John Daly (cc @RyanLavnerGC @RexHoggardGC)https://t.co/eC2BXj3iWh pic.twitter.com/28nzvvONiO— Nick Zaccardi (@nzaccardi) March 8, 2021 Mickelson komst inn á topp hundrað sumarið 1993 en náði hæst í annað sæti heimslistans. Tiger Woods sá til þess að Mickelson komst aldrei á toppinn því Phil var í öðru sæti eftir Tiger í 270 vikur. Mickelson vann síðast mót árið 2019 en það var á AT&T Pebble Beach National Pro-Am mótinu.
Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira