„Við erum á viðkvæmum tíma þótt það gangi vel“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 8. mars 2021 12:26 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur fólk til að gæta áfram að sér og passa vel upp á persónulegar sóttvarnir. Vísir/Arnar Ekki er vitað nákvæmlega hvernig þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar innanlands um helgina smituðust. Báðir tengjast þeir einstaklingi sem kom til landsins 26. febrúar síðastliðinn. Hann var með neikvætt PCR-próf áður en hann kom og var neikvæður í fyrri skimun, fór í sóttkví en greindist svo jákvæður í seinni skimun. Annar þeirra sem greindist utan sóttkvíar greindist á föstudag. Hann er nákominn þeim sem var í sóttkví eftir að hafa komið að utan og færði honum mat í sóttkvínni. Báðir eru þeir með breska afbrigði veirunnar. Sá þriðji býr í sama stigagangi og sá sem var í sóttkví. Enn er beðið raðgreiningar hjá honum. Hann greindist með veiruna á laugardag. Hann er starfsmaður Landspítalans og sótti tónleika í Hörpu á föstudagskvöld. Allir á deildinni þar sem hann starfar voru sendir í sýnatöku í gær og voru öll sýnin neikvæð. Þá verða allir á stigaganginum einnig boðaðir í sýnatöku auk þeirra sem sóttu tónleikana á föstudag. Óljóst hvort þetta er snertismit eða úðasmit Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir rakningarteymið enn að störfum og enn sé ekki hægt að staðfesta sameiginlegan snertiflöt þessara þriggja einstaklinga. „Við vitum að þetta er fólk sem var í sama stigagangi og þannig í nánd en nákvæmlega hvernig þetta hefur gerst, hvort þetta er snertismit eða úðasmit, það er óljóst,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu nú skömmu fyrir hádegi. Hann sagði þann sem færði viðkomandi mat hafa stoppað mjög stutt við. Nágranninn á síðan ekkert að hafa hitt viðkomandi. „Þetta er í sama stigagangi, nándin er þar, og raðgreiningin sýnir allavega á þessum tveimur, við erum að bíða eftir þeim þriðja, sýnir að þetta er sama veiran þannig að smitið hefur átt sér stað þarna á einhvern máta,“ sagði Þórólfur. Skoða hvort setja þurfi strangari leiðbeiningar um sóttkví í fjölbýlishúsi Draga þurfi lærdóm af þessu og skoða hvort það þurfi til að mynda að setja strangari leiðbeiningar varðandi sóttkví þeirra sem koma frá útlöndum og búa í fjölbýlishúsum. „Vissulega þarf að gæta vel að hreinlæti og hreinsun. Það er líka spurning hvort við þurfum að koma með strangari leiðbeiningar um það að fólk sem er í sóttkví dvelji ekki í fjölbýlishúsi þar sem eru margir. Við erum að skoða allt þetta, hvort það sé framkvæmanlegt.“ Alls hafa 12.710 verið fullbólusettir hér á landi og bólusetning er hafin hjá 16.607 manns til viðbótar. Þórólfur segir að á meðan ekki sé búi að bólusetja fleiri þá geti enn komið ný bylgja smita. „Þetta sýnir að við erum á viðkvæmum tíma þótt það gangi vel. Fólk má ekki halda að þetta sé búið og það er mjög mikilvægt að fólk gæti að sér áfram. Því miður sýnist mér á mörgum stöðum að fólk sé kannski aðeins farið að sleppa fram af sér beislinu og þá getur við óheppilegar aðstæður, það þarf ekki nema einn einstakling smitaðan til að hleypa þessu af stað aftur. Það þarf að passa sig,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Hann var með neikvætt PCR-próf áður en hann kom og var neikvæður í fyrri skimun, fór í sóttkví en greindist svo jákvæður í seinni skimun. Annar þeirra sem greindist utan sóttkvíar greindist á föstudag. Hann er nákominn þeim sem var í sóttkví eftir að hafa komið að utan og færði honum mat í sóttkvínni. Báðir eru þeir með breska afbrigði veirunnar. Sá þriðji býr í sama stigagangi og sá sem var í sóttkví. Enn er beðið raðgreiningar hjá honum. Hann greindist með veiruna á laugardag. Hann er starfsmaður Landspítalans og sótti tónleika í Hörpu á föstudagskvöld. Allir á deildinni þar sem hann starfar voru sendir í sýnatöku í gær og voru öll sýnin neikvæð. Þá verða allir á stigaganginum einnig boðaðir í sýnatöku auk þeirra sem sóttu tónleikana á föstudag. Óljóst hvort þetta er snertismit eða úðasmit Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir rakningarteymið enn að störfum og enn sé ekki hægt að staðfesta sameiginlegan snertiflöt þessara þriggja einstaklinga. „Við vitum að þetta er fólk sem var í sama stigagangi og þannig í nánd en nákvæmlega hvernig þetta hefur gerst, hvort þetta er snertismit eða úðasmit, það er óljóst,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu nú skömmu fyrir hádegi. Hann sagði þann sem færði viðkomandi mat hafa stoppað mjög stutt við. Nágranninn á síðan ekkert að hafa hitt viðkomandi. „Þetta er í sama stigagangi, nándin er þar, og raðgreiningin sýnir allavega á þessum tveimur, við erum að bíða eftir þeim þriðja, sýnir að þetta er sama veiran þannig að smitið hefur átt sér stað þarna á einhvern máta,“ sagði Þórólfur. Skoða hvort setja þurfi strangari leiðbeiningar um sóttkví í fjölbýlishúsi Draga þurfi lærdóm af þessu og skoða hvort það þurfi til að mynda að setja strangari leiðbeiningar varðandi sóttkví þeirra sem koma frá útlöndum og búa í fjölbýlishúsum. „Vissulega þarf að gæta vel að hreinlæti og hreinsun. Það er líka spurning hvort við þurfum að koma með strangari leiðbeiningar um það að fólk sem er í sóttkví dvelji ekki í fjölbýlishúsi þar sem eru margir. Við erum að skoða allt þetta, hvort það sé framkvæmanlegt.“ Alls hafa 12.710 verið fullbólusettir hér á landi og bólusetning er hafin hjá 16.607 manns til viðbótar. Þórólfur segir að á meðan ekki sé búi að bólusetja fleiri þá geti enn komið ný bylgja smita. „Þetta sýnir að við erum á viðkvæmum tíma þótt það gangi vel. Fólk má ekki halda að þetta sé búið og það er mjög mikilvægt að fólk gæti að sér áfram. Því miður sýnist mér á mörgum stöðum að fólk sé kannski aðeins farið að sleppa fram af sér beislinu og þá getur við óheppilegar aðstæður, það þarf ekki nema einn einstakling smitaðan til að hleypa þessu af stað aftur. Það þarf að passa sig,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira