Mourinho segir að Gareth Bale sé nú búinn að græða sálfræðileg sár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2021 12:00 Það er létt yfir Gareth Bale þessa dagana enda farinn að sýna aftur hvað hann getur inn á fótboltavellinum. Getty/Clive Rose Gareth Bale hefur heldur betur minnt á sig í síðustu leikjum með Tottenham liðinu og var enn á ný á skotskónum í sigri á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gær. Gareth Bale skoraði tvö mörk líkt og Harry Kane og með 4-1 sigri á Crystal Palace og fyrir vikið komst Tottenham upp í sjötta sætið og er nú aðeins tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti. Bale byrjaði ekki vel hjá Tottenham í haust og fékk oft lítið að spila en hefur nú skorað sex mörk og gefið þrjár stoðsendingar í síðustu sex leikjum með liðinu og er farinn að minna aftur á manninn sem Real Madrid borgaði metupphæð fyrir á sínum tíma. Jose Mourinho says Gareth Bale has recovered from the "psychological scars"...He's scored six goals in his past six games for Spurs, with another three assists!More #thfc #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) March 7, 2021 Þessir leikir hafa farið fram á aðeins sautján dögum en á þessum tíma hefur sálarlíf Bale lagast mikið ef marka má knattspyrnustjórann hans. „Ég fann sálfræðileg sár. Þegar þú ferð í gegnum nokkur meiðslahrjáð tímabil í röð þá snýst þetta ekki um sárin á vöðvunum heldur sárin á sálinni. Það kallar á ótta og óstöðugleika,“ sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, eftir leikinn. #OJOALDATO - Bale ha marcado 6 goles y ha dado 3 asistencias en sus últimos 6 partidos con el Tottenham (disputados en 17 días). Es la misma cifra de goles y asistencias que consiguió en sus últimos 38 partidos oficiales con el Real Madrid (disputados a lo largo de 16 meses). pic.twitter.com/9tuAUckb28— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 7, 2021 „Það er tímapunktur þar sem allt gengur vel og allir í kringum þig eru að gefa allt sitt. Þá er stundin til að brjótast í gegnum þennan sálfræðimúr. Og hann komst í gegnum hann. Það var hann en ekki við. Við studdum bara við bakið á honum,“ sagði Mourinho. Gareth Bale skoraði líka tvö mörk í sigri á Burnley á dögunum og þá hefur hann skorað í síðustu tveimur leikjum Tottenham í Evrópudeildinni. Bale er alls með 5 mörk og 2 stoðsendingar í 11 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Spurs front three in their last two home games:# 7 Son Heung-min: # 9 Gareth Bale: # Harry Kane: Serious firepower. pic.twitter.com/Bu2F4eICdh— Squawka Football (@Squawka) March 7, 2021 Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Sjá meira
Gareth Bale skoraði tvö mörk líkt og Harry Kane og með 4-1 sigri á Crystal Palace og fyrir vikið komst Tottenham upp í sjötta sætið og er nú aðeins tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti. Bale byrjaði ekki vel hjá Tottenham í haust og fékk oft lítið að spila en hefur nú skorað sex mörk og gefið þrjár stoðsendingar í síðustu sex leikjum með liðinu og er farinn að minna aftur á manninn sem Real Madrid borgaði metupphæð fyrir á sínum tíma. Jose Mourinho says Gareth Bale has recovered from the "psychological scars"...He's scored six goals in his past six games for Spurs, with another three assists!More #thfc #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) March 7, 2021 Þessir leikir hafa farið fram á aðeins sautján dögum en á þessum tíma hefur sálarlíf Bale lagast mikið ef marka má knattspyrnustjórann hans. „Ég fann sálfræðileg sár. Þegar þú ferð í gegnum nokkur meiðslahrjáð tímabil í röð þá snýst þetta ekki um sárin á vöðvunum heldur sárin á sálinni. Það kallar á ótta og óstöðugleika,“ sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, eftir leikinn. #OJOALDATO - Bale ha marcado 6 goles y ha dado 3 asistencias en sus últimos 6 partidos con el Tottenham (disputados en 17 días). Es la misma cifra de goles y asistencias que consiguió en sus últimos 38 partidos oficiales con el Real Madrid (disputados a lo largo de 16 meses). pic.twitter.com/9tuAUckb28— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 7, 2021 „Það er tímapunktur þar sem allt gengur vel og allir í kringum þig eru að gefa allt sitt. Þá er stundin til að brjótast í gegnum þennan sálfræðimúr. Og hann komst í gegnum hann. Það var hann en ekki við. Við studdum bara við bakið á honum,“ sagði Mourinho. Gareth Bale skoraði líka tvö mörk í sigri á Burnley á dögunum og þá hefur hann skorað í síðustu tveimur leikjum Tottenham í Evrópudeildinni. Bale er alls með 5 mörk og 2 stoðsendingar í 11 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Spurs front three in their last two home games:# 7 Son Heung-min: # 9 Gareth Bale: # Harry Kane: Serious firepower. pic.twitter.com/Bu2F4eICdh— Squawka Football (@Squawka) March 7, 2021
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Sjá meira