„Það er alltaf erfitt að spila gegn Manchester City. Þeir eru góðir á boltann og það er erfitt að spila við þá en í dag gerðum við nánast allt fullkomlega. Þetta snýst samt ekki aðeins um að vinna leikina gegn City, þetta snýst um að vinna alla leiki.“
„Að skora á fyrstu mínútu var fullkomið, við höfðum meira pláss til að sækja hratt í. Við vorum einbeittir allan leikinn. Þegar við verjumst vel þá vitum við að við fáum tækifæri til að skora.“
„Deildin er ekki spretthlaup, þetta er maraþon. Við verðum að gera okkar besta og ekki hugsa um önnur lið.“
Them: Bruno doesn't do it in the big games
— Manchester United (@ManUtd) March 7, 2021
Bruno: pic.twitter.com/VHXcjBSkxH
Að lokum var Bruno spurður út í fagnið eftir að hann skoraði.
„Þetta er fyrir börnin mín, öll mörkin sem ég skora eru fyrir þau,“ sagði Portúgalinn að lokum.