Samþykktu tveggja billjóna efnahagsaðgerðir Bidens vegna faraldursins Eiður Þór Árnason skrifar 7. mars 2021 13:47 Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ræðir við fréttamenn í Hvíta húsinu um bóluefni í dag. AP/Evan Vucci Einn af hverjum þremur Bandaríkjamönnum hafa misst einhvern nákominn vegna Covid-19. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær efnahagslegar mótvægisaðgerðir Joes Biden Bandaríkjaforseta til bregðast við áhrifum faraldursins. Sem hluti af aðgerðunum mun stór hluti Bandaríkjamanna fá eingreiðslu upp á 1.400 Bandaríkjadali eða um 180 þúsund íslenskar krónur en 6,2 prósent atvinnuleysi mælist nú vestanhafs. Gert er ráð fyrir því að aðgerðapakkinn verði samþykktur í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á þriðjudag þar sem Demókratar eru í meirihluta. Hann yrði þá þriðji pakkinn til þess að verða samþykktur í faraldrinum. Heildarumfang efnahagsaðgerðanna nemur 1,9 billjónum Bandaríkjadala eða um 245 billjónum íslenskra króna (245.000.000.000.000). Nái þær fram að ganga verður hundruðum milljarða Bandaríkjadala úthlutað til ríkja og sveitarstjórna og fjárhagslegur stuðningur fyrir atvinnulausa framlengdur fram í september en úrræðið rennur að óbreyttu út um miðjan mars. Þá verður aukið fé sett í rannsóknir og skimun fyrir Covid-19 auk dreifingu bóluefna. 523 þúsund manns dáið vegna Covid-19 Kosið var eftir flokkslínum í öldungadeildinni og var frumvarpið samþykkt með 50 atkvæðum gegn 49 en einn þingmaður Repúblikana var fjarverandi. Biden sagði samþykkt frumvarpsins færa stjórnvöld stóru skrefi nær því að veita Bandaríkjamönnum þá aðstoð sem þeir þurfi á að halda. Nærri 523 þúsund dauðsföll hafa verið skráð í Bandaríkjunum vegna faraldursins en samkvæmt greiningu The New York Times hefur einn af hverjum þremur Bandaríkjamönnum misst einhvern nákominn úr Covid-19. Um 1.578 einstaklingar hafa látist úr sjúkdómnum þar í landi á hverja milljón íbúa sem eru ríflega nítján sinnum fleiri miðað við höfðatölu en dáið hafa á Íslandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Slaka á aðgerðum þrátt fyrir viðvaranir Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ætla að afnema grímuskyldu og fjöldatakmarkanir þrátt fyrir viðvaranir alríkisstjórnarinnar og lækna um að kórónuveirufaraldurinn gæti farið aftur á flug. 2. mars 2021 23:56 Auknar líkur á fjórðu bylgjunni í Bandaríkjunum Aukin útbreiðsla nýrra afbrigða kórónuveirunnar sem eru meira smitandi en hin hefðbundnu hefur aukið líkurnar á því að fjórða bylgja faraldursins sé að hefjast í Bandaríkjunum. 2. mars 2021 06:48 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Sem hluti af aðgerðunum mun stór hluti Bandaríkjamanna fá eingreiðslu upp á 1.400 Bandaríkjadali eða um 180 þúsund íslenskar krónur en 6,2 prósent atvinnuleysi mælist nú vestanhafs. Gert er ráð fyrir því að aðgerðapakkinn verði samþykktur í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á þriðjudag þar sem Demókratar eru í meirihluta. Hann yrði þá þriðji pakkinn til þess að verða samþykktur í faraldrinum. Heildarumfang efnahagsaðgerðanna nemur 1,9 billjónum Bandaríkjadala eða um 245 billjónum íslenskra króna (245.000.000.000.000). Nái þær fram að ganga verður hundruðum milljarða Bandaríkjadala úthlutað til ríkja og sveitarstjórna og fjárhagslegur stuðningur fyrir atvinnulausa framlengdur fram í september en úrræðið rennur að óbreyttu út um miðjan mars. Þá verður aukið fé sett í rannsóknir og skimun fyrir Covid-19 auk dreifingu bóluefna. 523 þúsund manns dáið vegna Covid-19 Kosið var eftir flokkslínum í öldungadeildinni og var frumvarpið samþykkt með 50 atkvæðum gegn 49 en einn þingmaður Repúblikana var fjarverandi. Biden sagði samþykkt frumvarpsins færa stjórnvöld stóru skrefi nær því að veita Bandaríkjamönnum þá aðstoð sem þeir þurfi á að halda. Nærri 523 þúsund dauðsföll hafa verið skráð í Bandaríkjunum vegna faraldursins en samkvæmt greiningu The New York Times hefur einn af hverjum þremur Bandaríkjamönnum misst einhvern nákominn úr Covid-19. Um 1.578 einstaklingar hafa látist úr sjúkdómnum þar í landi á hverja milljón íbúa sem eru ríflega nítján sinnum fleiri miðað við höfðatölu en dáið hafa á Íslandi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Slaka á aðgerðum þrátt fyrir viðvaranir Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ætla að afnema grímuskyldu og fjöldatakmarkanir þrátt fyrir viðvaranir alríkisstjórnarinnar og lækna um að kórónuveirufaraldurinn gæti farið aftur á flug. 2. mars 2021 23:56 Auknar líkur á fjórðu bylgjunni í Bandaríkjunum Aukin útbreiðsla nýrra afbrigða kórónuveirunnar sem eru meira smitandi en hin hefðbundnu hefur aukið líkurnar á því að fjórða bylgja faraldursins sé að hefjast í Bandaríkjunum. 2. mars 2021 06:48 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Slaka á aðgerðum þrátt fyrir viðvaranir Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ætla að afnema grímuskyldu og fjöldatakmarkanir þrátt fyrir viðvaranir alríkisstjórnarinnar og lækna um að kórónuveirufaraldurinn gæti farið aftur á flug. 2. mars 2021 23:56
Auknar líkur á fjórðu bylgjunni í Bandaríkjunum Aukin útbreiðsla nýrra afbrigða kórónuveirunnar sem eru meira smitandi en hin hefðbundnu hefur aukið líkurnar á því að fjórða bylgja faraldursins sé að hefjast í Bandaríkjunum. 2. mars 2021 06:48