Samþykktu tveggja billjóna efnahagsaðgerðir Bidens vegna faraldursins Eiður Þór Árnason skrifar 7. mars 2021 13:47 Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ræðir við fréttamenn í Hvíta húsinu um bóluefni í dag. AP/Evan Vucci Einn af hverjum þremur Bandaríkjamönnum hafa misst einhvern nákominn vegna Covid-19. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær efnahagslegar mótvægisaðgerðir Joes Biden Bandaríkjaforseta til bregðast við áhrifum faraldursins. Sem hluti af aðgerðunum mun stór hluti Bandaríkjamanna fá eingreiðslu upp á 1.400 Bandaríkjadali eða um 180 þúsund íslenskar krónur en 6,2 prósent atvinnuleysi mælist nú vestanhafs. Gert er ráð fyrir því að aðgerðapakkinn verði samþykktur í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á þriðjudag þar sem Demókratar eru í meirihluta. Hann yrði þá þriðji pakkinn til þess að verða samþykktur í faraldrinum. Heildarumfang efnahagsaðgerðanna nemur 1,9 billjónum Bandaríkjadala eða um 245 billjónum íslenskra króna (245.000.000.000.000). Nái þær fram að ganga verður hundruðum milljarða Bandaríkjadala úthlutað til ríkja og sveitarstjórna og fjárhagslegur stuðningur fyrir atvinnulausa framlengdur fram í september en úrræðið rennur að óbreyttu út um miðjan mars. Þá verður aukið fé sett í rannsóknir og skimun fyrir Covid-19 auk dreifingu bóluefna. 523 þúsund manns dáið vegna Covid-19 Kosið var eftir flokkslínum í öldungadeildinni og var frumvarpið samþykkt með 50 atkvæðum gegn 49 en einn þingmaður Repúblikana var fjarverandi. Biden sagði samþykkt frumvarpsins færa stjórnvöld stóru skrefi nær því að veita Bandaríkjamönnum þá aðstoð sem þeir þurfi á að halda. Nærri 523 þúsund dauðsföll hafa verið skráð í Bandaríkjunum vegna faraldursins en samkvæmt greiningu The New York Times hefur einn af hverjum þremur Bandaríkjamönnum misst einhvern nákominn úr Covid-19. Um 1.578 einstaklingar hafa látist úr sjúkdómnum þar í landi á hverja milljón íbúa sem eru ríflega nítján sinnum fleiri miðað við höfðatölu en dáið hafa á Íslandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Slaka á aðgerðum þrátt fyrir viðvaranir Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ætla að afnema grímuskyldu og fjöldatakmarkanir þrátt fyrir viðvaranir alríkisstjórnarinnar og lækna um að kórónuveirufaraldurinn gæti farið aftur á flug. 2. mars 2021 23:56 Auknar líkur á fjórðu bylgjunni í Bandaríkjunum Aukin útbreiðsla nýrra afbrigða kórónuveirunnar sem eru meira smitandi en hin hefðbundnu hefur aukið líkurnar á því að fjórða bylgja faraldursins sé að hefjast í Bandaríkjunum. 2. mars 2021 06:48 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Sem hluti af aðgerðunum mun stór hluti Bandaríkjamanna fá eingreiðslu upp á 1.400 Bandaríkjadali eða um 180 þúsund íslenskar krónur en 6,2 prósent atvinnuleysi mælist nú vestanhafs. Gert er ráð fyrir því að aðgerðapakkinn verði samþykktur í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á þriðjudag þar sem Demókratar eru í meirihluta. Hann yrði þá þriðji pakkinn til þess að verða samþykktur í faraldrinum. Heildarumfang efnahagsaðgerðanna nemur 1,9 billjónum Bandaríkjadala eða um 245 billjónum íslenskra króna (245.000.000.000.000). Nái þær fram að ganga verður hundruðum milljarða Bandaríkjadala úthlutað til ríkja og sveitarstjórna og fjárhagslegur stuðningur fyrir atvinnulausa framlengdur fram í september en úrræðið rennur að óbreyttu út um miðjan mars. Þá verður aukið fé sett í rannsóknir og skimun fyrir Covid-19 auk dreifingu bóluefna. 523 þúsund manns dáið vegna Covid-19 Kosið var eftir flokkslínum í öldungadeildinni og var frumvarpið samþykkt með 50 atkvæðum gegn 49 en einn þingmaður Repúblikana var fjarverandi. Biden sagði samþykkt frumvarpsins færa stjórnvöld stóru skrefi nær því að veita Bandaríkjamönnum þá aðstoð sem þeir þurfi á að halda. Nærri 523 þúsund dauðsföll hafa verið skráð í Bandaríkjunum vegna faraldursins en samkvæmt greiningu The New York Times hefur einn af hverjum þremur Bandaríkjamönnum misst einhvern nákominn úr Covid-19. Um 1.578 einstaklingar hafa látist úr sjúkdómnum þar í landi á hverja milljón íbúa sem eru ríflega nítján sinnum fleiri miðað við höfðatölu en dáið hafa á Íslandi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Slaka á aðgerðum þrátt fyrir viðvaranir Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ætla að afnema grímuskyldu og fjöldatakmarkanir þrátt fyrir viðvaranir alríkisstjórnarinnar og lækna um að kórónuveirufaraldurinn gæti farið aftur á flug. 2. mars 2021 23:56 Auknar líkur á fjórðu bylgjunni í Bandaríkjunum Aukin útbreiðsla nýrra afbrigða kórónuveirunnar sem eru meira smitandi en hin hefðbundnu hefur aukið líkurnar á því að fjórða bylgja faraldursins sé að hefjast í Bandaríkjunum. 2. mars 2021 06:48 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Slaka á aðgerðum þrátt fyrir viðvaranir Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ætla að afnema grímuskyldu og fjöldatakmarkanir þrátt fyrir viðvaranir alríkisstjórnarinnar og lækna um að kórónuveirufaraldurinn gæti farið aftur á flug. 2. mars 2021 23:56
Auknar líkur á fjórðu bylgjunni í Bandaríkjunum Aukin útbreiðsla nýrra afbrigða kórónuveirunnar sem eru meira smitandi en hin hefðbundnu hefur aukið líkurnar á því að fjórða bylgja faraldursins sé að hefjast í Bandaríkjunum. 2. mars 2021 06:48