Of mikill þungi hafi lent á Seðlabankanum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. mars 2021 12:21 Kristrún Frostadóttir hagfræðingur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík í komandi alþingiskosningum. Of mikill þungi í efnahagsaðgerðum hins opinbera hefur lent á Seðlabankanum og fjármagn sem ríkið hefur dælt út í kerfið hefur ekki ratað á rétta staði. Þetta segir Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingar. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, gagnrýnir sveitarfélög fyrir að ráðast ekki í meiri fjárfestingar. Kristrún og Haraldur tókust á um hagstjórn ríkistjórnarinnar í faraldrinum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristrún segir að of mikill þungi efnahagsaðgerða hafi lent á Seðlabankanum. „Annað hvort er það ríkið sem skuldsetur sig eða það er einkageirinn sem skuldsetur sig og þú kemst ekkert hjá þessari skuldsetningu. Ef að ríkið stígur ekki nógu fast á bensínið þá safnast þessar skuldir upp í einkageiranum og það er það sem hefur gerst. Við sjáum bara að Seðlabankinn stígur inn. Seðlabankinn er ekki pólitískur en aðgerðir ríkisstjórnarinnar, þær eru mjög pólitískar, þær skapa ákveðið svigrúm sem að Seðlabankinn telur sig þurfa að stíga inn í og það er pólitísk afleiðing,“ sagði Kristrún. Haraldur svaraði því til að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi orðið til þess að samdráttur hafi reynst minni en óttast var. „Þær mótvægisaðgerðir sem við fórum út í þær hafa unnið á móti samdrættinum. Þannig að ég segi, aðgerðir ríkisstjórnarinnar þær hafa virkað þannig að kreppan er ekki eins djúp,“ sagði Haraldur. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm Hlutabótaleiðin hafi verið eyðilögð Kristrún segir að hlutabótaleiðin hafi verið langbesta úrræði ríkisstjórnarinnar en að það úrræði hafi verið eyðilagt með uppsagnastyrkjunum og hertum kröfum um hlutabótaleiðina. „Mín gagnrýni hefur alla tíð snúið að því að kaupa sér tíma til þess að finna út leiðir til þess að styðja við þetta fólk sem er að vinna í þessum atvinnugreinum,“ sagði Kristrún og vísaði þar til þeirra atvinnugreina sem hafa orðið fyrir hvað mestu höggi í faraldrinum. „Vegna þess að þegar þú ert búinn að rjúfa ráðningarsambandið þá stendur þú í stöðunni sem þú ert núna í. Þú ert með aðgerðir til þess að hvetja til ráðninga, þú ert með ráðningarstyrki, það er verið að borga fyrirtækjum til þess að taka fólk aftur í vinnu og það er ekki verið að nýta þetta úrræði,“ sagði Kristrún. Viðbrögð sveitarfélaga vonbrigði Þá gagnrýnir Kristrún einnig hversu illa ríkið hafi farið af stað í opinberar fjárfestingar. Haraldur svaraði þeirri gagnrýni með því að benda á að ríkið beri ekki eitt ábyrgð á opinberum fjárfestingum. „Ríkið ber ekki eitt og sér ábyrgð á opinberum fjárfestingum, þar koma líka sveitarfélög fyrir. Við höfum orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögð sveitarfélaganna við því að ráðast í fjárfestingar,“ sagði Haraldur. Sprengisandur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Kristrún og Haraldur tókust á um hagstjórn ríkistjórnarinnar í faraldrinum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristrún segir að of mikill þungi efnahagsaðgerða hafi lent á Seðlabankanum. „Annað hvort er það ríkið sem skuldsetur sig eða það er einkageirinn sem skuldsetur sig og þú kemst ekkert hjá þessari skuldsetningu. Ef að ríkið stígur ekki nógu fast á bensínið þá safnast þessar skuldir upp í einkageiranum og það er það sem hefur gerst. Við sjáum bara að Seðlabankinn stígur inn. Seðlabankinn er ekki pólitískur en aðgerðir ríkisstjórnarinnar, þær eru mjög pólitískar, þær skapa ákveðið svigrúm sem að Seðlabankinn telur sig þurfa að stíga inn í og það er pólitísk afleiðing,“ sagði Kristrún. Haraldur svaraði því til að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi orðið til þess að samdráttur hafi reynst minni en óttast var. „Þær mótvægisaðgerðir sem við fórum út í þær hafa unnið á móti samdrættinum. Þannig að ég segi, aðgerðir ríkisstjórnarinnar þær hafa virkað þannig að kreppan er ekki eins djúp,“ sagði Haraldur. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm Hlutabótaleiðin hafi verið eyðilögð Kristrún segir að hlutabótaleiðin hafi verið langbesta úrræði ríkisstjórnarinnar en að það úrræði hafi verið eyðilagt með uppsagnastyrkjunum og hertum kröfum um hlutabótaleiðina. „Mín gagnrýni hefur alla tíð snúið að því að kaupa sér tíma til þess að finna út leiðir til þess að styðja við þetta fólk sem er að vinna í þessum atvinnugreinum,“ sagði Kristrún og vísaði þar til þeirra atvinnugreina sem hafa orðið fyrir hvað mestu höggi í faraldrinum. „Vegna þess að þegar þú ert búinn að rjúfa ráðningarsambandið þá stendur þú í stöðunni sem þú ert núna í. Þú ert með aðgerðir til þess að hvetja til ráðninga, þú ert með ráðningarstyrki, það er verið að borga fyrirtækjum til þess að taka fólk aftur í vinnu og það er ekki verið að nýta þetta úrræði,“ sagði Kristrún. Viðbrögð sveitarfélaga vonbrigði Þá gagnrýnir Kristrún einnig hversu illa ríkið hafi farið af stað í opinberar fjárfestingar. Haraldur svaraði þeirri gagnrýni með því að benda á að ríkið beri ekki eitt ábyrgð á opinberum fjárfestingum. „Ríkið ber ekki eitt og sér ábyrgð á opinberum fjárfestingum, þar koma líka sveitarfélög fyrir. Við höfum orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögð sveitarfélaganna við því að ráðast í fjárfestingar,“ sagði Haraldur.
Sprengisandur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira