„Réttlæti fyrir Diego - hann dó ekki, þeir drápu hann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2021 09:30 Diego Maradona á hátindi ferils síns sem langbesti fótboltamaður heims og heimsmeistari á HM 1986. Getty/Archivo El Grafico Giannina, dóttir Diego Maradona, hvatti í gær aðdáendur föður síns til að fjölmenna í fyrirhugaða kröfugöngu í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu. Kröfugangan mun kalla eftir réttlæti fyrir Diego Maradona en hann lést 25. nóvember síðastliðinn þá nýorðinn sextugur. „Réttlæti fyrir Diego“ kröfugangan á að enda við óbelískuna frægu í miðbæ Buenos Aires en gangan fer fram 10. mars næstkomandi. Maradona lést tveimur vikum eftir að hafa gengist undir heilaaðgerð. Alls hafa sjö einstaklingar sætt rannsókn vegna dauða Maradona en þar á meðal eru heilaskurðlæknirinn Leopoldo Luque, sem framkvæmdi aðgerðina og geðlæknirinn Agustina Cosachov, sem hugsaði um Maradona eftir aðgerðina. Por favor! Nos vemos todos ahí! https://t.co/MeUFIRKHWX— Gianinna Maradona (@gianmaradona) March 4, 2021 Rannsakendur eru að reyna að finna út hvort að þetta fólk hafi gerst sek um vanrækslu og þrír af þeim gætu verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi. Skipuleggjendur kröfugöngunnar hafa sett fram slagorðið: „Réttlæti fyrir Diego - hann dó ekki, þeir drápu hann“ Giannina Maradona fór á Twitter og hvatti aðdáendur til að fjölmenna. Hún skrifaði: „Gerið það. Sjáumst öll þar. Sannleikurinn mun alltaf koma fram í dagsljósið,“ skrifaði Giannina. Það má búast við fjölmenni í þessa göngu enda Diego Maradona það vinsæll í Argentínu að hann er í guðatölu. Maradona er án vafa einn besti knattspyrnumaður sögunnar. Hann var yfirburðamaður í heiminum þegar hann var upp á sitt besta en vandræði utan vallar sáu til þess að fallið var hátt. Maradona nánast tryggði Argentínumönnum heimsmeistaratitilinn upp á sitt einsdæmi á HM í Mexíkó 1986 með því að skora fimm mörk og gefa fimm stoðsendingar. Hann skoraði þá öll fjögur mörk liðsins í átta liða og undanúrslitunum og lagði síðan upp sigurmarkið í úrslitaleiknum. Argentína komst líka í úrslitaleikinn fjórum árum síðar með enn slakara lið. Maradona hjálpaði líka Napoli að vinna ítalska meistaratitilinn tvisvar sinnum en félagið hafði aldrei unnið hann áður og hefur heldur aldrei unnið hann síðan. Napoli endurskírði völlinn sinn Stadio Diego Armando Maradona þegar hann lést. Andlát Diegos Maradona Argentína Mest lesið Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Sjá meira
Kröfugangan mun kalla eftir réttlæti fyrir Diego Maradona en hann lést 25. nóvember síðastliðinn þá nýorðinn sextugur. „Réttlæti fyrir Diego“ kröfugangan á að enda við óbelískuna frægu í miðbæ Buenos Aires en gangan fer fram 10. mars næstkomandi. Maradona lést tveimur vikum eftir að hafa gengist undir heilaaðgerð. Alls hafa sjö einstaklingar sætt rannsókn vegna dauða Maradona en þar á meðal eru heilaskurðlæknirinn Leopoldo Luque, sem framkvæmdi aðgerðina og geðlæknirinn Agustina Cosachov, sem hugsaði um Maradona eftir aðgerðina. Por favor! Nos vemos todos ahí! https://t.co/MeUFIRKHWX— Gianinna Maradona (@gianmaradona) March 4, 2021 Rannsakendur eru að reyna að finna út hvort að þetta fólk hafi gerst sek um vanrækslu og þrír af þeim gætu verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi. Skipuleggjendur kröfugöngunnar hafa sett fram slagorðið: „Réttlæti fyrir Diego - hann dó ekki, þeir drápu hann“ Giannina Maradona fór á Twitter og hvatti aðdáendur til að fjölmenna. Hún skrifaði: „Gerið það. Sjáumst öll þar. Sannleikurinn mun alltaf koma fram í dagsljósið,“ skrifaði Giannina. Það má búast við fjölmenni í þessa göngu enda Diego Maradona það vinsæll í Argentínu að hann er í guðatölu. Maradona er án vafa einn besti knattspyrnumaður sögunnar. Hann var yfirburðamaður í heiminum þegar hann var upp á sitt besta en vandræði utan vallar sáu til þess að fallið var hátt. Maradona nánast tryggði Argentínumönnum heimsmeistaratitilinn upp á sitt einsdæmi á HM í Mexíkó 1986 með því að skora fimm mörk og gefa fimm stoðsendingar. Hann skoraði þá öll fjögur mörk liðsins í átta liða og undanúrslitunum og lagði síðan upp sigurmarkið í úrslitaleiknum. Argentína komst líka í úrslitaleikinn fjórum árum síðar með enn slakara lið. Maradona hjálpaði líka Napoli að vinna ítalska meistaratitilinn tvisvar sinnum en félagið hafði aldrei unnið hann áður og hefur heldur aldrei unnið hann síðan. Napoli endurskírði völlinn sinn Stadio Diego Armando Maradona þegar hann lést.
Andlát Diegos Maradona Argentína Mest lesið Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Sjá meira