Stuðningsfólk Viðreisnar líklegast til að fara í frí til útlanda á þessu ári Eiður Þór Árnason skrifar 4. mars 2021 13:01 Ferðaskrifstofur og flugfélög gera sér vonir um að uppsöfnuð þörf muni leiða til sprengingar í utanlandsferðum þegar fólk telur öruggt að fara út fyrir landsteinanna. Vísir/getty 58,7 prósent Íslendinga segja ólíklegt eða útilokað að þeir fari í frí til útlanda á þessu ári samkvæmt könnun Maskínu sem unnin var fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. 16,1 prósent svarenda telja mjög líklegt eða alveg öruggt að utanlandsferð sé í kortunum. 13,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðu það í meðallagi líklegt að farið verði í frí til útlanda fyrir lok ársins og 28 prósent sögðu það ýmist líklegt, mjög líklegt eða öruggt. Óhætt er að segja að ferðaþjónustugeirinn hafi víða verið í lamasessi undanfarið ár vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru og meðfylgjandi ferðatakmarkanna. Óvenjulítið hefur verið um utanlandsferðir landsmanna á þeim tíma en greinilegt að farið er að bera á ferðaþorsta hjá einhverjum hluta landsmanna þó ekki sjái alveg fyrir endann á faraldrinum eða hvenær bólusetningu lýkur. Tæp 13 prósent svarenda töldu útilokað að þeir væru á leið í frí erlendis á þessu ári. Maskína Langflestir ætla til Evrópulanda Af svarendum Maskínu sem sögðu öruggt eða líklegt að þeir fari í frí til útlanda á árinu sögðu langflestir, eða 91 prósent, að líklegast yrði ferðinni heitið til landa innan Evrópu en 10,4 prósent horfðu til Norður-Ameríku. Þá nefndu mun færri aðrar heimsálfur en þátttakendur gátu merkt við fleira en eitt svar í þessari spurningu. Flestir sem töldu líklegt eða öruggt að ferð yrði bókuð á árinu sögðu að farið yrði út í september til desember, eða 66,4 prósent, en 21,3 prósent horfðu helst til júlí eða ágúst. 10,2 prósent töldu líklegast að farið yrði í maí eða júní og einungis 2,1 prósent vildu fara fyrir maímánuð. Svör við spurningunni „Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú farir í frí til útlanda á þessu ári?“ greind eftir bakgrunnsbreytum.Maskína Karlar og langskólagengið fólk líklegra til að bóka ferð Séu niðurstöður greindar eftir bakgrunnsbreytum kemur í ljós að karlar eru líklegri til að hyggja á utanlandsferð á þessu ári en 32,4 prósent þeirra svöruðu því að það væri líklegt eða öruggt að þeir myndu fara í frí erlendis á árinu samanborið við 23,3 prósent kvenna. Þá benda niðurstöður Maskínu til þess að jákvæð fylgni sé á milli lengri skólagöngu og aukins ferðaáhuga. Til að mynda sögðu 32,8 prósent svarenda sem höfðu lokið framhaldsnámi í háskóla að það væri líklegt eða öruggt að utanlandsferð væri í kortunum samanborið við 24,9 prósent þeirra sem höfðu einungis lokið grunnskólaprófi. Ferðaáhugi var misjafn eftir því hvar fólk er staðsett í stjórnmálum.Maskína Stuðningsfólk Viðreisnar spenntast fyrir utanlandsferð Þeir sem eru með hærri tekjur eru líklegri til að fara til útlanda en 40,8 prósent svarenda sem sögðust vera með 1,2 milljónir króna eða meira í heimilstekjur á mánuði sögðu slíkt líklegt eða öruggt. Ef horft er til stuðnings við stjórnmálaflokka þá voru þeir svarendur sem hygðust kjósa Viðreisn líklegastir til að fara í frí erlendis á þessu ári en 40,4 prósent þeirra sögðu það líklegt eða öruggt. Stuðningsfólk Pírata virðist þó ekki vera eins áhugasamt en 69,5% þess sagði ólíklegt eða útilokað að það yfirgefi landið í bráð. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu á netinu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá. Svarendur voru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu, svo þau endurspegli þjóðina. Könnunin fór fram dagana 5. til 12. febrúar 2021 og voru svarendur 1.320 talsins. Ferðalög Skoðanakannanir Viðreisn Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
13,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðu það í meðallagi líklegt að farið verði í frí til útlanda fyrir lok ársins og 28 prósent sögðu það ýmist líklegt, mjög líklegt eða öruggt. Óhætt er að segja að ferðaþjónustugeirinn hafi víða verið í lamasessi undanfarið ár vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru og meðfylgjandi ferðatakmarkanna. Óvenjulítið hefur verið um utanlandsferðir landsmanna á þeim tíma en greinilegt að farið er að bera á ferðaþorsta hjá einhverjum hluta landsmanna þó ekki sjái alveg fyrir endann á faraldrinum eða hvenær bólusetningu lýkur. Tæp 13 prósent svarenda töldu útilokað að þeir væru á leið í frí erlendis á þessu ári. Maskína Langflestir ætla til Evrópulanda Af svarendum Maskínu sem sögðu öruggt eða líklegt að þeir fari í frí til útlanda á árinu sögðu langflestir, eða 91 prósent, að líklegast yrði ferðinni heitið til landa innan Evrópu en 10,4 prósent horfðu til Norður-Ameríku. Þá nefndu mun færri aðrar heimsálfur en þátttakendur gátu merkt við fleira en eitt svar í þessari spurningu. Flestir sem töldu líklegt eða öruggt að ferð yrði bókuð á árinu sögðu að farið yrði út í september til desember, eða 66,4 prósent, en 21,3 prósent horfðu helst til júlí eða ágúst. 10,2 prósent töldu líklegast að farið yrði í maí eða júní og einungis 2,1 prósent vildu fara fyrir maímánuð. Svör við spurningunni „Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú farir í frí til útlanda á þessu ári?“ greind eftir bakgrunnsbreytum.Maskína Karlar og langskólagengið fólk líklegra til að bóka ferð Séu niðurstöður greindar eftir bakgrunnsbreytum kemur í ljós að karlar eru líklegri til að hyggja á utanlandsferð á þessu ári en 32,4 prósent þeirra svöruðu því að það væri líklegt eða öruggt að þeir myndu fara í frí erlendis á árinu samanborið við 23,3 prósent kvenna. Þá benda niðurstöður Maskínu til þess að jákvæð fylgni sé á milli lengri skólagöngu og aukins ferðaáhuga. Til að mynda sögðu 32,8 prósent svarenda sem höfðu lokið framhaldsnámi í háskóla að það væri líklegt eða öruggt að utanlandsferð væri í kortunum samanborið við 24,9 prósent þeirra sem höfðu einungis lokið grunnskólaprófi. Ferðaáhugi var misjafn eftir því hvar fólk er staðsett í stjórnmálum.Maskína Stuðningsfólk Viðreisnar spenntast fyrir utanlandsferð Þeir sem eru með hærri tekjur eru líklegri til að fara til útlanda en 40,8 prósent svarenda sem sögðust vera með 1,2 milljónir króna eða meira í heimilstekjur á mánuði sögðu slíkt líklegt eða öruggt. Ef horft er til stuðnings við stjórnmálaflokka þá voru þeir svarendur sem hygðust kjósa Viðreisn líklegastir til að fara í frí erlendis á þessu ári en 40,4 prósent þeirra sögðu það líklegt eða öruggt. Stuðningsfólk Pírata virðist þó ekki vera eins áhugasamt en 69,5% þess sagði ólíklegt eða útilokað að það yfirgefi landið í bráð. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu á netinu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá. Svarendur voru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu, svo þau endurspegli þjóðina. Könnunin fór fram dagana 5. til 12. febrúar 2021 og voru svarendur 1.320 talsins.
Ferðalög Skoðanakannanir Viðreisn Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent