Stuðningsfólk Viðreisnar líklegast til að fara í frí til útlanda á þessu ári Eiður Þór Árnason skrifar 4. mars 2021 13:01 Ferðaskrifstofur og flugfélög gera sér vonir um að uppsöfnuð þörf muni leiða til sprengingar í utanlandsferðum þegar fólk telur öruggt að fara út fyrir landsteinanna. Vísir/getty 58,7 prósent Íslendinga segja ólíklegt eða útilokað að þeir fari í frí til útlanda á þessu ári samkvæmt könnun Maskínu sem unnin var fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. 16,1 prósent svarenda telja mjög líklegt eða alveg öruggt að utanlandsferð sé í kortunum. 13,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðu það í meðallagi líklegt að farið verði í frí til útlanda fyrir lok ársins og 28 prósent sögðu það ýmist líklegt, mjög líklegt eða öruggt. Óhætt er að segja að ferðaþjónustugeirinn hafi víða verið í lamasessi undanfarið ár vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru og meðfylgjandi ferðatakmarkanna. Óvenjulítið hefur verið um utanlandsferðir landsmanna á þeim tíma en greinilegt að farið er að bera á ferðaþorsta hjá einhverjum hluta landsmanna þó ekki sjái alveg fyrir endann á faraldrinum eða hvenær bólusetningu lýkur. Tæp 13 prósent svarenda töldu útilokað að þeir væru á leið í frí erlendis á þessu ári. Maskína Langflestir ætla til Evrópulanda Af svarendum Maskínu sem sögðu öruggt eða líklegt að þeir fari í frí til útlanda á árinu sögðu langflestir, eða 91 prósent, að líklegast yrði ferðinni heitið til landa innan Evrópu en 10,4 prósent horfðu til Norður-Ameríku. Þá nefndu mun færri aðrar heimsálfur en þátttakendur gátu merkt við fleira en eitt svar í þessari spurningu. Flestir sem töldu líklegt eða öruggt að ferð yrði bókuð á árinu sögðu að farið yrði út í september til desember, eða 66,4 prósent, en 21,3 prósent horfðu helst til júlí eða ágúst. 10,2 prósent töldu líklegast að farið yrði í maí eða júní og einungis 2,1 prósent vildu fara fyrir maímánuð. Svör við spurningunni „Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú farir í frí til útlanda á þessu ári?“ greind eftir bakgrunnsbreytum.Maskína Karlar og langskólagengið fólk líklegra til að bóka ferð Séu niðurstöður greindar eftir bakgrunnsbreytum kemur í ljós að karlar eru líklegri til að hyggja á utanlandsferð á þessu ári en 32,4 prósent þeirra svöruðu því að það væri líklegt eða öruggt að þeir myndu fara í frí erlendis á árinu samanborið við 23,3 prósent kvenna. Þá benda niðurstöður Maskínu til þess að jákvæð fylgni sé á milli lengri skólagöngu og aukins ferðaáhuga. Til að mynda sögðu 32,8 prósent svarenda sem höfðu lokið framhaldsnámi í háskóla að það væri líklegt eða öruggt að utanlandsferð væri í kortunum samanborið við 24,9 prósent þeirra sem höfðu einungis lokið grunnskólaprófi. Ferðaáhugi var misjafn eftir því hvar fólk er staðsett í stjórnmálum.Maskína Stuðningsfólk Viðreisnar spenntast fyrir utanlandsferð Þeir sem eru með hærri tekjur eru líklegri til að fara til útlanda en 40,8 prósent svarenda sem sögðust vera með 1,2 milljónir króna eða meira í heimilstekjur á mánuði sögðu slíkt líklegt eða öruggt. Ef horft er til stuðnings við stjórnmálaflokka þá voru þeir svarendur sem hygðust kjósa Viðreisn líklegastir til að fara í frí erlendis á þessu ári en 40,4 prósent þeirra sögðu það líklegt eða öruggt. Stuðningsfólk Pírata virðist þó ekki vera eins áhugasamt en 69,5% þess sagði ólíklegt eða útilokað að það yfirgefi landið í bráð. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu á netinu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá. Svarendur voru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu, svo þau endurspegli þjóðina. Könnunin fór fram dagana 5. til 12. febrúar 2021 og voru svarendur 1.320 talsins. Ferðalög Skoðanakannanir Viðreisn Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
13,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðu það í meðallagi líklegt að farið verði í frí til útlanda fyrir lok ársins og 28 prósent sögðu það ýmist líklegt, mjög líklegt eða öruggt. Óhætt er að segja að ferðaþjónustugeirinn hafi víða verið í lamasessi undanfarið ár vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru og meðfylgjandi ferðatakmarkanna. Óvenjulítið hefur verið um utanlandsferðir landsmanna á þeim tíma en greinilegt að farið er að bera á ferðaþorsta hjá einhverjum hluta landsmanna þó ekki sjái alveg fyrir endann á faraldrinum eða hvenær bólusetningu lýkur. Tæp 13 prósent svarenda töldu útilokað að þeir væru á leið í frí erlendis á þessu ári. Maskína Langflestir ætla til Evrópulanda Af svarendum Maskínu sem sögðu öruggt eða líklegt að þeir fari í frí til útlanda á árinu sögðu langflestir, eða 91 prósent, að líklegast yrði ferðinni heitið til landa innan Evrópu en 10,4 prósent horfðu til Norður-Ameríku. Þá nefndu mun færri aðrar heimsálfur en þátttakendur gátu merkt við fleira en eitt svar í þessari spurningu. Flestir sem töldu líklegt eða öruggt að ferð yrði bókuð á árinu sögðu að farið yrði út í september til desember, eða 66,4 prósent, en 21,3 prósent horfðu helst til júlí eða ágúst. 10,2 prósent töldu líklegast að farið yrði í maí eða júní og einungis 2,1 prósent vildu fara fyrir maímánuð. Svör við spurningunni „Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú farir í frí til útlanda á þessu ári?“ greind eftir bakgrunnsbreytum.Maskína Karlar og langskólagengið fólk líklegra til að bóka ferð Séu niðurstöður greindar eftir bakgrunnsbreytum kemur í ljós að karlar eru líklegri til að hyggja á utanlandsferð á þessu ári en 32,4 prósent þeirra svöruðu því að það væri líklegt eða öruggt að þeir myndu fara í frí erlendis á árinu samanborið við 23,3 prósent kvenna. Þá benda niðurstöður Maskínu til þess að jákvæð fylgni sé á milli lengri skólagöngu og aukins ferðaáhuga. Til að mynda sögðu 32,8 prósent svarenda sem höfðu lokið framhaldsnámi í háskóla að það væri líklegt eða öruggt að utanlandsferð væri í kortunum samanborið við 24,9 prósent þeirra sem höfðu einungis lokið grunnskólaprófi. Ferðaáhugi var misjafn eftir því hvar fólk er staðsett í stjórnmálum.Maskína Stuðningsfólk Viðreisnar spenntast fyrir utanlandsferð Þeir sem eru með hærri tekjur eru líklegri til að fara til útlanda en 40,8 prósent svarenda sem sögðust vera með 1,2 milljónir króna eða meira í heimilstekjur á mánuði sögðu slíkt líklegt eða öruggt. Ef horft er til stuðnings við stjórnmálaflokka þá voru þeir svarendur sem hygðust kjósa Viðreisn líklegastir til að fara í frí erlendis á þessu ári en 40,4 prósent þeirra sögðu það líklegt eða öruggt. Stuðningsfólk Pírata virðist þó ekki vera eins áhugasamt en 69,5% þess sagði ólíklegt eða útilokað að það yfirgefi landið í bráð. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu á netinu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá. Svarendur voru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu, svo þau endurspegli þjóðina. Könnunin fór fram dagana 5. til 12. febrúar 2021 og voru svarendur 1.320 talsins.
Ferðalög Skoðanakannanir Viðreisn Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira