Segir að ef hann verði ekki kosinn forseti fari Messi frá Barcelona Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. mars 2021 16:00 Joan Laporta vill verða forseti Barcelona á nýjan leik. getty/Albert Llop Joan Laporta segir að ef einhver annar en hann verði kosinn forseti Barcelona fari Lionel Messi frá félaginu í sumar. Forsetakosningarnar hjá Barcelona fara fram á sunnudaginn. Laporta þykir líklegastur til að verða kosinn en auk hans eru Victor Font og Toni Freixa í framboði. Laporta var áður forseti Barcelona á árunum 2003-10. Samningur Messis við Barcelona rennur út í sumar og þá getur hann farið frítt frá félaginu sem hann hefur verið hjá frá aldamótum. Messi vildi fara frá Barcelona síðasta sumar en hann var verulega ósáttur við Josep Maria Bartomeu, þáverandi forseta félagsins. Ekkert varð úr því en líklegt þykir að Messi yfirgefi herbúðir Barcelona eftir þetta tímabil. Argentínski snillingurinn hefur meðal annars verið orðaður við Manchester City og Paris Saint-Germain. Laporta segir að hann einn geti komið í veg fyrir að Messi fari frá Barcelona. „Ég er viss um að ef einhver annar en ég vinnur kosningarnar verður Messi ekki lengur hjá félaginu. Samband okkar er gott og það ríkir gagnkvæm virðing milli okkar,“ sagði Laporta. „Við munum gera honum tilboð í takt við stöðu félagsins. Kannski getum við ekki keppt fjárhagslega um hann en Messi stjórnast ekki af peningum. Hann vill ljúka ferlinum á eins háu getustigi og hægt er.“ Messi steig sín fyrstu skref í aðalliði Barcelona á valdatíma Laportas. Hann réði einnig Pep Guardiola til félagsins. Fjárhagsstaða Barcelona er erfið en skuldir félagsins ku nálgast milljarð evra, þrátt fyrir að allir leikmenn liðsins hafi tekið á sig launalækkun vegna kórónuveirufaraldursins. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Tengdar fréttir Pep tjáði sig um Bartomeu: Saklaus þar til dómstólarnir sanna annað Pep Guardiola, fyrrverandi knattspyrnustjóri Barcelona og núverandi stjóri Manchester City, segist fylgjast með því sem er að gerast hjá Barcelona. 3. mars 2021 13:30 Fyrrum forseti Barcelona handtekinn og húsleit á Nývangi Það gekk mikið á hjá Barcelona í morgun aðeins nokkrum dögum áður en félagið kýs sér nýjan forseta. 1. mars 2021 11:23 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Forsetakosningarnar hjá Barcelona fara fram á sunnudaginn. Laporta þykir líklegastur til að verða kosinn en auk hans eru Victor Font og Toni Freixa í framboði. Laporta var áður forseti Barcelona á árunum 2003-10. Samningur Messis við Barcelona rennur út í sumar og þá getur hann farið frítt frá félaginu sem hann hefur verið hjá frá aldamótum. Messi vildi fara frá Barcelona síðasta sumar en hann var verulega ósáttur við Josep Maria Bartomeu, þáverandi forseta félagsins. Ekkert varð úr því en líklegt þykir að Messi yfirgefi herbúðir Barcelona eftir þetta tímabil. Argentínski snillingurinn hefur meðal annars verið orðaður við Manchester City og Paris Saint-Germain. Laporta segir að hann einn geti komið í veg fyrir að Messi fari frá Barcelona. „Ég er viss um að ef einhver annar en ég vinnur kosningarnar verður Messi ekki lengur hjá félaginu. Samband okkar er gott og það ríkir gagnkvæm virðing milli okkar,“ sagði Laporta. „Við munum gera honum tilboð í takt við stöðu félagsins. Kannski getum við ekki keppt fjárhagslega um hann en Messi stjórnast ekki af peningum. Hann vill ljúka ferlinum á eins háu getustigi og hægt er.“ Messi steig sín fyrstu skref í aðalliði Barcelona á valdatíma Laportas. Hann réði einnig Pep Guardiola til félagsins. Fjárhagsstaða Barcelona er erfið en skuldir félagsins ku nálgast milljarð evra, þrátt fyrir að allir leikmenn liðsins hafi tekið á sig launalækkun vegna kórónuveirufaraldursins. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Pep tjáði sig um Bartomeu: Saklaus þar til dómstólarnir sanna annað Pep Guardiola, fyrrverandi knattspyrnustjóri Barcelona og núverandi stjóri Manchester City, segist fylgjast með því sem er að gerast hjá Barcelona. 3. mars 2021 13:30 Fyrrum forseti Barcelona handtekinn og húsleit á Nývangi Það gekk mikið á hjá Barcelona í morgun aðeins nokkrum dögum áður en félagið kýs sér nýjan forseta. 1. mars 2021 11:23 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Pep tjáði sig um Bartomeu: Saklaus þar til dómstólarnir sanna annað Pep Guardiola, fyrrverandi knattspyrnustjóri Barcelona og núverandi stjóri Manchester City, segist fylgjast með því sem er að gerast hjá Barcelona. 3. mars 2021 13:30
Fyrrum forseti Barcelona handtekinn og húsleit á Nývangi Það gekk mikið á hjá Barcelona í morgun aðeins nokkrum dögum áður en félagið kýs sér nýjan forseta. 1. mars 2021 11:23