Pep segir að City-liðið hafi komist í gegnum helvíti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2021 10:30 Leikmenn Manchester City fagna hér marki Gabriel Jesus á móti Úlfunum í gær. AP/Carl Recine Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er áfram varkár í yfirlýsingum sínum þrátt fyrir að lið hans hafi í gær náð fimmtán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester City vann 4-1 sigur á Wolves í gær og er nú með 65 stig eða fimmtán fleiri en Manchester United í öðru sæti. Þetta var 21. sigur Manchester City í röð í öllum keppnum en liðið er með yfirburðastöðu í deildinni, í góðri stöðu eftir sigur á Gladbach í fyrri leik sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar, komið áfram í átta liða úrslit enska bikarsins og í úrslitaleik enska deildabikarsins. Pep Guardiola hrósaði sínum mönnum fyrir að komast svo vel í gegnum mjög erfiðan hluta tímabilsins með allt leikjaálagið yfir háveturinn. "The record we will talk about in the future. In Winter time - November, December, January in England, it is hell! It s more than remarkable." #MCFC https://t.co/dKdvGbSdEe— Football365 (@F365) March 2, 2021 „Það er vetur í Englandi og hann er algjört helvíti. Við gerðum eitthvað ótrúlegt. Þetta er meira en magnað,“ sagði Pep Guardiola við breska ríkisútvarpið. „Leikmennirnir eiga skilið hrós frá mér en Liverpool er enn með krúnuna. Við þurfum að ná í öll þessi stig til að vinna ensku úrvalsdeildina,“ sagði Guardiola. Sigurganga Manchester City hófst með 1-0 útisigri á Southampton 19. desember en City liðið hefur ekki tapað leik síðan að liðið tapaði 2-0 á móti Tottenham 21. nóvember. City hefur því unnið alla leiki sína undanfarna 77 daga og hefur enn fremur ekki tapað leik í öllum keppnum í meira en hundrað daga. Man City 4-1 Wolves: Pep Guardiola says side 'came through hell' https://t.co/LbPoBCxh4w— BBC News (UK) (@BBCNews) March 2, 2021 Næsti leikur City er á móti Manchester United um næstu helgi og þar gæti liðið endanlega gengið frá titilbaráttunnu. „Við fáum einn eða tvo daga til að hvíla okkur og átta okkur um leið hversu sterkir þeir eru. Þetta verður ótrúlegt tækifæri til að taka risaskref og við ætlum að reyna að ná því,“ sagði Guardiola. Manchester City hefur skorað 55 mörk í þessum 21 sigurleik í röð og aðeins fengið á sig átta mörk. Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Manchester City vann 4-1 sigur á Wolves í gær og er nú með 65 stig eða fimmtán fleiri en Manchester United í öðru sæti. Þetta var 21. sigur Manchester City í röð í öllum keppnum en liðið er með yfirburðastöðu í deildinni, í góðri stöðu eftir sigur á Gladbach í fyrri leik sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar, komið áfram í átta liða úrslit enska bikarsins og í úrslitaleik enska deildabikarsins. Pep Guardiola hrósaði sínum mönnum fyrir að komast svo vel í gegnum mjög erfiðan hluta tímabilsins með allt leikjaálagið yfir háveturinn. "The record we will talk about in the future. In Winter time - November, December, January in England, it is hell! It s more than remarkable." #MCFC https://t.co/dKdvGbSdEe— Football365 (@F365) March 2, 2021 „Það er vetur í Englandi og hann er algjört helvíti. Við gerðum eitthvað ótrúlegt. Þetta er meira en magnað,“ sagði Pep Guardiola við breska ríkisútvarpið. „Leikmennirnir eiga skilið hrós frá mér en Liverpool er enn með krúnuna. Við þurfum að ná í öll þessi stig til að vinna ensku úrvalsdeildina,“ sagði Guardiola. Sigurganga Manchester City hófst með 1-0 útisigri á Southampton 19. desember en City liðið hefur ekki tapað leik síðan að liðið tapaði 2-0 á móti Tottenham 21. nóvember. City hefur því unnið alla leiki sína undanfarna 77 daga og hefur enn fremur ekki tapað leik í öllum keppnum í meira en hundrað daga. Man City 4-1 Wolves: Pep Guardiola says side 'came through hell' https://t.co/LbPoBCxh4w— BBC News (UK) (@BBCNews) March 2, 2021 Næsti leikur City er á móti Manchester United um næstu helgi og þar gæti liðið endanlega gengið frá titilbaráttunnu. „Við fáum einn eða tvo daga til að hvíla okkur og átta okkur um leið hversu sterkir þeir eru. Þetta verður ótrúlegt tækifæri til að taka risaskref og við ætlum að reyna að ná því,“ sagði Guardiola. Manchester City hefur skorað 55 mörk í þessum 21 sigurleik í röð og aðeins fengið á sig átta mörk.
Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira