Karlrembukveðja á vegg þjálfarans blasti við í sjónvarpsviðtali Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2021 09:30 Hér má sjá þennan bol fyrir aftan Vegard Forren sem hneykslaði skiljanlega svo marga. Skjámynd/TV2 Norðmenn eru mjög hneykslaðir á forráðamönnum knattspyrnufélagsins Brann vegna skilaboða sem norska þjóðin fékk í gegnum sjónvarpið með morgunmatnum sínum. Fjarviðtölin geta opinberað ýmislegt sem kemur vanalega ekki fyrir sjónir almennings og þannig var það í sjónvarpsviðtali við Vegard Forren, leikmann Brann í Noregi. Varnarmaðurinn Vegard Forren var í viðtali í þættinum „God Morgen Norge“ eða „Góðan daginn Noregur“ á íslensku. Forren var þarna að tala um reynslu sína af því að vera veðmálafíkill. Það var þó ekki viðtalið sjálft sem vakti mesta athygli í Noregi. Brann hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna áletrunnar á bol sem sást greinilega á bak við Vegard Forren. Brann får flengende kritikk for kvinnenedsettende t-skjorte https://t.co/gfbQIVff7B #2fx— TV 2 Sporten (@2sporten) March 2, 2021 Viðtalið var á Teams og tekið upp á skrifstofu markmannsþjálfarans Dan Riisnes. Á veggnum á skrifstofu var bolur með áletrun sem fór mjög fyrir hjartað á þeim sem tóku eftir honum. Á bolnum stóð: Kvennafótbolti, hvað er það? Það er ekki fótbolti og það eru ekki konur. Að sjálfsögðu eru hörðustu viðbrögðin frá kvennafótboltanum í Noregi. Mette Hammersland, þjálfari Sandviken, er ein af þeim sem var mjög reið. „Þetta er eitt það versta sem ég séð. Þetta er algjörlega vonlaust dæmi. Þarna er tvöföld neikvæðni. Annað að þetta sé ekki fótbolti en líka að þetta séu ekki konur heldur. Af hverju var þetta ekki tekið upp og af hverju fór þetta upp á vegg í fyrsta lagi,“ sagði Mette Hammersland. Norski boltinn Noregur Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Glasner hættir með Cryctal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Sjá meira
Fjarviðtölin geta opinberað ýmislegt sem kemur vanalega ekki fyrir sjónir almennings og þannig var það í sjónvarpsviðtali við Vegard Forren, leikmann Brann í Noregi. Varnarmaðurinn Vegard Forren var í viðtali í þættinum „God Morgen Norge“ eða „Góðan daginn Noregur“ á íslensku. Forren var þarna að tala um reynslu sína af því að vera veðmálafíkill. Það var þó ekki viðtalið sjálft sem vakti mesta athygli í Noregi. Brann hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna áletrunnar á bol sem sást greinilega á bak við Vegard Forren. Brann får flengende kritikk for kvinnenedsettende t-skjorte https://t.co/gfbQIVff7B #2fx— TV 2 Sporten (@2sporten) March 2, 2021 Viðtalið var á Teams og tekið upp á skrifstofu markmannsþjálfarans Dan Riisnes. Á veggnum á skrifstofu var bolur með áletrun sem fór mjög fyrir hjartað á þeim sem tóku eftir honum. Á bolnum stóð: Kvennafótbolti, hvað er það? Það er ekki fótbolti og það eru ekki konur. Að sjálfsögðu eru hörðustu viðbrögðin frá kvennafótboltanum í Noregi. Mette Hammersland, þjálfari Sandviken, er ein af þeim sem var mjög reið. „Þetta er eitt það versta sem ég séð. Þetta er algjörlega vonlaust dæmi. Þarna er tvöföld neikvæðni. Annað að þetta sé ekki fótbolti en líka að þetta séu ekki konur heldur. Af hverju var þetta ekki tekið upp og af hverju fór þetta upp á vegg í fyrsta lagi,“ sagði Mette Hammersland.
Norski boltinn Noregur Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Glasner hættir með Cryctal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Sjá meira