Slaka á aðgerðum þrátt fyrir viðvaranir Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2021 23:56 Viðskiptavinur kemur úr verslun í Dallas. Grímuskylda verður afnumin frá og með 10. mars. AP/LM Otero Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ætla að afnema grímuskyldu og fjöldatakmarkanir þrátt fyrir viðvaranir alríkisstjórnarinnar og lækna um að kórónuveirufaraldurinn gæti farið aftur á flug. Fleiri ríki hyggjast rýmka reglur sínar í ljósi fækkandi smita. Joe Biden, forseti, lofar því að bóluefni verði aðgengilegt öllum landsmönnum fyrr en áætlað var. Tilskipun Gregs Abbott, ríkisstjóra Texas, er umfangsmesta afnám aðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum sem nokkuð ríki Bandaríkjanna hefur ráðist í til þessa. Ekki verður lengur skylda að ganga með grímu á opinberum stöðum og flest fyrirtæki fá að hefja óhefta starfsemi þegar í næstu viku. „Nú er kominn tími til að opna Texas 100%,“ sagði repúblikaninn Abbott. Á sama tíma vara heilbrigðissérfræðingar alríkisstjórnarinnar við því að ný og meira smitandi afbrigði veirunni gætu breiðst hratt út um Bandaríkin. Því ættu yfirvöld í ríkjum ekki að sofa á verðinum. AP-fréttastofan segir að ákvörðun Abbott valdi einnig læknum og borgarstjórum stærri borga í Texas ugg. Þeir búi sig nú undir nýja bylgju faraldursins þar. Fleiri en 42.000 manns hafa þegar látið lífi af völdum veirunnar í Texas, aðeins hafa fleiri látist í New York og Kaliforníu. Tilfellum þar hefur aftur á móti farið fækkandi undanfarið. Innlagnir á sjúkrahús hafa ekki verið færri frá því í október. „Ég hef bara áhyggjur af því að það eigi eftir að skella á flóðbylgja nýrra tilfella. Ég vona sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér en því virðist sagan eiga það til að endurtaka sig,“ segir Joseph Varon, yfirlæknir á United Memorial-sjúkrahúsinu í Houston. Varon segist hafa tjáð yfirvöldum strax eftir tilkynningu Abbott um tilslakanirnar að hann þyrfti á meiri mannskap og fleiri öndunarvélum að halda. Ríkisstjórar annars staðar hafa einnig brugðist við rénun faraldursins með því að slaka á aðgerðum. Í Iowa, Mississippi, Montana og Norður-Dakóta hefur grímuskylda sem var komið á fyrr í faraldrinum þegar verið afnumin. Í Chicago-borg í Illinois ætlar borgarstjórinn Lori Lightfoot að leyfa börum, veitingastöðum og öðrum fyrirtækjum að taka við fleiri viðskiptavinum en áður og hafa opið lengur. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ræðir við fréttamenn í Hvíta húsinu um bóluefni í dag.AP/Evan Vucci Láti ekki deigan síga þrátt fyrir að sjái fyrir endann Biden forseti greindi frá því í dag að hann byggist við því að Bandaríkin hefðu úr nægu bóluefni að spila til þess að bólusetja alla fullorðna landsmenn fyrir lok maí. Fram að þessu hefur stefnan verið sett á lok júlí, að sögn Washington Post. Aukin framleiðsla á bóluefni og þriðja bóluefnið sem leyfi hefur fengist fyrir er ástæðan fyrir bjartsýni forsetans. Varaði Biden við því að ekki mætti láta deigan síga í baráttunni við veiruna þó að bjartari tímar væru framundan. „Nú þegar það er ljós við enda ganganna getum við ekki sofið á verðinum eða gert ráð fyrir því að sigurinn sé í höfn. Við verðum að halda vöku okkar, grípa hratt og ákveðið til aðgerða og huga hvert að öðru. Þannig vinnum við sigur á þessari veiru, komið efnahagslífinu aftur í gang og komast aftur til ástvina okkar,“ sagði forsetinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira
Fleiri ríki hyggjast rýmka reglur sínar í ljósi fækkandi smita. Joe Biden, forseti, lofar því að bóluefni verði aðgengilegt öllum landsmönnum fyrr en áætlað var. Tilskipun Gregs Abbott, ríkisstjóra Texas, er umfangsmesta afnám aðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum sem nokkuð ríki Bandaríkjanna hefur ráðist í til þessa. Ekki verður lengur skylda að ganga með grímu á opinberum stöðum og flest fyrirtæki fá að hefja óhefta starfsemi þegar í næstu viku. „Nú er kominn tími til að opna Texas 100%,“ sagði repúblikaninn Abbott. Á sama tíma vara heilbrigðissérfræðingar alríkisstjórnarinnar við því að ný og meira smitandi afbrigði veirunni gætu breiðst hratt út um Bandaríkin. Því ættu yfirvöld í ríkjum ekki að sofa á verðinum. AP-fréttastofan segir að ákvörðun Abbott valdi einnig læknum og borgarstjórum stærri borga í Texas ugg. Þeir búi sig nú undir nýja bylgju faraldursins þar. Fleiri en 42.000 manns hafa þegar látið lífi af völdum veirunnar í Texas, aðeins hafa fleiri látist í New York og Kaliforníu. Tilfellum þar hefur aftur á móti farið fækkandi undanfarið. Innlagnir á sjúkrahús hafa ekki verið færri frá því í október. „Ég hef bara áhyggjur af því að það eigi eftir að skella á flóðbylgja nýrra tilfella. Ég vona sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér en því virðist sagan eiga það til að endurtaka sig,“ segir Joseph Varon, yfirlæknir á United Memorial-sjúkrahúsinu í Houston. Varon segist hafa tjáð yfirvöldum strax eftir tilkynningu Abbott um tilslakanirnar að hann þyrfti á meiri mannskap og fleiri öndunarvélum að halda. Ríkisstjórar annars staðar hafa einnig brugðist við rénun faraldursins með því að slaka á aðgerðum. Í Iowa, Mississippi, Montana og Norður-Dakóta hefur grímuskylda sem var komið á fyrr í faraldrinum þegar verið afnumin. Í Chicago-borg í Illinois ætlar borgarstjórinn Lori Lightfoot að leyfa börum, veitingastöðum og öðrum fyrirtækjum að taka við fleiri viðskiptavinum en áður og hafa opið lengur. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ræðir við fréttamenn í Hvíta húsinu um bóluefni í dag.AP/Evan Vucci Láti ekki deigan síga þrátt fyrir að sjái fyrir endann Biden forseti greindi frá því í dag að hann byggist við því að Bandaríkin hefðu úr nægu bóluefni að spila til þess að bólusetja alla fullorðna landsmenn fyrir lok maí. Fram að þessu hefur stefnan verið sett á lok júlí, að sögn Washington Post. Aukin framleiðsla á bóluefni og þriðja bóluefnið sem leyfi hefur fengist fyrir er ástæðan fyrir bjartsýni forsetans. Varaði Biden við því að ekki mætti láta deigan síga í baráttunni við veiruna þó að bjartari tímar væru framundan. „Nú þegar það er ljós við enda ganganna getum við ekki sofið á verðinum eða gert ráð fyrir því að sigurinn sé í höfn. Við verðum að halda vöku okkar, grípa hratt og ákveðið til aðgerða og huga hvert að öðru. Þannig vinnum við sigur á þessari veiru, komið efnahagslífinu aftur í gang og komast aftur til ástvina okkar,“ sagði forsetinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira