Gylfi hefur nú komið með beinum hætti að sjö mörkum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili, skoraði fjögur mörk sjálfur og gefið þrjár stoðsendingar.
Gylfi kom líka að marki í öðrum leiknum í röð en hann skoraði í sigri á Liverpool í leiknum á undan.
All eight of Gylfi Sigurdsson s assists in all competitions this season have come at Goodison Park.
— Squawka Football (@Squawka) March 1, 2021
Home comforts. pic.twitter.com/dPPxqKVwT5
Það boðar mjög gott fyrir Everton þegar Gylfi skorar eða leggur upp mark en liðið hefur unnið alla sjö leikina þar sem Gylfi hefur komið að marki með því að skora eða gefa stoðsendingu.
Everton hefur líka unnið þá þrjá bikarleiki þar sem Gylfi hefur átt þátt í marki og þetta eru því orðnir tíu sigurleikir í röð þar sem Gylfi býr til mark.
Þetta var þriðji 1-0 sigur Everton í vetur þar sem Gylfi skorar sigurmarki (á móti Chelsea og Sheffield United) eða gefur stoðsendinguna (á móti Southampton í gær).
Gylfi Sigurdsson created four chances against Southampton.
— Squawka Football (@Squawka) March 1, 2021
More than everyone else on the pitch combined (3). pic.twitter.com/2f1IjJRSI4
Gylfi kom aðeins að einu marki í fyrstu tíu deildarleikjum sínum á leiktíðinni en hefur heldur betur bætt úr því.
Frá því að Gylfi skoraði sitt fyrsta deildarmark á tímabilinu á móti Chelsea um miðjan desember þá hefur hann átt þátt í tíu mörkum í sautján leikjum í deildinni eða enska bikarnum.
Alls hefur Gylfi komið að fjórtán mörkum í öllum keppnum á tímabilinu, skoraði sex mörk og gefið átta stoðsendingar.
Leikirnir sem Gylfi hefur átt þátt í marki í vetur:
- Mark og stoðsending í 3-0 sigri á Salford (deildabikar)
- Stoðsending í 4-1 sigri á West Ham (deildabikar)
- Stoðsending í 4-2 sigri á Brighton
- Mark í 1-0 sigri á Chelsea
- Stoðsending í 2-1 sigri á Arsenal
- Mark í 1-0 sigri á Sheffield United
- Mark í 2-1 sigri á Leeds
- Mark og þrjár stoðsendingar í 4-3 sigri á Tottenham (bikar)
- Mark í 2-0 sigri á Liverpool
- Stoðsending í 1-0 sigri á Southampton