Mingma segir ásakanirnar flestar úr herbúðum göngumanna sem hugðust klífa K2 nú í vetur en ekki haft erindi sem erfiði. Áður hafði pakistanski fjallagarpurinn Nazir Sabir, sem klifið hefur bæði Everest og K2, sakað nepalska hópinn um að hafa skorið á línur í svokölluðum flöskuhálsi K2, og þannig mögulega stuðlað að því að John Snorri Sigurjónsson og félagar hans lentu í ógöngum við tindinn. Þeirra hefur nú verið saknað í tæpan mánuð á fjallinu og eru allir taldir af.
Nazir Sabir opened pandora box about Nepali Sherpas and local journalists. Normally Expd shares rope usage, n Nepalis used ropes fixed by Ali upto C-2, in return they should have closed their ropes from bottleneck. Who is responsible ?! @EverestToday @EliaSaikaly @nimsdai pic.twitter.com/y5CFOowZvh
— TheNortherner (@TheNortherner12) February 12, 2021
Mingma hefur áður tjáð sig um ásakanirnar en svarar aftur fyrir þær í ítarlegri færslu á samfélagsmiðlum í gær.
„Það er sorglegt og á sama tíma fyndið að sjá viðbrögð sumra göngumanna sem eru nýkomnir heim, án þess að hafa tekist ætlunarverk sitt,“ segir Mingma í færslu sinni. Hann telur gagnrýni göngumannanna byggða á öfundsýki.
„Þeir skella skuldinni á nepalska hópinn og segja að nepalskir sjerpar gætu hafa skorið á línur eftir að þeir komust á tindinn, ekki veitt réttar upplýsingar og haldið áætlun sinni leyndri.“
The SAVAGE MOUNTAIN CONTINUES..... ^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^ It is sad and at the same time funny to see the...
Posted by Mingma G on Sunnudagur, 28. febrúar 2021
Þá segir Mingma að hann og hópur hans séu þakklátir Ali Sadpara, John Snorra og Sajid Sadpara fyrir að hafa lagt línur upp að Búðum 1 í fjallinu. Mingma og félagar hafi svo lagt línur þaðan og upp að tindinum. Göngumenn sem blammeri þá nú með ásökunum hafi sjálfir notast við þessar línur.
„Hvernig getur nokkur maður haldið að Nepalar myndu skera á línur, vitandi að okkar fólk væri á leið upp aftur. […] Við náðum tindinum klukkan nákvæmlega 4:43 síðdegis og snerum svo við, fullkomlega uppgefnir. Mistök hefðu getað kostað okkur lífið. Það kólnaði og kólnaði og við vorum að reyna að komast niður eins hratt og við gátum vegna þess að vindkælingin færðist í aukana. Við slíkar aðstæður, hvernig ætti göngumaður að geta skorið á línu?“ segir Mingma.