Kosningar gætu fært forseta með einræðistilburði frekari völd Kjartan Kjartansson skrifar 1. mars 2021 13:28 Nayib Bukele forseti tekur mynd með starfsmanni kjörstjórnar í San Salvador í gær. Bukele er 39 ára gamall og yngsti forseti í sögu El Salvador. AP/Salvador Melendez Útlit er fyrir að flokkur Nayibs Bukele, forseta El Salvador, hafi unnið sigur í þingkosningum í Mið-Ameríkulandinu í gær. Gagnrýnendur Bukele saka hann um einræðistilburði og óttast að kosningasigur hans gæti grafið undan brothættu lýðræði í landinu. Bukele var kjörinn forseti með loforðum um að uppræta landlæga spillingu árið 2019. Flokkur hans, Nýja hugmyndir, bauð fram í fyrsta skipti í kosningunum í gær. Fram að þessu hefur forsetinn aðeins getað reitt sig á stuðning bandalagsflokks sem er með ellefu af 84 sætum á þinginu. Hann hefur sakað þingið um að leggja stein í götu aðgerða gegn glæpum og kórónuveirufaraldrinum. Skoðanakannanir bentu til þess að Nýja hugmyndir færu með sigur af hólmi, bæði í þingkosningunum og í sveitarstjórnarkosningum sem fóru fram samhliða þeim. Bukele lýsti yfir sigri þegar í gær þegar um 7% atkvæða höfðu verið talin. Þær tölur bentu til þess að flokkur hans og bandalagsflokkar hefðu unnið tvö af hverjum þremur sætum á þingi. Bukele dugar einfaldur meirihluti á þingi til þess að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd en með auknum meirihluta gæti hann skipað bandamenn sína í lykilembætti og í hæstarétt landsins án þess að þurfa að taka tillit til sjónarmiða stjórnarandstöðunnar. Fulltrúar mannréttindasamtaka óttast hvað Bukele gæti gert með slík völd. Hann hefur þegar verið sakaður um að einræðis- og valdboðstilburði. Fyrir tveimur árum sendi hann þungvopnaða hermenn til að sitja um þinghúsið þegar stjórnarandstaðan, sem var með meirihluta á þingi, neitaði að fjármagna aðgerðir hans í öryggismálum. Þá hefur forsetinn lýst gagnrýnendum sínum sem „svikurum“ og vegið að sjálfstæðum fjölmiðlum í landinu. Þegar hæstiréttur felldi úr gildi sóttvarnaaðgerðir hans brást Bukele við með því að hunsa dóma réttarins. Tveir félagar í Þjóðfrelsunarhreyfingu Farabundo Martí (FMLN), annars af tveimur stóru stjórnmálaflokkum El Salvador, voru myrtir á kosningafundi í janúar. Sakaði Bukele þá FMLN rakalaust um að hafa sett morðin á svið til þess að vinna sér inn samúð kjósenda. Einn þriggja manna sem voru handteknir í tengslum við morðið var öryggisvörður í heilbrigðisráðuneyti Bukele, að sögn Washington Post. Kjósendur bíða í röð við kjörstað í höfuðborginni San Salvador. Yfirkjörstjórn rannsakar nú hvort að Bukele forseti hafi brotið lög sem bannar kosningabaráttu á kjördag með yfirlýsingu sem hann sendi frá sér áður en kjörstaðir opnuðu.AP/Salvador Melendez Enginn hemill á löglaust framkvæmdavald Eduardo Escobar, framkvæmdastjóri félagasamtakanna Borgaraaðgerðir, segir að ef Nýja hugmyndir Bukele vinnur meirihluta verði ekki lengur neinn hemill á framkvæmdavaldið ef það brýtur lög eða gegn stjórnarskránni. „Það myndi herða enn valdboðsstefnu ríkisstjórnarinnar sem Bukele leiðir,“ segir Escobar við AP-fréttastofuna. Í svipaðan streng tekur Rubén Zamora, fyrrverandi stjórnmálamaður af vinstri vængnum og fyrrverandi sendiherra El Salvador í Bandaríkjunum. Uppgangur Bukele minnir hann á aðdraganda þess að herinn tók völdin í landinu með stuðningi Bandaríkjastjórnar. Herinn háði blóðugt borgarastríð gegn vinstrisinnuðum skæruliðum á 9. áratug síðustu aldar. „Fyrir mér er þetta klárlega afturhvarf, ekki til stríðsins, heldur til tímans fyrir stríðið þegar herinn réði lögum og lofum í landinu okkar,“ segir Zamora við Washington Post. Bukele hefur borið af sér sakir um einræðishneigð. Ef hann væri einræðisherra hefði hann nú þegar tekið sér öll völd á hendur. Bukele greiðir atkvæði á sunnudag. Þegar hann var kjörinn forseti lofaði hann að uppræta spillingu og glæpi sem plaga El Salvador. Hann hefur líkt og fleiri popúlískir stjórnmálaleiðtogar stillt sér upp sem andstæðu ríkjandi afla og hefðbundinna flokka.AP/Salvador Melendez Fádæma vinsældir Forsetinn nýtur fádæma vinsælda í El Salvador. Útkoma hans í skoðanakönnun CID Gallup í nóvember var nánast sovésk: 96 prósent svarenda sögðu Bukele standa sig „vel“ eða „mjög vel“ í starfi. Bukele er fyrsti forseti El Salvador utan stóru flokkanna tveggja, FMLN og ARENA, hægriflokksins sem var með meirihluta á þinginu, sem hafa ráðið ríkjum í landinu frá því að tólf ára löngu borgarastríði lauk árið 1992. Stuðningsmenn forsetans þakka honum að morðtíðni, sem er ein sú hæsta á byggðu bóli, fari lækkandi, og mæra árangur aðgerða hans gegn kórónuveirufaraldrinum og gagnrýni á spillta forvera hans í embætti. Escobar frá Borgaraaðgerðum segir vinsældir Bukele og Nýrra hugmynda afleiðingu þess að lífsgæði þjóðarinnar hafi ekki batnað á þrjátíu ára valdatíð stóru flokkanna tveggja. „Ég kom til þess að kjósa breytingar, að losa mig við þá spilltu svo að forsetinn okkar geti skapað nýtt land,“ sagði Estela Jiménez, stuðningskona Bukele, við AP-fréttastofuna á kjördag. El Salvador Tengdar fréttir Fordæma meðferð á föngum í El Salvador Mannréttindasamtök fordæma Nayib Bukele, forseta El Salvador, vegna mynda sem hann birti af hundruðum fanga sem höfðu verið strípaðir niður á nærbuxurnar og látnir sitja þétt upp við hver annan. Bukele sagði meðferðina hluta af refsingu fanganna fyrir morðöldu um helgina. 28. apríl 2020 11:21 Vopnaðir hermenn ruddust inn í þinghúsið í El Salvador Þungvopnaður hópur lögreglu- og hermanna ruddist í nótt inn í þinghúsið í El Salvador og krafðist þess að þingmenn samþykki lán upp á rúmar hundrað milljónir Bandaríkjadala sem fara á í kaup á vopnum og búnaði til þeirra. 10. febrúar 2020 07:34 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Bukele var kjörinn forseti með loforðum um að uppræta landlæga spillingu árið 2019. Flokkur hans, Nýja hugmyndir, bauð fram í fyrsta skipti í kosningunum í gær. Fram að þessu hefur forsetinn aðeins getað reitt sig á stuðning bandalagsflokks sem er með ellefu af 84 sætum á þinginu. Hann hefur sakað þingið um að leggja stein í götu aðgerða gegn glæpum og kórónuveirufaraldrinum. Skoðanakannanir bentu til þess að Nýja hugmyndir færu með sigur af hólmi, bæði í þingkosningunum og í sveitarstjórnarkosningum sem fóru fram samhliða þeim. Bukele lýsti yfir sigri þegar í gær þegar um 7% atkvæða höfðu verið talin. Þær tölur bentu til þess að flokkur hans og bandalagsflokkar hefðu unnið tvö af hverjum þremur sætum á þingi. Bukele dugar einfaldur meirihluti á þingi til þess að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd en með auknum meirihluta gæti hann skipað bandamenn sína í lykilembætti og í hæstarétt landsins án þess að þurfa að taka tillit til sjónarmiða stjórnarandstöðunnar. Fulltrúar mannréttindasamtaka óttast hvað Bukele gæti gert með slík völd. Hann hefur þegar verið sakaður um að einræðis- og valdboðstilburði. Fyrir tveimur árum sendi hann þungvopnaða hermenn til að sitja um þinghúsið þegar stjórnarandstaðan, sem var með meirihluta á þingi, neitaði að fjármagna aðgerðir hans í öryggismálum. Þá hefur forsetinn lýst gagnrýnendum sínum sem „svikurum“ og vegið að sjálfstæðum fjölmiðlum í landinu. Þegar hæstiréttur felldi úr gildi sóttvarnaaðgerðir hans brást Bukele við með því að hunsa dóma réttarins. Tveir félagar í Þjóðfrelsunarhreyfingu Farabundo Martí (FMLN), annars af tveimur stóru stjórnmálaflokkum El Salvador, voru myrtir á kosningafundi í janúar. Sakaði Bukele þá FMLN rakalaust um að hafa sett morðin á svið til þess að vinna sér inn samúð kjósenda. Einn þriggja manna sem voru handteknir í tengslum við morðið var öryggisvörður í heilbrigðisráðuneyti Bukele, að sögn Washington Post. Kjósendur bíða í röð við kjörstað í höfuðborginni San Salvador. Yfirkjörstjórn rannsakar nú hvort að Bukele forseti hafi brotið lög sem bannar kosningabaráttu á kjördag með yfirlýsingu sem hann sendi frá sér áður en kjörstaðir opnuðu.AP/Salvador Melendez Enginn hemill á löglaust framkvæmdavald Eduardo Escobar, framkvæmdastjóri félagasamtakanna Borgaraaðgerðir, segir að ef Nýja hugmyndir Bukele vinnur meirihluta verði ekki lengur neinn hemill á framkvæmdavaldið ef það brýtur lög eða gegn stjórnarskránni. „Það myndi herða enn valdboðsstefnu ríkisstjórnarinnar sem Bukele leiðir,“ segir Escobar við AP-fréttastofuna. Í svipaðan streng tekur Rubén Zamora, fyrrverandi stjórnmálamaður af vinstri vængnum og fyrrverandi sendiherra El Salvador í Bandaríkjunum. Uppgangur Bukele minnir hann á aðdraganda þess að herinn tók völdin í landinu með stuðningi Bandaríkjastjórnar. Herinn háði blóðugt borgarastríð gegn vinstrisinnuðum skæruliðum á 9. áratug síðustu aldar. „Fyrir mér er þetta klárlega afturhvarf, ekki til stríðsins, heldur til tímans fyrir stríðið þegar herinn réði lögum og lofum í landinu okkar,“ segir Zamora við Washington Post. Bukele hefur borið af sér sakir um einræðishneigð. Ef hann væri einræðisherra hefði hann nú þegar tekið sér öll völd á hendur. Bukele greiðir atkvæði á sunnudag. Þegar hann var kjörinn forseti lofaði hann að uppræta spillingu og glæpi sem plaga El Salvador. Hann hefur líkt og fleiri popúlískir stjórnmálaleiðtogar stillt sér upp sem andstæðu ríkjandi afla og hefðbundinna flokka.AP/Salvador Melendez Fádæma vinsældir Forsetinn nýtur fádæma vinsælda í El Salvador. Útkoma hans í skoðanakönnun CID Gallup í nóvember var nánast sovésk: 96 prósent svarenda sögðu Bukele standa sig „vel“ eða „mjög vel“ í starfi. Bukele er fyrsti forseti El Salvador utan stóru flokkanna tveggja, FMLN og ARENA, hægriflokksins sem var með meirihluta á þinginu, sem hafa ráðið ríkjum í landinu frá því að tólf ára löngu borgarastríði lauk árið 1992. Stuðningsmenn forsetans þakka honum að morðtíðni, sem er ein sú hæsta á byggðu bóli, fari lækkandi, og mæra árangur aðgerða hans gegn kórónuveirufaraldrinum og gagnrýni á spillta forvera hans í embætti. Escobar frá Borgaraaðgerðum segir vinsældir Bukele og Nýrra hugmynda afleiðingu þess að lífsgæði þjóðarinnar hafi ekki batnað á þrjátíu ára valdatíð stóru flokkanna tveggja. „Ég kom til þess að kjósa breytingar, að losa mig við þá spilltu svo að forsetinn okkar geti skapað nýtt land,“ sagði Estela Jiménez, stuðningskona Bukele, við AP-fréttastofuna á kjördag.
El Salvador Tengdar fréttir Fordæma meðferð á föngum í El Salvador Mannréttindasamtök fordæma Nayib Bukele, forseta El Salvador, vegna mynda sem hann birti af hundruðum fanga sem höfðu verið strípaðir niður á nærbuxurnar og látnir sitja þétt upp við hver annan. Bukele sagði meðferðina hluta af refsingu fanganna fyrir morðöldu um helgina. 28. apríl 2020 11:21 Vopnaðir hermenn ruddust inn í þinghúsið í El Salvador Þungvopnaður hópur lögreglu- og hermanna ruddist í nótt inn í þinghúsið í El Salvador og krafðist þess að þingmenn samþykki lán upp á rúmar hundrað milljónir Bandaríkjadala sem fara á í kaup á vopnum og búnaði til þeirra. 10. febrúar 2020 07:34 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Fordæma meðferð á föngum í El Salvador Mannréttindasamtök fordæma Nayib Bukele, forseta El Salvador, vegna mynda sem hann birti af hundruðum fanga sem höfðu verið strípaðir niður á nærbuxurnar og látnir sitja þétt upp við hver annan. Bukele sagði meðferðina hluta af refsingu fanganna fyrir morðöldu um helgina. 28. apríl 2020 11:21
Vopnaðir hermenn ruddust inn í þinghúsið í El Salvador Þungvopnaður hópur lögreglu- og hermanna ruddist í nótt inn í þinghúsið í El Salvador og krafðist þess að þingmenn samþykki lán upp á rúmar hundrað milljónir Bandaríkjadala sem fara á í kaup á vopnum og búnaði til þeirra. 10. febrúar 2020 07:34