Segir allt vera galopið í baráttunni um Meistaradeildarsæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2021 13:30 Youri Tielemans og félagar í Leicester er í góðum málum í þriðja sætinu eins og er en hópurinn er þunnur og má ekki mikið við meiðslum. Getty/Michael Regan Englandsmeistarar Liverpool löguðu aðeins stöðu sína í ensku úrvalsdeildinni með sigri í gærkvöldi en þeir eru enn talsvert frá einu af „góðu sætunum“ í deildinni. Danny Murphy, sérfræðingur í Match of the day þættinum í breska ríkisútvarpinu, sér fyrir sér mikla spennu í baráttunni um farseðlana í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Murphy yfir stöðuna á toppi deildarinnar eftir leiki helgarinnar þar sem Manchester City jók forystu sína þar sem bæði Manchester United, Leicster City og West Ham töpuðu öll stigum. „Það er eins og titilbaráttan hafi klárast fyrir nokkrum vikum enda vinnur City alla leiki sína á meðan hin liðin eru að tapa stigum. City þurfti ekki einu sinni að spila vel til að vinna West Ham á laugardaginn. Nú eru þeir með tólf stiga forystu þegar bara tólf leikir eru eftir. Baráttan er því aðeins um hvaða þrjú lið fylgja City í Meistaradeildina,“ skrifaði Danny Murphy. "It would be a brilliant achievement if they were to stay inside that top four."@alanshearer and Danny Murphy discuss Leicester's injury problems... Watch #MOTD2 on @BBCOne and @BBCiPlayer: https://t.co/nWwetNiMnq pic.twitter.com/sudLYF5fyD— Match of the Day (@BBCMOTD) February 28, 2021 „Endspretturinn í deildinni verður mjög áhugaverður og allt er galopið þar,“ skrifaði Murphy. „Manchester United fékk á sig gagnrýni fyrir að sýna ekki nógu mikið hugrekki í leiknum á móti Chelsea en þökk sé stiginu á Brúnni þá er liðið hans Ole Gunnars Solskjær með sex stiga forskot á liðið í fimmta sæti. Þeir eru langlíklegastir til að taka annað sætið,“ skrifaði Murphy. „Ég held líka að Chelsea nái einu af fjórum efstu sætunum af því að þeir hafa mikla breidd og það er mjög erfitt að vinna þá síðan að Thomas Tuchel tók við. Þeir tapa bara ekki leikjum,“ skrifaði Murphy. „Fyrir utan þetta er erfitt að sjá fyrir sér hvernig þetta þróast. Leicester, Liverpool, West Ham og Everton telja sig öll eiga möguleika og þá eru Arsenal og Tottenham að nálgast þau eftir góð úrslit um helgina,“ skrifaði Murphy. „Á síðasta tímabili réðst það ekki fyrr en á lokadeginum hvaða lið enduðu í þriðja og fjórða sæti þar sem Manchester United og Chelsea höfðu betur í baráttunni við Leicester. Það lítur út fyrir að þetta verði alveg eins jafnt í ár,“ skrifaði Murphy. Það má lesa allan pistil Danny Murphy með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Danny Murphy, sérfræðingur í Match of the day þættinum í breska ríkisútvarpinu, sér fyrir sér mikla spennu í baráttunni um farseðlana í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Murphy yfir stöðuna á toppi deildarinnar eftir leiki helgarinnar þar sem Manchester City jók forystu sína þar sem bæði Manchester United, Leicster City og West Ham töpuðu öll stigum. „Það er eins og titilbaráttan hafi klárast fyrir nokkrum vikum enda vinnur City alla leiki sína á meðan hin liðin eru að tapa stigum. City þurfti ekki einu sinni að spila vel til að vinna West Ham á laugardaginn. Nú eru þeir með tólf stiga forystu þegar bara tólf leikir eru eftir. Baráttan er því aðeins um hvaða þrjú lið fylgja City í Meistaradeildina,“ skrifaði Danny Murphy. "It would be a brilliant achievement if they were to stay inside that top four."@alanshearer and Danny Murphy discuss Leicester's injury problems... Watch #MOTD2 on @BBCOne and @BBCiPlayer: https://t.co/nWwetNiMnq pic.twitter.com/sudLYF5fyD— Match of the Day (@BBCMOTD) February 28, 2021 „Endspretturinn í deildinni verður mjög áhugaverður og allt er galopið þar,“ skrifaði Murphy. „Manchester United fékk á sig gagnrýni fyrir að sýna ekki nógu mikið hugrekki í leiknum á móti Chelsea en þökk sé stiginu á Brúnni þá er liðið hans Ole Gunnars Solskjær með sex stiga forskot á liðið í fimmta sæti. Þeir eru langlíklegastir til að taka annað sætið,“ skrifaði Murphy. „Ég held líka að Chelsea nái einu af fjórum efstu sætunum af því að þeir hafa mikla breidd og það er mjög erfitt að vinna þá síðan að Thomas Tuchel tók við. Þeir tapa bara ekki leikjum,“ skrifaði Murphy. „Fyrir utan þetta er erfitt að sjá fyrir sér hvernig þetta þróast. Leicester, Liverpool, West Ham og Everton telja sig öll eiga möguleika og þá eru Arsenal og Tottenham að nálgast þau eftir góð úrslit um helgina,“ skrifaði Murphy. „Á síðasta tímabili réðst það ekki fyrr en á lokadeginum hvaða lið enduðu í þriðja og fjórða sæti þar sem Manchester United og Chelsea höfðu betur í baráttunni við Leicester. Það lítur út fyrir að þetta verði alveg eins jafnt í ár,“ skrifaði Murphy. Það má lesa allan pistil Danny Murphy með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira