Ísland á smáþjóðaleikunum í jarðskjálftamálum Jakob Bjarnar skrifar 26. febrúar 2021 10:16 Kristinn Hrafnsson fitjar upp á því óþjóðholla viðhorfi, sem er reyndar staðreynd, að í jarðskjálftamálum er Ísland ekki, og sem betur fer, ofarlega á blaði. Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks gefur ekki mikið fyrir íslenska jarðskjálfta. Kristinn hefur viðað að sér upplýsingum um hvernig Ísland stendur í alþjóðlegum samanburði þegar jarðskjálftar eru annars vegar. „Í jarðskjálftamálum þyrftum við að keppa á smáþjóðaleikunum til þess að komast á pall,“ segir hann í pistil á Facebook. Kristinn byggir sínar upplýsingar meðal annars á skrifum Páls Einarssonar sem finna má á Vísindavefnum. Segir að jarðskjálftinn í vikunni, sem lagði undir sig umræðuna og vilja ýmsir meina að ekki sé við það búandi að flóttaleiðir úr borginni séu ekki greiðar, hafi verið frekar hófsamur á heimsmælikvarða og í raun fremur algengur. „Samkvæmt jarðvísindariti verða 1319 skjálftar í heiminum á kvarðanum 5-5,9 eða 3-4 á hverjum degi.“ Jarðskjálftinn í vikunni var frekar hófsamur á heimsmælikvarðanum og frekar algengur. Samkvæmt jarðvísindariti verða...Posted by Kristinn Hrafnsson on Föstudagur, 26. febrúar 2021 Eins og sjá má á mynd í hinum ísaumaða pistli Kristins af Facebook hér ofar er Ísland útnári þegar öflugir skjálftar eru annars vegar. Öflugustu jarðskjálftar á Íslandi eru yfirleitt ríflega 6 eins og skjálftarnir tveir 17. og 21. júní árið 2000. Þeir voru báðir 6,5. „Tíðni skjálfta í heiminum á bilinu 6-6,9 er einnig talsverð eða ríflega tveir á viku (134 á ári),“ segir Kristinn og hann heldur miskunnarlaus áfram, þá í þeim skilningi að Íslendingar eru stoltir af sínum skjálftum: „Frá því menn byrjuðu að mæla hafa stærstu skjálftar á landinu verið þrír, undan norðurströndinni 1910, á Rangárvöllum 1912 og við mynni Skagafjarðar 1963. Allir mældust 7 á Richter. Talið er að öflugasti jarðskjálfti frá landnámi hafi verið 7,1 en það er ágiskun. Sá reið yfir 1784 og átti upptök í Holtum. Jarðskjálftar af styrknum 7-7,9 eru heldur ekki svo sjaldgæfir á Jörðinni. Svona einn í mánuði eða 10-20 á ári.“ Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Vísindi Samfélagsmiðlar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Kristinn hefur viðað að sér upplýsingum um hvernig Ísland stendur í alþjóðlegum samanburði þegar jarðskjálftar eru annars vegar. „Í jarðskjálftamálum þyrftum við að keppa á smáþjóðaleikunum til þess að komast á pall,“ segir hann í pistil á Facebook. Kristinn byggir sínar upplýsingar meðal annars á skrifum Páls Einarssonar sem finna má á Vísindavefnum. Segir að jarðskjálftinn í vikunni, sem lagði undir sig umræðuna og vilja ýmsir meina að ekki sé við það búandi að flóttaleiðir úr borginni séu ekki greiðar, hafi verið frekar hófsamur á heimsmælikvarða og í raun fremur algengur. „Samkvæmt jarðvísindariti verða 1319 skjálftar í heiminum á kvarðanum 5-5,9 eða 3-4 á hverjum degi.“ Jarðskjálftinn í vikunni var frekar hófsamur á heimsmælikvarðanum og frekar algengur. Samkvæmt jarðvísindariti verða...Posted by Kristinn Hrafnsson on Föstudagur, 26. febrúar 2021 Eins og sjá má á mynd í hinum ísaumaða pistli Kristins af Facebook hér ofar er Ísland útnári þegar öflugir skjálftar eru annars vegar. Öflugustu jarðskjálftar á Íslandi eru yfirleitt ríflega 6 eins og skjálftarnir tveir 17. og 21. júní árið 2000. Þeir voru báðir 6,5. „Tíðni skjálfta í heiminum á bilinu 6-6,9 er einnig talsverð eða ríflega tveir á viku (134 á ári),“ segir Kristinn og hann heldur miskunnarlaus áfram, þá í þeim skilningi að Íslendingar eru stoltir af sínum skjálftum: „Frá því menn byrjuðu að mæla hafa stærstu skjálftar á landinu verið þrír, undan norðurströndinni 1910, á Rangárvöllum 1912 og við mynni Skagafjarðar 1963. Allir mældust 7 á Richter. Talið er að öflugasti jarðskjálfti frá landnámi hafi verið 7,1 en það er ágiskun. Sá reið yfir 1784 og átti upptök í Holtum. Jarðskjálftar af styrknum 7-7,9 eru heldur ekki svo sjaldgæfir á Jörðinni. Svona einn í mánuði eða 10-20 á ári.“
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Vísindi Samfélagsmiðlar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira