Skeljungur segir upp fólki í skipulagsbreytingum Eiður Þór Árnason skrifar 26. febrúar 2021 10:00 Skeljungur rekur meðal annars bensínstöðvar undir merkjum Orkunnar. vísir/kolbeinn Tumi Fækkað verður um tuttugu stöðugildi hjá Skeljungi samhliða skipulagsbreytingum sem taka gildi þann 1. mars. Áætlaður kostnaður við breytingarnar er um 100 milljónir króna. „Markmið skipulagsbreytinganna er að einfalda starfsemina, stytta boðleiðir og hagræða í rekstri. Auk þess er verið að bregðast við því rekstrarumhverfi sem félagið býr við,“ segir í tilkynningu frá félaginu sem var send út í morgun. Þar segir að helstu breytingar séu þær að verkefni muni færast á milli sviða sem leiði til þess að stöðugildum hjá félaginu fækki. Taka breytingarnar til allra sviða félagsins en engin breyting er gerð á aðilum í framkvæmdastjórn. Nýtt skipurit er samkvæmt tillögu Árna Péturs Jónssonar, forstjóra Skeljungs, og var samþykkt af stjórn félagsins í dag. Ólafur Þór Jóhannesson verður staðgengill forstjóra Fram kemur í tilkynningu að eftirfarandi meginbreytingar verði gerðar samkvæmt hinu nýja skipuriti: „Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, mun taka við dreifingu eldsneytis, sem áður tilheyrði rekstrarsviði, ásamt því að sinna áfram sölu til fyrirtækja í sjávarútvegi, flugi og landi, ásamt vörusölu og þjónustuveri. Már Erlingsson verður framkvæmdastjóri innkaupa og birgðahalds í stað framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. Karen Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs, mun taka við verkefnum framkvæmdadeildar, ásamt því að sinna áfram þjónustustöðvum Orkunnar, Kvikk, 10-11 og Extra. Gróa Björg Baldvinsdóttir, sem áður leiddi lögfræðisvið ásamt því að sitja í framkvæmdastjórn, mun verða framkvæmdastjóri stjórnarhátta og gæðamála. Mannauður og menning, gæða- öryggis- og umhverfismál sem áður tilheyrðu fjármálasviði færast til Gróu, sem og stjórnarhættir og stefna. Ólafur Þór Jóhannesson mun áfram leiða fjármálasvið en undir því sviði tilheyra móttaka, reikningshald og upplýsingatækni. Auk þess mun Ólafur Þór gegna stöðu staðgengils forstjóra en áður gegndi Már Erlingsson þeirri stöðu.“ Fjárfestingafélagið Strengur eignaðist meirihluta í Skeljungi í byrjun janúar og hafa forsvarsmenn félagsins boðað miklar breytingar á rekstri félagsins. Hafa þeir til að mynda talað fyrir því að selja ýmsar eignir Skeljungs á borð við lóðir, fasteignir og rekstrareiningar. Þá hefur félagið lýst því yfir að það vilji afskrá Skeljung af markaði. Jón Ásgeir Jóhannesson er bæði stjórnarformaður Strengs og Skeljungs. Fréttin hefur verið uppfærð. Bensín og olía Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir höfnuðu yfirtökutilboði í Skeljung Lífeyrissjóðirnir Frjálsi, Birta, Festa, Stapi og Lífsverk og Gildi hafa hafnað yfirtökutilboði fjárfestahópsins Strengs ehf. á Skeljungi. Lífeyrissjóðirnir eru stærstu eigendur félagsins og fara alls með um 37% hlut. 5. janúar 2021 14:20 Forstjórinn seldi allan hlut sinn í Skeljungi Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, seldi í morgun hlutabréf í Skeljungi fyrir 20 milljónir króna. Hann átti 2,25 milljónir hluta og seldi á genginu 8,78 í gegnum félag sitt Hái klettur. 7. desember 2020 13:40 Skeljungur kaupir fjórðung í Brauð&Co og Gló Forsvarsmenn orkufyrirtækisins Skeljungs hafa undirritað samning um kaup á 25 prósent hlut í Brauð&Co ehf. og Gló ehf. 12. ágúst 2020 16:41 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
„Markmið skipulagsbreytinganna er að einfalda starfsemina, stytta boðleiðir og hagræða í rekstri. Auk þess er verið að bregðast við því rekstrarumhverfi sem félagið býr við,“ segir í tilkynningu frá félaginu sem var send út í morgun. Þar segir að helstu breytingar séu þær að verkefni muni færast á milli sviða sem leiði til þess að stöðugildum hjá félaginu fækki. Taka breytingarnar til allra sviða félagsins en engin breyting er gerð á aðilum í framkvæmdastjórn. Nýtt skipurit er samkvæmt tillögu Árna Péturs Jónssonar, forstjóra Skeljungs, og var samþykkt af stjórn félagsins í dag. Ólafur Þór Jóhannesson verður staðgengill forstjóra Fram kemur í tilkynningu að eftirfarandi meginbreytingar verði gerðar samkvæmt hinu nýja skipuriti: „Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, mun taka við dreifingu eldsneytis, sem áður tilheyrði rekstrarsviði, ásamt því að sinna áfram sölu til fyrirtækja í sjávarútvegi, flugi og landi, ásamt vörusölu og þjónustuveri. Már Erlingsson verður framkvæmdastjóri innkaupa og birgðahalds í stað framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. Karen Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs, mun taka við verkefnum framkvæmdadeildar, ásamt því að sinna áfram þjónustustöðvum Orkunnar, Kvikk, 10-11 og Extra. Gróa Björg Baldvinsdóttir, sem áður leiddi lögfræðisvið ásamt því að sitja í framkvæmdastjórn, mun verða framkvæmdastjóri stjórnarhátta og gæðamála. Mannauður og menning, gæða- öryggis- og umhverfismál sem áður tilheyrðu fjármálasviði færast til Gróu, sem og stjórnarhættir og stefna. Ólafur Þór Jóhannesson mun áfram leiða fjármálasvið en undir því sviði tilheyra móttaka, reikningshald og upplýsingatækni. Auk þess mun Ólafur Þór gegna stöðu staðgengils forstjóra en áður gegndi Már Erlingsson þeirri stöðu.“ Fjárfestingafélagið Strengur eignaðist meirihluta í Skeljungi í byrjun janúar og hafa forsvarsmenn félagsins boðað miklar breytingar á rekstri félagsins. Hafa þeir til að mynda talað fyrir því að selja ýmsar eignir Skeljungs á borð við lóðir, fasteignir og rekstrareiningar. Þá hefur félagið lýst því yfir að það vilji afskrá Skeljung af markaði. Jón Ásgeir Jóhannesson er bæði stjórnarformaður Strengs og Skeljungs. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bensín og olía Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir höfnuðu yfirtökutilboði í Skeljung Lífeyrissjóðirnir Frjálsi, Birta, Festa, Stapi og Lífsverk og Gildi hafa hafnað yfirtökutilboði fjárfestahópsins Strengs ehf. á Skeljungi. Lífeyrissjóðirnir eru stærstu eigendur félagsins og fara alls með um 37% hlut. 5. janúar 2021 14:20 Forstjórinn seldi allan hlut sinn í Skeljungi Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, seldi í morgun hlutabréf í Skeljungi fyrir 20 milljónir króna. Hann átti 2,25 milljónir hluta og seldi á genginu 8,78 í gegnum félag sitt Hái klettur. 7. desember 2020 13:40 Skeljungur kaupir fjórðung í Brauð&Co og Gló Forsvarsmenn orkufyrirtækisins Skeljungs hafa undirritað samning um kaup á 25 prósent hlut í Brauð&Co ehf. og Gló ehf. 12. ágúst 2020 16:41 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Lífeyrissjóðir höfnuðu yfirtökutilboði í Skeljung Lífeyrissjóðirnir Frjálsi, Birta, Festa, Stapi og Lífsverk og Gildi hafa hafnað yfirtökutilboði fjárfestahópsins Strengs ehf. á Skeljungi. Lífeyrissjóðirnir eru stærstu eigendur félagsins og fara alls með um 37% hlut. 5. janúar 2021 14:20
Forstjórinn seldi allan hlut sinn í Skeljungi Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, seldi í morgun hlutabréf í Skeljungi fyrir 20 milljónir króna. Hann átti 2,25 milljónir hluta og seldi á genginu 8,78 í gegnum félag sitt Hái klettur. 7. desember 2020 13:40
Skeljungur kaupir fjórðung í Brauð&Co og Gló Forsvarsmenn orkufyrirtækisins Skeljungs hafa undirritað samning um kaup á 25 prósent hlut í Brauð&Co ehf. og Gló ehf. 12. ágúst 2020 16:41