Nýi methafinn hjá Manchester United vill að nafnið hans sé borið rétt fram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2021 11:31 Shola Shoretire kom inn á hjá Manchester United í gær á móti Real Sociedad og setti nýtt met. AP/Dave Thompson Shola Shoretire setti nýtt félagsmet hjá Manchester United í gærkvöldi þegar enska úrvalsdeildarliðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Manchester United lagði grunninn að sæti í næstu umferð með 4-0 útisigri á Real Sociedad í fyrri leiknum og Ole Gunnar Solskjær gat því leyft sér að henda stráknum inn á völlinn. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli og United er í pottinum þegar dregið verður í dag. Shola Shoretire sló í gærkvöldi met sam var búið að vera í eigu Norman Whiteside í rúmlega 38 ár eða síðan 15. september 1982. Norman Whiteside var 17 ára og 131 dags gamall þegar hann spilaði með Manchester United á móti spænska liðinu Valencia á Old Trafford í fyrstu umferð UEFA-bikarsins. Shoretire var 108 dögum yngri í gær eða 17 ára og 23 daga gamall. Mason Greenwood og Gary Neville höfðu báðir verið nálægt því að bæta metið á þessum tíma en þeir spiluðu báðir Evrópuleik fyrir átján ára afmælið sitt. Youngest players for @ManUtd in European games17y 23d Shola Shoretire17y 131d Norman Whiteside17y 156d Mason Greenwood17y 211d Gary Neville pic.twitter.com/WQXf3ubT64— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) February 25, 2021 Shola Shoretire þykir mjög efnilegur knattspyrnumaður og menn eru greinilega mjög spenntir fyrir honum á Old Trafford víst að hann er farinn að koma inn á í leikjum með aðalliðinu. Shoretire fékk eina mínútu í síðasta deildarleik á móti Newcastle og svo fjórtán mínútur í gærkvöldi þegar hann kom inn á völlinn fyrir Mason Greenwood. Greenwood var 133 dögum eldri þegar hann spilaði sinn fyrsta Evrópuleik fyrir félagið á sínum tíma. Shoretire er farinn að skapa sér nafn en það er eins og sumir knattspyrnusérfræðingar séu ekki alveg með nafnið hans á hreinu. Knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær ræddi nefnilega framburðinn á nafni Shoretire á blaðamannafundi eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar má líka heyra hvernig á að bera fram nafn Shoretire. PSA: Ole Gunnar Solskjaer tells everyone how to pronounce 'Shoretire' correctly pic.twitter.com/QCWgEaOZj4— Mirror Football (@MirrorFootball) February 26, 2021 Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira
Manchester United lagði grunninn að sæti í næstu umferð með 4-0 útisigri á Real Sociedad í fyrri leiknum og Ole Gunnar Solskjær gat því leyft sér að henda stráknum inn á völlinn. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli og United er í pottinum þegar dregið verður í dag. Shola Shoretire sló í gærkvöldi met sam var búið að vera í eigu Norman Whiteside í rúmlega 38 ár eða síðan 15. september 1982. Norman Whiteside var 17 ára og 131 dags gamall þegar hann spilaði með Manchester United á móti spænska liðinu Valencia á Old Trafford í fyrstu umferð UEFA-bikarsins. Shoretire var 108 dögum yngri í gær eða 17 ára og 23 daga gamall. Mason Greenwood og Gary Neville höfðu báðir verið nálægt því að bæta metið á þessum tíma en þeir spiluðu báðir Evrópuleik fyrir átján ára afmælið sitt. Youngest players for @ManUtd in European games17y 23d Shola Shoretire17y 131d Norman Whiteside17y 156d Mason Greenwood17y 211d Gary Neville pic.twitter.com/WQXf3ubT64— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) February 25, 2021 Shola Shoretire þykir mjög efnilegur knattspyrnumaður og menn eru greinilega mjög spenntir fyrir honum á Old Trafford víst að hann er farinn að koma inn á í leikjum með aðalliðinu. Shoretire fékk eina mínútu í síðasta deildarleik á móti Newcastle og svo fjórtán mínútur í gærkvöldi þegar hann kom inn á völlinn fyrir Mason Greenwood. Greenwood var 133 dögum eldri þegar hann spilaði sinn fyrsta Evrópuleik fyrir félagið á sínum tíma. Shoretire er farinn að skapa sér nafn en það er eins og sumir knattspyrnusérfræðingar séu ekki alveg með nafnið hans á hreinu. Knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær ræddi nefnilega framburðinn á nafni Shoretire á blaðamannafundi eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar má líka heyra hvernig á að bera fram nafn Shoretire. PSA: Ole Gunnar Solskjaer tells everyone how to pronounce 'Shoretire' correctly pic.twitter.com/QCWgEaOZj4— Mirror Football (@MirrorFootball) February 26, 2021
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira