Dómarar ensku úrvalsdeildarinnar tapa peningum þegar þeir gera mistök Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2021 09:00 Dómarar geta gert mistök, jafnvel þegar þeir mega skoða endursýningar, og sú varð raunin á dögunum þegar Mike Dean rak West Ham manninn Tomas Soucek af velli. Getty/Clive Rose Frammistöðumat dómara í ensku úrvalsdeildinni hjálpar þeim ekki aðeins upp metorðastigann og til að fá stærri leiki. Matið hefur einnig áhrif á launaseðil þeirra. Það er gríðarleg pressa á dómurunum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta enda allt annað en auðvelt að dæma í þessari hröðu deild. Nú hefur komið fram í dagsljósið að hver mistök hjá dómara hafi í raun áhrif á laun þeirra. Dómararnir í ensku úrvalsdeildinni eru með föst laun sem breytast ekki en mistökin hafa aftur á móti áhrif á bónusgreiðslur þeirra og það geta verið talsverðar upphæðir. Sportsmail hefur heimildir um það að dómarar deildarinnar tapi hluta af bónusgreiðslum sínum þegar þeir gera mistök. Sérstök eftirlitsnefnd fer yfir alla leiki þeirra og skráir niður mistökin. EXCL: Premier League referees ARE paying for their mistakes as yearly bonuses take a hit with each error | @KieranGill_DM & @SamiMokbel81_DM https://t.co/2GrHswkrHH— MailOnline Sport (@MailSport) February 26, 2021 Við erum þar ekki að tala um bara stór mistök heldur skrá menn allt hjá sér, meira að segja ef menn dæma vitlaus innköst. Það eru líka talin verið mistök ef Varsjáin þarf að taka fyrir dóminn og kemst í framhaldinu að réttri niðurstöðu. Það verða samt skráð mistök hjá dómaranum. Samkvæmt frétt Sportsmail þá eru bónusgreiðslur á hvern dómara allt að fimmtíu þúsund breskum pundum eða 8,9 milljónum íslenskra króna. Dómarar í ensku úrvalsdeildinni eru með grunnlaun á bilinu 110 þúsund til 120 þúsund pund sem eru á bilinu 19,6 milljónir til 21,4 milljóna í íslenskum krónum. Bónusgreiðslur til dómara fara síðan eftir frammistöðumatinu þar sem þeir fá mínus fyrir hver mistök sem þeir gera. Þetta fyrirkomulag setur enn meiri pressu á dómarana og nóg er hún nú fyrir. Hver stór dómur þeirra er tekinn fyrir í fjölmiðlum og dómarar þurfa einnig að þola mikið áreiti á samfélagsmiðlum og annars staðar verði þeim á í messunni. Að gera mistök sem kostar lið stig kallar oft á mikið áreiti frá öskuillum stuðningsmönnum. Gott dæmi um það eru morðhótanirnar sem Mike Dean fékk á dögunum. Dean gaf þá Tomas Soucek hjká West Ham og Jan Bednarek hjá Southampton rauð spjöld þrátt fyrir að hafa skoðað brotin aftur á skjá. Bæði rauðu spjöldin voru seinna dregin til baka og Mike Dean bað um að sleppa við að dæma í næstu umferð. Enski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Það er gríðarleg pressa á dómurunum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta enda allt annað en auðvelt að dæma í þessari hröðu deild. Nú hefur komið fram í dagsljósið að hver mistök hjá dómara hafi í raun áhrif á laun þeirra. Dómararnir í ensku úrvalsdeildinni eru með föst laun sem breytast ekki en mistökin hafa aftur á móti áhrif á bónusgreiðslur þeirra og það geta verið talsverðar upphæðir. Sportsmail hefur heimildir um það að dómarar deildarinnar tapi hluta af bónusgreiðslum sínum þegar þeir gera mistök. Sérstök eftirlitsnefnd fer yfir alla leiki þeirra og skráir niður mistökin. EXCL: Premier League referees ARE paying for their mistakes as yearly bonuses take a hit with each error | @KieranGill_DM & @SamiMokbel81_DM https://t.co/2GrHswkrHH— MailOnline Sport (@MailSport) February 26, 2021 Við erum þar ekki að tala um bara stór mistök heldur skrá menn allt hjá sér, meira að segja ef menn dæma vitlaus innköst. Það eru líka talin verið mistök ef Varsjáin þarf að taka fyrir dóminn og kemst í framhaldinu að réttri niðurstöðu. Það verða samt skráð mistök hjá dómaranum. Samkvæmt frétt Sportsmail þá eru bónusgreiðslur á hvern dómara allt að fimmtíu þúsund breskum pundum eða 8,9 milljónum íslenskra króna. Dómarar í ensku úrvalsdeildinni eru með grunnlaun á bilinu 110 þúsund til 120 þúsund pund sem eru á bilinu 19,6 milljónir til 21,4 milljóna í íslenskum krónum. Bónusgreiðslur til dómara fara síðan eftir frammistöðumatinu þar sem þeir fá mínus fyrir hver mistök sem þeir gera. Þetta fyrirkomulag setur enn meiri pressu á dómarana og nóg er hún nú fyrir. Hver stór dómur þeirra er tekinn fyrir í fjölmiðlum og dómarar þurfa einnig að þola mikið áreiti á samfélagsmiðlum og annars staðar verði þeim á í messunni. Að gera mistök sem kostar lið stig kallar oft á mikið áreiti frá öskuillum stuðningsmönnum. Gott dæmi um það eru morðhótanirnar sem Mike Dean fékk á dögunum. Dean gaf þá Tomas Soucek hjká West Ham og Jan Bednarek hjá Southampton rauð spjöld þrátt fyrir að hafa skoðað brotin aftur á skjá. Bæði rauðu spjöldin voru seinna dregin til baka og Mike Dean bað um að sleppa við að dæma í næstu umferð.
Enski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira