Fannst látinn sama dag og hann var ákærður fyrir mansal og kynferðisofbeldi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. febrúar 2021 21:15 Geddert þjálfaði fimleikalandslið Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 2012 í London. Hann er ákærður í 20 liðum fyrir mansal. AP Photo/Kathy Willens John Geddert, fyrrverandi þjálfari bandaríska fimleikalandsliðsins, fannst látinn í Grand Ledge í Michigan í Bandaríkjunum. Hann er talinn hafa stytt sér aldur, en hann var fyrr í dag ákærður fyrir mansal, kynferðisofbeldi og fleira, eftir því New York Times greinir frá. Geddert átti áður æfingastöð þar sem fimleikafólk kveðst hafa þolað kynferðislegt ofbeldi af hendi Larry Nassar, sem eitt sinn var læknir landsliðsins. NYT hefur eftir Dönu Nessel, ríkissaksóknara Michigan, að tuttugu ákæruliðir á hendur Geddert hafi snúið að mansali. Þar af voru fjórtán vegna nauðungarvinnu sem leiddu til meiðsla, en sex vegna barnamansals. Brotin eiga að hafa átt sér stað á árunum 2008 til 2018. Þá var Geddert einnig ákærður fyrir fjárkúgun, fyrstu- og annarrar gráðu kynferðisglæpi og að ljúga að lögreglunni. Saksóknarinn Nessel hafði ekki viljað gefa upp nákvæmlega hversu mörg mansalsfórnarlömbin eru. Hún hefur þó sagt að þau séu færri en 50 og öll undir lögaldri. Geddert hafði samþykkt að gefa sig fram við lögreglu í dag. Hann mætti þó ekki á tilsettum tíma, sem varð kveikjan að leit lögreglu að honum. Hann fannst svo látinn við áningarstað í Grand Ledge í Michigan. Geddert þjálfaði fimleikalandslið Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 2012, en hann hafði verið sakaður um að hafa beitt fimleikafólk sem hann þjálfaði grófu líkamlegu og andlegu ofbeldi. Degi eftir að Geddert var tímabundið vísað úr fimleikasamtökum Bandaríkjanna vegna rannsóknar á ásökununum á hendur honum hætti hann þjálfun. Það var árið 2018. Fréttin var uppfærð klukkan 21:54 með upplýsingum um andlát Geddert. Áður hafði verið greint frá ákæru á hendur honum. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Kynferðisbrot Larry Nassar Fimleikar Bandaríkin Tengdar fréttir Simone Biles myndi ekki leyfa dóttur sinni að æfa hjá USA Gymnastics Fimleikakonan Simone Biles er ein sigursælasta fimleikakona sögunnar en hún sparaði ekki stóru orðin þegar hún ræddi fimleikalandslið Bandaríkjanna í nýju viðtali. 16. febrúar 2021 10:31 Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. 4. ágúst 2020 19:17 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Geddert átti áður æfingastöð þar sem fimleikafólk kveðst hafa þolað kynferðislegt ofbeldi af hendi Larry Nassar, sem eitt sinn var læknir landsliðsins. NYT hefur eftir Dönu Nessel, ríkissaksóknara Michigan, að tuttugu ákæruliðir á hendur Geddert hafi snúið að mansali. Þar af voru fjórtán vegna nauðungarvinnu sem leiddu til meiðsla, en sex vegna barnamansals. Brotin eiga að hafa átt sér stað á árunum 2008 til 2018. Þá var Geddert einnig ákærður fyrir fjárkúgun, fyrstu- og annarrar gráðu kynferðisglæpi og að ljúga að lögreglunni. Saksóknarinn Nessel hafði ekki viljað gefa upp nákvæmlega hversu mörg mansalsfórnarlömbin eru. Hún hefur þó sagt að þau séu færri en 50 og öll undir lögaldri. Geddert hafði samþykkt að gefa sig fram við lögreglu í dag. Hann mætti þó ekki á tilsettum tíma, sem varð kveikjan að leit lögreglu að honum. Hann fannst svo látinn við áningarstað í Grand Ledge í Michigan. Geddert þjálfaði fimleikalandslið Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 2012, en hann hafði verið sakaður um að hafa beitt fimleikafólk sem hann þjálfaði grófu líkamlegu og andlegu ofbeldi. Degi eftir að Geddert var tímabundið vísað úr fimleikasamtökum Bandaríkjanna vegna rannsóknar á ásökununum á hendur honum hætti hann þjálfun. Það var árið 2018. Fréttin var uppfærð klukkan 21:54 með upplýsingum um andlát Geddert. Áður hafði verið greint frá ákæru á hendur honum. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Kynferðisbrot Larry Nassar Fimleikar Bandaríkin Tengdar fréttir Simone Biles myndi ekki leyfa dóttur sinni að æfa hjá USA Gymnastics Fimleikakonan Simone Biles er ein sigursælasta fimleikakona sögunnar en hún sparaði ekki stóru orðin þegar hún ræddi fimleikalandslið Bandaríkjanna í nýju viðtali. 16. febrúar 2021 10:31 Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. 4. ágúst 2020 19:17 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Simone Biles myndi ekki leyfa dóttur sinni að æfa hjá USA Gymnastics Fimleikakonan Simone Biles er ein sigursælasta fimleikakona sögunnar en hún sparaði ekki stóru orðin þegar hún ræddi fimleikalandslið Bandaríkjanna í nýju viðtali. 16. febrúar 2021 10:31
Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. 4. ágúst 2020 19:17