Solskjær heldur sambandi við Haaland: Sjáum til hvað framtíðin ber í skauti sér Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2021 11:00 Erling Braut Haaland virðist vera á hárréttri braut. Getty/Lars Baron Ole Gunnar Solskjær segist enn vera í sambandi við Erling Braut Haaland, markahrókinn magnaða sem að Solskjær stýrði hjá Molde í Noregi á sínum tíma. Þetta viðurkenndi Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, þegar hann ræddi við fjölmiðla í aðdraganda seinni leiksins við Real Sociedad í Evrópudeildinni í kvöld. Haaland hefur skorað 43 mörk í 43 leikjum síðan að United missti af honum í hendur Dortmund fyrir rúmu ári síðan, þegar Haaland var seldur frá Red Bull Salzburg. Solskjær mun hafa fundað með Haaland áður en hann fór til Dortmund og United var samkvæmt Sky Sports reiðubúið að greiða þær litlu 20 milljónir evra sem þurfti til að fá Haaland. Hins vegar náðist ekki samkomulag á milli United og Haaland um söluverðsklásúlu ef Norðmaðurinn vildi svo síðar fara frá United. „Þegar maður kynnist krökkum og leikmönnum sem þjálfari þá fylgist maður að sjálfsögðu með þeim,“ sagði Solskjær. Falur fyrir 11,6 milljarða á næsta ári „Ég held sambandi við Erling. Það er frábært að sjá hann verða að þeim leikmanni sem hann er í dag og ég veit að hann mun leggja hart að sér til að bæta sig sífellt. Hann er leikmaður Dortmund, við óskum honum bara alls hins besta og svo sjáum við til hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Solskjær. Haaland er samningsbundinn Dortmund til 2024 en er sagður vera með klásúlu sem geri hann falan fyrir 75 milljónir evra, eða 11,6 milljarða króna, frá og með sumrinu 2022. Solskjær staðfesti að United yrði áfram án Edinson Cavani, Donny van de Beek og Scott McTominay í kvöld vegna meiðsla. Paul Pogba er sömuleiðis enn að jafna sig af meiðslum. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Sjá meira
Þetta viðurkenndi Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, þegar hann ræddi við fjölmiðla í aðdraganda seinni leiksins við Real Sociedad í Evrópudeildinni í kvöld. Haaland hefur skorað 43 mörk í 43 leikjum síðan að United missti af honum í hendur Dortmund fyrir rúmu ári síðan, þegar Haaland var seldur frá Red Bull Salzburg. Solskjær mun hafa fundað með Haaland áður en hann fór til Dortmund og United var samkvæmt Sky Sports reiðubúið að greiða þær litlu 20 milljónir evra sem þurfti til að fá Haaland. Hins vegar náðist ekki samkomulag á milli United og Haaland um söluverðsklásúlu ef Norðmaðurinn vildi svo síðar fara frá United. „Þegar maður kynnist krökkum og leikmönnum sem þjálfari þá fylgist maður að sjálfsögðu með þeim,“ sagði Solskjær. Falur fyrir 11,6 milljarða á næsta ári „Ég held sambandi við Erling. Það er frábært að sjá hann verða að þeim leikmanni sem hann er í dag og ég veit að hann mun leggja hart að sér til að bæta sig sífellt. Hann er leikmaður Dortmund, við óskum honum bara alls hins besta og svo sjáum við til hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Solskjær. Haaland er samningsbundinn Dortmund til 2024 en er sagður vera með klásúlu sem geri hann falan fyrir 75 milljónir evra, eða 11,6 milljarða króna, frá og með sumrinu 2022. Solskjær staðfesti að United yrði áfram án Edinson Cavani, Donny van de Beek og Scott McTominay í kvöld vegna meiðsla. Paul Pogba er sömuleiðis enn að jafna sig af meiðslum. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Sjá meira