Gripu í taumana þegar neyðarkall barst frá Blindrafélaginu Eiður Þór Árnason skrifar 24. febrúar 2021 21:00 Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, segir að forgangsröðun hafi verið breytt til að tryggja að íslenskar raddir myndu ekki hverfa úr snjalltækjunum. Getty/Aðsend Ákveðið hefur verið að flýta þróun á nýjum íslenskum talgervli fyrir Android-snjalltæki eftir að fregnir bárust af því að eldri talgervlar væru í sumum tilfellum hættir að virka. Byrjað var að þróa nýjan talgervil í fyrra sem hluta af máltækniáætlun stjórnvalda og gert ráð fyrir að hann yrði til fyrir Android á næstu tveimur árum. Nú er stefnt að því að hann verði tilbúinn í vor, skömmu áður en íslensku raddirnar Karl og Dóra verða óaðgengilegar í hugbúnaðarveitunni Google Play. Fjöldi Íslendinga, þar á meðal blindir og sjónskertir, reiða sig á raddirnar við skjálestur og til að nota síma sína en stærstur hluti snjallsíma hér á landi notast við Android-stýrikerfið. Apple hefur ekki stutt íslensku raddirnar í sínum snjalltækjum fram að þessu. Erfitt að fá þær til að virka með nýjum tækjum Blindrafélagið greindi frá því í síðustu viku að miklar líkur væru á því að Karl og Dóra hætti að virka í tækjum sem uppfærð eru í Android 11, nýjustu útgáfu stýrikerfisins. Flókið hefur reynst fyrir Blindrafélagið að sinna viðhaldi talgervlanna eftir að tæknirisinn Amazon keypti framleiðanda raddanna og er nú orðið mjög erfitt að fá þær til að virka með nýjum stýrikerfisuppfærslum. „Við erum að breyta forgangsröðun til að leysa úr þessu,“ segir Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfseignarstofnunarinnar Almannaróms, sem sér um framkvæmd máltækniáætlunar. „Almannarómur og SÍM - Samstarf um íslenska máltækni, verktakinn sem vinnur að þessu, munu leggja allt kapp á koma nothæfri útgáfu talgervils í Android sem fyrst og helst áður en núverandi app verður tekið úr Google Play Store sem er í ágúst 2021.“ Almannarómur hefur sömuleiðis yfirumsjón með þróun talgreinis, vélþýðinga, sjálfvirkra leiðréttinga og gagnasafna sem er ætlað að gera íslenskunni betur kleift að þrífast í stafrænum heimi. Allar tæknilausnirnar eru gefnar út með opnum leyfum sem heimila hverjum sem er að nýta tæknina að endurgjaldslausu. Nýi talgervillinn betri en þeir gömlu „Í máltækniáætlun er gert ráð fyrir að hægt verði að nýta kjarnahugbúnað eins og talgreiningu, talgervingu og málgreini í snjalltækjum. Við erum í rauninni að flýta þeim hluta að þróa talgervingu fyrir Android og draga þá bara á móti úr vægi annarra þátta á þessu verkefnisári,“ segir Jóhanna. Núgildandi áætlun gildir til fjögurra til fimm ára og lauk fyrsta verkefnisári í fyrra. Að sögn Jóhönnu eru um 1,4 milljarðar króna áætlaðir í þróun áðurnefndra máltæknilausna á þessu tímabili. Hún segir að nýi talgervillinn verði tæknilega fullkomnari en Karl og Dóra enda hafi tækninni fleygt mikið fram frá því að þær komu á markaðinn árið 2012. Þurftu að vera sveigjanleg Jóhanna segir að þróun máltæknihugbúnaðar fyrir snjalltæki byggi á því að það liggi fyrir ákveðin grunntækni sem byggi svo á gagnasöfnun. „Ætlunin var að setja áframhaldandi kraft í þróun á þessari grunntækni og taka þessi skref á þriðja verkefnisári en við höfum ákveðið að flýta þróun talgervingar fyrir Android og hún verður gerð óháð niðurstöðum úr grunntækninni.“ Þannig verður tæknilausnin fyrir Android gefin út þrátt fyrir að grunntæknin sé ekki komin á endanlegt stig og verður svo uppfærð eftir því sem grunntækninni fleygir fram. „Við neyðumst auðvitað til þess að vera mjög sveigjanleg til að tækla þetta,“ segir Jóhanna. Vonar að Apple svari kallinu Hún vonast til þess að Apple og aðrir erlendir tæknirisar innleiði íslenska máltækni í náinni framtíð. „Þessir tæknirisar þurfa auðvitað ekki að gera neitt og það er kannski gallinn en það sem við getum gert hins vegar er að framleiða góða grunntækni sem uppfyllir þá staðla sem þarf að uppfylla til þess að þessir tæknirisar geti nýtt þetta. Það skipir auðvitað mjög miklu máli að þetta sé að þeim gæðum sem þarf og ekki síður að þetta sé endurgjaldslaust svo allir geta tekið þessar lausnir upp.“ Tækni Íslenska á tækniöld Stafræn þróun Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Sjá meira
Byrjað var að þróa nýjan talgervil í fyrra sem hluta af máltækniáætlun stjórnvalda og gert ráð fyrir að hann yrði til fyrir Android á næstu tveimur árum. Nú er stefnt að því að hann verði tilbúinn í vor, skömmu áður en íslensku raddirnar Karl og Dóra verða óaðgengilegar í hugbúnaðarveitunni Google Play. Fjöldi Íslendinga, þar á meðal blindir og sjónskertir, reiða sig á raddirnar við skjálestur og til að nota síma sína en stærstur hluti snjallsíma hér á landi notast við Android-stýrikerfið. Apple hefur ekki stutt íslensku raddirnar í sínum snjalltækjum fram að þessu. Erfitt að fá þær til að virka með nýjum tækjum Blindrafélagið greindi frá því í síðustu viku að miklar líkur væru á því að Karl og Dóra hætti að virka í tækjum sem uppfærð eru í Android 11, nýjustu útgáfu stýrikerfisins. Flókið hefur reynst fyrir Blindrafélagið að sinna viðhaldi talgervlanna eftir að tæknirisinn Amazon keypti framleiðanda raddanna og er nú orðið mjög erfitt að fá þær til að virka með nýjum stýrikerfisuppfærslum. „Við erum að breyta forgangsröðun til að leysa úr þessu,“ segir Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfseignarstofnunarinnar Almannaróms, sem sér um framkvæmd máltækniáætlunar. „Almannarómur og SÍM - Samstarf um íslenska máltækni, verktakinn sem vinnur að þessu, munu leggja allt kapp á koma nothæfri útgáfu talgervils í Android sem fyrst og helst áður en núverandi app verður tekið úr Google Play Store sem er í ágúst 2021.“ Almannarómur hefur sömuleiðis yfirumsjón með þróun talgreinis, vélþýðinga, sjálfvirkra leiðréttinga og gagnasafna sem er ætlað að gera íslenskunni betur kleift að þrífast í stafrænum heimi. Allar tæknilausnirnar eru gefnar út með opnum leyfum sem heimila hverjum sem er að nýta tæknina að endurgjaldslausu. Nýi talgervillinn betri en þeir gömlu „Í máltækniáætlun er gert ráð fyrir að hægt verði að nýta kjarnahugbúnað eins og talgreiningu, talgervingu og málgreini í snjalltækjum. Við erum í rauninni að flýta þeim hluta að þróa talgervingu fyrir Android og draga þá bara á móti úr vægi annarra þátta á þessu verkefnisári,“ segir Jóhanna. Núgildandi áætlun gildir til fjögurra til fimm ára og lauk fyrsta verkefnisári í fyrra. Að sögn Jóhönnu eru um 1,4 milljarðar króna áætlaðir í þróun áðurnefndra máltæknilausna á þessu tímabili. Hún segir að nýi talgervillinn verði tæknilega fullkomnari en Karl og Dóra enda hafi tækninni fleygt mikið fram frá því að þær komu á markaðinn árið 2012. Þurftu að vera sveigjanleg Jóhanna segir að þróun máltæknihugbúnaðar fyrir snjalltæki byggi á því að það liggi fyrir ákveðin grunntækni sem byggi svo á gagnasöfnun. „Ætlunin var að setja áframhaldandi kraft í þróun á þessari grunntækni og taka þessi skref á þriðja verkefnisári en við höfum ákveðið að flýta þróun talgervingar fyrir Android og hún verður gerð óháð niðurstöðum úr grunntækninni.“ Þannig verður tæknilausnin fyrir Android gefin út þrátt fyrir að grunntæknin sé ekki komin á endanlegt stig og verður svo uppfærð eftir því sem grunntækninni fleygir fram. „Við neyðumst auðvitað til þess að vera mjög sveigjanleg til að tækla þetta,“ segir Jóhanna. Vonar að Apple svari kallinu Hún vonast til þess að Apple og aðrir erlendir tæknirisar innleiði íslenska máltækni í náinni framtíð. „Þessir tæknirisar þurfa auðvitað ekki að gera neitt og það er kannski gallinn en það sem við getum gert hins vegar er að framleiða góða grunntækni sem uppfyllir þá staðla sem þarf að uppfylla til þess að þessir tæknirisar geti nýtt þetta. Það skipir auðvitað mjög miklu máli að þetta sé að þeim gæðum sem þarf og ekki síður að þetta sé endurgjaldslaust svo allir geta tekið þessar lausnir upp.“
Tækni Íslenska á tækniöld Stafræn þróun Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Sjá meira