Það eru gleðifréttir fyrir allt Liverpool fólk að sjá að það styttist í endurkomu Portúgalans sem hefur verið sárt saknað síðustu tvo mánuði.
Jota meiddist á hné og hefur tekið næstum því þrjá mánuði að ná sér góðum.
Það hefur nefnilega lítið gengið hjá Liverpool liðinu að undanförnu og það á báðum endum vallarins.
Liverpool hefur meðal annars tapað síðustu fjórum heimaleikjum sínum og aðeins skorað eitt mark í síðustu fimm heimaleikjum sínum.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af Jota á æfingu Liverpool í dag.
Diogo Jota is back in first team training with Liverpool after missing their last 17 games due to injury pic.twitter.com/coIUtiXzDS
— B/R Football (@brfootball) February 24, 2021
Diogo Jota lék síðast með Liverpool á móti danska félaginu Midtjylland í Meistaradeildinni 9. desember síðastliðinn. Síðasti deildarleikur hans var 6. desember síðastliðinn eða fyrir áttatíu dögum síðan.
Hann hefur misst af síðustu fjórtán deildarleikjum Liverpool og aðeins fjórir þeirra hafa unnist þar af bara tveir af síðustu ellefu.
Jota skoraði 9 mörk í 17 leikjum í öllum keppnum áður en hann meiddist þar af fimm mörk í níu deildarleikjum. Liverpool vann fimm af níu deildarleikjum sem hann tók þátt í fyrir meiðslin og tapaði aðeins einum þeirra sem var skellurinn á móti Aston Villa.