Enginn lögregluþjónn ákærður vegna dauða Daniel Prude Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2021 11:01 Joe og Armin Prude, frændur Daniel Prude, með mynd af honum. AP/Ted Shaffrey Enginn lögregluþjónn verður ákærður vegna dauða Daniels Prude í Bandaríkjunum. Hann dó eftir að hann var handjárnaður og hetta sett á hann eftir að hann hljóp nakinn um götur Rochester í New York. Eftir að hettan var sett á Prude var honum þrýst niður í götuna í tvær mínútur. Eftir það var hann í öndunarvél í sjö daga áður en hann dó. Prude átti við geðræn vandamál að stríða og hafði bróðir hans hringt eftir aðstoð. Eftir að hettan var sett á Prude var honum þrýst niður í götuna í tvær mínútur. Eftir það var hann í öndunarvél í sjö daga áður en hann dó. Meinafræðingur komst að þeirri niðurstöðu að dauði Prude sé morð vegna köfnunar og að hann hafi einnig verið undir áhrifum fíkniefnisins PCP. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi eftir að fjölskylda Prude opinberaði myndbönd og skjöl um handtöku hans. Hann sagði bróður sinn hafa verið myrtan á kaldrifjaðan hátt. Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, tilkynnti í gær að enginn af lögregluþjónunum yrði ákærður. Það hefði verið ákveðið af svokölluðum „grand jury“ þar sem almennir borgarar eru fengnir til að fara yfir tiltekin mál, skoða sönnunargögn, ræða við vitni og segja til um hvort tilefni sé til að ákæra. James sagðist hafa vonast eftir annarri niðurstöðu. „Dómsmálakerfið hefur sýnt tregðu til að draga lögregluþjóna til ábyrgðar fyrir óréttlætanleg dauðsföll svartra Bandaríkjamanna,“ sagði hún samkvæmt New York Times. Sjö lögregluþjónum var vikið úr starfi vegna atviksins en lögmenn þeirra segja þá hafa brugðist við í sambæri við þjálfun þeirra. Þeir segja sömuleiðis að notkun Prudes á PCP hafi leitt til dauða hans. Sjá einnig: Sjö lögregluþjónum vikið úr starfi vegna dauða Daniel Prude Myndböndin úr vestismyndavélum lögregluþjóna sýna að Prude hlýddi þeim þegar þeir sögðu honum að leggjast í jörðina og setja hendur sínar fyrir aftan bak. Hann var þó mjög æstur og bað um byssu. Hann öskraði og sagðist þurfa á byssu að halda. Þá settu lögregluþjónarnir hvíta hettu yfir höfuð hans. Henni var ætlað að verja lögregluþjóna gegn hrákum en á þessum tíma var Covid-19 að byrja að breiðast út í New York. Prude bað lögregluþjónana um að fjarlægja hettuna og sagðist hann áfram þurfa byssu. Hann missti meðvitund eftir að lögregluþjónn hafði haldið fætinum á honum í um tvær mínútur. Mörg umdeild mál hjá lögreglunni Lögreglan í Rochester hefur ítrekað verið harðlega gagnrýnd á undanförnu ári vegna umdeildra mála sem hafa komið þar upp. Um síðustu mánaðamót handjárnuðu lögregluþjónar til að mynda níu ára stúlku og beittu hana piparúða. Þá höfðu þeir verið kallaðir á vettvang vegna heimiliserja. AP fréttaveitan segir að lögreglan hafi einnig verið gagnrýnd fyrir hörð viðbrögð við mótmælum vegna lögregluofbeldis sem fram fóru víða um Bandaríkin í fyrra. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Eftir að hettan var sett á Prude var honum þrýst niður í götuna í tvær mínútur. Eftir það var hann í öndunarvél í sjö daga áður en hann dó. Prude átti við geðræn vandamál að stríða og hafði bróðir hans hringt eftir aðstoð. Eftir að hettan var sett á Prude var honum þrýst niður í götuna í tvær mínútur. Eftir það var hann í öndunarvél í sjö daga áður en hann dó. Meinafræðingur komst að þeirri niðurstöðu að dauði Prude sé morð vegna köfnunar og að hann hafi einnig verið undir áhrifum fíkniefnisins PCP. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi eftir að fjölskylda Prude opinberaði myndbönd og skjöl um handtöku hans. Hann sagði bróður sinn hafa verið myrtan á kaldrifjaðan hátt. Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, tilkynnti í gær að enginn af lögregluþjónunum yrði ákærður. Það hefði verið ákveðið af svokölluðum „grand jury“ þar sem almennir borgarar eru fengnir til að fara yfir tiltekin mál, skoða sönnunargögn, ræða við vitni og segja til um hvort tilefni sé til að ákæra. James sagðist hafa vonast eftir annarri niðurstöðu. „Dómsmálakerfið hefur sýnt tregðu til að draga lögregluþjóna til ábyrgðar fyrir óréttlætanleg dauðsföll svartra Bandaríkjamanna,“ sagði hún samkvæmt New York Times. Sjö lögregluþjónum var vikið úr starfi vegna atviksins en lögmenn þeirra segja þá hafa brugðist við í sambæri við þjálfun þeirra. Þeir segja sömuleiðis að notkun Prudes á PCP hafi leitt til dauða hans. Sjá einnig: Sjö lögregluþjónum vikið úr starfi vegna dauða Daniel Prude Myndböndin úr vestismyndavélum lögregluþjóna sýna að Prude hlýddi þeim þegar þeir sögðu honum að leggjast í jörðina og setja hendur sínar fyrir aftan bak. Hann var þó mjög æstur og bað um byssu. Hann öskraði og sagðist þurfa á byssu að halda. Þá settu lögregluþjónarnir hvíta hettu yfir höfuð hans. Henni var ætlað að verja lögregluþjóna gegn hrákum en á þessum tíma var Covid-19 að byrja að breiðast út í New York. Prude bað lögregluþjónana um að fjarlægja hettuna og sagðist hann áfram þurfa byssu. Hann missti meðvitund eftir að lögregluþjónn hafði haldið fætinum á honum í um tvær mínútur. Mörg umdeild mál hjá lögreglunni Lögreglan í Rochester hefur ítrekað verið harðlega gagnrýnd á undanförnu ári vegna umdeildra mála sem hafa komið þar upp. Um síðustu mánaðamót handjárnuðu lögregluþjónar til að mynda níu ára stúlku og beittu hana piparúða. Þá höfðu þeir verið kallaðir á vettvang vegna heimiliserja. AP fréttaveitan segir að lögreglan hafi einnig verið gagnrýnd fyrir hörð viðbrögð við mótmælum vegna lögregluofbeldis sem fram fóru víða um Bandaríkin í fyrra.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira