„Súrt í broti fyrir stuðningsmenn Liverpool sem eru búnir að bíða allan þennan tíma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2021 10:31 Jürgen Klopp og Alisson Becker í síðustu skrúðgöngu Liverpool liðsins eftir sigur í Meistaradeildinni í júní 2019. Getty/ Paul Cooper Væntanleg sigurhátíð Liverpool fólks í sumar var til umræðu í nýjasta hlaðvarpsþætti Sportsins í dag en Liverpool missti í fyrra af möguleikanum til að halda upp á fyrsta enska meistaratitil sinn í þrjátíu ár. Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson ræddu þá staðreynd að þrátt fyrir ömurlegt tímabil þá vilji stuðningsmenn Liverpool fá sína skrúðgöngu í júní. „Við verðum að ræða eitt. Þegar Liverpool varð meistari síðasta sumar þá biðlaði Jürgen Klopp til stuðningsmannanna að bíða með fagnaðarlætin og halda upp á titilinn þegar það væri leyfilegt. Nú var Boris Johnsson, forsætisráðherra Breta, að lýsa því yfir í gær að áhorfendur mættu byrja að mæta aftur á völlinn um miðjan maí. Stuðningsmannasíðan Liverpool á Twitter fór af stað og sagði að 21. júní næstkomandi þá verði sennilega búið að létta á öllu og þá verði haldin sigurhátíð,“ hóf Ríkharð Óskar Guðnason umræðuna. „Er það ekki helvíti skrýtið? Mögulega ekki með Meistaradeildarsæti í farteskinu fyrir næsta tímabil og svona. Núna er ég bara að spyrja,“ sagði Ríkharð. „Auðvitað er þetta skrýtið,“ sagði Kjartan Atli og Henry Birgir skaut inn í: „Jafnvel sérstakt,“ sagði Henry Birgir. „Án þess að maður finni til eitthvað með stuðningsmönnum einhverra liða ef þeir geta ekki fagnað þá eru miklu alvarlegri hlutir sem COVID hefur haft í för með sér. Þetta er súrt í broti fyrir stuðningsmenn Liverpool sem eru búnir að bíða allan þennan tíma. Þetta er sagt í fullri einlægni. Það er hundleiðinlegt að þeir hafi ekki getað fagnað þessu almennilega. Maður skilur alveg að menn vilji sletta úr klaufunum,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er tvíbent. Ef þeir ætla að fara með rútuna í skrúðgöngu ekki einu sinni með sæti í Meistaradeildinni þá er það pínu kjánalegt. Á móti kemur að fólk á það inni að hafa svolítið gaman,“ sagði Henry Birgir. „Hvar ætla þeir að fá Englandsmeistarabikarinn lánaðan því hann verður kominn aftur á Ethiad völlinn,“ spurði Ríkharð. „Þeir ætla að hringja í Hafliða Breiðfjörð og fá lánaðan bikarinn sem hann er með,“ sagði Henry Birgir hlæjandi. Það má heyra allt spjallið um væntanlega sigurhátíð Liverpool fólks í Sportinu í dag en þáttur gærdagsins er aðgengilegur hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Enski boltinn Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson ræddu þá staðreynd að þrátt fyrir ömurlegt tímabil þá vilji stuðningsmenn Liverpool fá sína skrúðgöngu í júní. „Við verðum að ræða eitt. Þegar Liverpool varð meistari síðasta sumar þá biðlaði Jürgen Klopp til stuðningsmannanna að bíða með fagnaðarlætin og halda upp á titilinn þegar það væri leyfilegt. Nú var Boris Johnsson, forsætisráðherra Breta, að lýsa því yfir í gær að áhorfendur mættu byrja að mæta aftur á völlinn um miðjan maí. Stuðningsmannasíðan Liverpool á Twitter fór af stað og sagði að 21. júní næstkomandi þá verði sennilega búið að létta á öllu og þá verði haldin sigurhátíð,“ hóf Ríkharð Óskar Guðnason umræðuna. „Er það ekki helvíti skrýtið? Mögulega ekki með Meistaradeildarsæti í farteskinu fyrir næsta tímabil og svona. Núna er ég bara að spyrja,“ sagði Ríkharð. „Auðvitað er þetta skrýtið,“ sagði Kjartan Atli og Henry Birgir skaut inn í: „Jafnvel sérstakt,“ sagði Henry Birgir. „Án þess að maður finni til eitthvað með stuðningsmönnum einhverra liða ef þeir geta ekki fagnað þá eru miklu alvarlegri hlutir sem COVID hefur haft í för með sér. Þetta er súrt í broti fyrir stuðningsmenn Liverpool sem eru búnir að bíða allan þennan tíma. Þetta er sagt í fullri einlægni. Það er hundleiðinlegt að þeir hafi ekki getað fagnað þessu almennilega. Maður skilur alveg að menn vilji sletta úr klaufunum,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er tvíbent. Ef þeir ætla að fara með rútuna í skrúðgöngu ekki einu sinni með sæti í Meistaradeildinni þá er það pínu kjánalegt. Á móti kemur að fólk á það inni að hafa svolítið gaman,“ sagði Henry Birgir. „Hvar ætla þeir að fá Englandsmeistarabikarinn lánaðan því hann verður kominn aftur á Ethiad völlinn,“ spurði Ríkharð. „Þeir ætla að hringja í Hafliða Breiðfjörð og fá lánaðan bikarinn sem hann er með,“ sagði Henry Birgir hlæjandi. Það má heyra allt spjallið um væntanlega sigurhátíð Liverpool fólks í Sportinu í dag en þáttur gærdagsins er aðgengilegur hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Enski boltinn Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Sjá meira