Tæplega sex þúsund einstaklingar bólusettir í þessari viku Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2021 13:28 Heilbrigðisráðuneytið vonast til að hægt verði að klára bólusetningu fyrir lok júní. Vísir/Vilhelm Til stendur að bólusetja tæplega sex þúsund einstaklinga gegn Covid-19 í þessari viku sem er svipaður fjöldi og í vikunni á undan. 10.530 hafa nú lokið bólusetningu hér á landi og 6.702 til viðbótar fengið fyrri bólusetningu. Alls verður 3.510 skömmtum af bóluefni Pfizer dreift um landið daganna 22. til 28. febrúar. Þar af fá um 2.200 einstaklingar seinni bólusetningu og 1.300 fyrri skammtinn, af því er fram kemur á vef landlæknisembættisins en í hópnum eru bæði aldraðir og starfsmenn heilbrigðisstofnana. Þá stendur til að dreifa 2.400 skömmtum af bóluefni AstraZeneca í þessari viku og verður haldið áfram að bólusetja starfsmenn hjúkrunar- og dvalarheimila með fyrri skammti. Vonast til að klára bólusetningu fyrir lok júní Fyrir helgi gáfu heilbrigðisyfirvöld út sérstakt bólusetningardagatal sem ætlað er að gefa fólki vísbendingu um að hvenær líklegt er að bólusetning hefjist í ákveðnum forgangshópum. Gangi forsendur dagatalsins eftir lýkur bólusetningu gegn Covid-19 hér á landi fyrir lok júní næstkomandi, af því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Dagatalið byggist á fyrirliggjandi upplýsingum um afhendingu bóluefna og áætlanir þar af lútandi. Til stendur að uppfæra dagatalið eftir því sem bólusetningu vindur fram og nýjar upplýsingar berast um bóluefni og afhendingu þeirra að sögn stjórnvalda. Eins og er liggur einungis fyrir staðfest áætlun um afhendingu bóluefna Pfizer, AstraZeneca og Moderna fram til lok mars. Fyrirtækin stefna að því að verða búin að afhenda Íslendingum bóluefni fyrir alls 190 þúsund einstaklinga fyrir lok júní. Þar að auki taka stjórnvöld mið af óljósari áætlunum bóluefnaframleiðandanna Curavac, Janssen og Novavax sem vonast er til að fái skilyrt markaðsleyfi á næstunni. Alls verður rúmlega 280 þúsund einstaklingum boðin bólusetning á Íslandi, eða öllum sem eru 16 ára og eldri Heilsugæslan fagnar dagatalinu Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag að henni litist mjög vel á dagatalið og reiknaði með því að tilkoma þess myndi draga úr fjölda fyrirspurna um bólusetningar. „Það er mikið hringt á heilsugæslunnar og mikið verið að senda fyrirspurnir á okkur svo þetta mun hjálpa, bæði varðandi aldurshópanna og þá skjólstæðinga sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Þarna geta þeir séð hvenær röðin kemur að þeim.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Elsti hópurinn boðaður í seinni bólusetningu Allir þeir sem eru níutíu ára og eldri eru boðaðir til seinni bólusetningar gegn kórónuveirunni á þriðjudag. Þeir sem misstu af fyrri bólusetningunni geta einnig mætt til að fá hana. 19. febrúar 2021 19:21 Bóluefni Janssen komið á borð evrópsku lyfjastofnunarinnar Lyfjastofnun Evrópu hefur borist umsókn um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni Janssen, sem er dótturfélag bandaríska lyfjaframleiðandans Johnson og Johnson. 16. febrúar 2021 18:33 Veður og veira... það vorar að lokum Heilbrigðisyfirvöld stefna nú að því að bólusetja 190 þúsund landsmanna fyrir júnílok en gróft reiknað jafngildir það því að allir 35 ára og eldri verði þá bólusettir. 16. febrúar 2021 15:18 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2 Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Alls verður 3.510 skömmtum af bóluefni Pfizer dreift um landið daganna 22. til 28. febrúar. Þar af fá um 2.200 einstaklingar seinni bólusetningu og 1.300 fyrri skammtinn, af því er fram kemur á vef landlæknisembættisins en í hópnum eru bæði aldraðir og starfsmenn heilbrigðisstofnana. Þá stendur til að dreifa 2.400 skömmtum af bóluefni AstraZeneca í þessari viku og verður haldið áfram að bólusetja starfsmenn hjúkrunar- og dvalarheimila með fyrri skammti. Vonast til að klára bólusetningu fyrir lok júní Fyrir helgi gáfu heilbrigðisyfirvöld út sérstakt bólusetningardagatal sem ætlað er að gefa fólki vísbendingu um að hvenær líklegt er að bólusetning hefjist í ákveðnum forgangshópum. Gangi forsendur dagatalsins eftir lýkur bólusetningu gegn Covid-19 hér á landi fyrir lok júní næstkomandi, af því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Dagatalið byggist á fyrirliggjandi upplýsingum um afhendingu bóluefna og áætlanir þar af lútandi. Til stendur að uppfæra dagatalið eftir því sem bólusetningu vindur fram og nýjar upplýsingar berast um bóluefni og afhendingu þeirra að sögn stjórnvalda. Eins og er liggur einungis fyrir staðfest áætlun um afhendingu bóluefna Pfizer, AstraZeneca og Moderna fram til lok mars. Fyrirtækin stefna að því að verða búin að afhenda Íslendingum bóluefni fyrir alls 190 þúsund einstaklinga fyrir lok júní. Þar að auki taka stjórnvöld mið af óljósari áætlunum bóluefnaframleiðandanna Curavac, Janssen og Novavax sem vonast er til að fái skilyrt markaðsleyfi á næstunni. Alls verður rúmlega 280 þúsund einstaklingum boðin bólusetning á Íslandi, eða öllum sem eru 16 ára og eldri Heilsugæslan fagnar dagatalinu Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag að henni litist mjög vel á dagatalið og reiknaði með því að tilkoma þess myndi draga úr fjölda fyrirspurna um bólusetningar. „Það er mikið hringt á heilsugæslunnar og mikið verið að senda fyrirspurnir á okkur svo þetta mun hjálpa, bæði varðandi aldurshópanna og þá skjólstæðinga sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Þarna geta þeir séð hvenær röðin kemur að þeim.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Elsti hópurinn boðaður í seinni bólusetningu Allir þeir sem eru níutíu ára og eldri eru boðaðir til seinni bólusetningar gegn kórónuveirunni á þriðjudag. Þeir sem misstu af fyrri bólusetningunni geta einnig mætt til að fá hana. 19. febrúar 2021 19:21 Bóluefni Janssen komið á borð evrópsku lyfjastofnunarinnar Lyfjastofnun Evrópu hefur borist umsókn um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni Janssen, sem er dótturfélag bandaríska lyfjaframleiðandans Johnson og Johnson. 16. febrúar 2021 18:33 Veður og veira... það vorar að lokum Heilbrigðisyfirvöld stefna nú að því að bólusetja 190 þúsund landsmanna fyrir júnílok en gróft reiknað jafngildir það því að allir 35 ára og eldri verði þá bólusettir. 16. febrúar 2021 15:18 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2 Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Elsti hópurinn boðaður í seinni bólusetningu Allir þeir sem eru níutíu ára og eldri eru boðaðir til seinni bólusetningar gegn kórónuveirunni á þriðjudag. Þeir sem misstu af fyrri bólusetningunni geta einnig mætt til að fá hana. 19. febrúar 2021 19:21
Bóluefni Janssen komið á borð evrópsku lyfjastofnunarinnar Lyfjastofnun Evrópu hefur borist umsókn um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni Janssen, sem er dótturfélag bandaríska lyfjaframleiðandans Johnson og Johnson. 16. febrúar 2021 18:33
Veður og veira... það vorar að lokum Heilbrigðisyfirvöld stefna nú að því að bólusetja 190 þúsund landsmanna fyrir júnílok en gróft reiknað jafngildir það því að allir 35 ára og eldri verði þá bólusettir. 16. febrúar 2021 15:18