Símon Sigvaldason metinn hæfastur í Landsrétt Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2021 10:35 Símon hefur mikla reynslu af dómstörfum og hefur verið dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur frá árinu 2017. Vísir Símon Sigvaldason héraðsdómari er hæfastur umsækjenda til að gegna stöðu dómara við Landsrétt að mati dómnefndar um hæfni umsækjenda. Embætti dómara við Landsrétt var auglýst laust til umsóknar þann 20. nóvember síðastliðinn og bárust alls þrjár umsóknir. Auk Símonar sóttu Jón Finnbjörnsson landsréttadómari og Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari um stöðuna. Embættið var auglýst eftir að Ragnheiður Bragadóttir var endurskipuð í Landsrétt og fyrri staða hennar losnaði. Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Bragadóttir og voru meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, færði upp á lista hæfnisnefndar árið 2017. Jón er sá eini fjórmenninganna sem er enn í leyfi og hefur ekki fengið endurskipun við Landsrétt en dómararnir fjórir fóru í leyfi frá störfum eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að einn þeirra hafi verið skipaður með ólögmætum hætti. Fær um að leysa úr flóknum lögfræðilegum ágreiningsefnum Í niðurstöðu dómnefndar um hæfni umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt er Símon sagður hafa mikla reynslu af dómstörfum bæði sem héraðsdómari og einnig í Hæstarétti þar sem hann hafi á síðustu árum verið settur sem dómari í fjölmörgum málum. Þá hafi hann verið dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur frá árinu 2017. „Einnig hefur hann fjölþætta reynslu af stjórnsýslustörfum, m.a. verið skrifstofustjóri Hæstaréttar og formaður dómstólaráðs um árabil. Þá hefur hann sinnt umtalsverðri kennslu við lagadeild Háskóla Íslands og samið tvö fræðirit, auk fræðigreina um lögfræðileg efni. Síðast en ekki síst hefur hann sýnt með störfum sínum sem dómari að hann hefur gott vald jafnt á einkamála- og sakamálaréttarfari og er fær um að leysa úr flóknum lögfræðilegum ágreiningsefnum á greinargóðan og rökstuddan hátt,“ segir í umsögn dómnefndar. Dómnefndina skipuðu Eiríkur Tómasson formaður, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Halldór Halldórsson, Helga Melkorka Óttarsdóttir og Kristín Benediktsdóttir. Fjallað var um Símon í kvöldfréttum Stöðvar 2 árið 2012 þegar athugun fréttastofu leiddi í ljós að Símon, þá dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefði einungis sýknað í tveimur málum af síðustu 304 sakamálum sem hann hafði dæmt í. Reiknaðist sakfellingarhlutfall hans þar með 99,4 prósent. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómstólar Vistaskipti Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ása og Björg skipaðar dómarar við Hæstarétt Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að leggja til við forseta Íslands að Ása Ólafsdóttir og Björg Thorarensen verði skipaðar dómarar við Hæstarétt Íslands frá 23. nóvember 2020. 17. nóvember 2020 12:01 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Sjá meira
Auk Símonar sóttu Jón Finnbjörnsson landsréttadómari og Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari um stöðuna. Embættið var auglýst eftir að Ragnheiður Bragadóttir var endurskipuð í Landsrétt og fyrri staða hennar losnaði. Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Bragadóttir og voru meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, færði upp á lista hæfnisnefndar árið 2017. Jón er sá eini fjórmenninganna sem er enn í leyfi og hefur ekki fengið endurskipun við Landsrétt en dómararnir fjórir fóru í leyfi frá störfum eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að einn þeirra hafi verið skipaður með ólögmætum hætti. Fær um að leysa úr flóknum lögfræðilegum ágreiningsefnum Í niðurstöðu dómnefndar um hæfni umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt er Símon sagður hafa mikla reynslu af dómstörfum bæði sem héraðsdómari og einnig í Hæstarétti þar sem hann hafi á síðustu árum verið settur sem dómari í fjölmörgum málum. Þá hafi hann verið dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur frá árinu 2017. „Einnig hefur hann fjölþætta reynslu af stjórnsýslustörfum, m.a. verið skrifstofustjóri Hæstaréttar og formaður dómstólaráðs um árabil. Þá hefur hann sinnt umtalsverðri kennslu við lagadeild Háskóla Íslands og samið tvö fræðirit, auk fræðigreina um lögfræðileg efni. Síðast en ekki síst hefur hann sýnt með störfum sínum sem dómari að hann hefur gott vald jafnt á einkamála- og sakamálaréttarfari og er fær um að leysa úr flóknum lögfræðilegum ágreiningsefnum á greinargóðan og rökstuddan hátt,“ segir í umsögn dómnefndar. Dómnefndina skipuðu Eiríkur Tómasson formaður, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Halldór Halldórsson, Helga Melkorka Óttarsdóttir og Kristín Benediktsdóttir. Fjallað var um Símon í kvöldfréttum Stöðvar 2 árið 2012 þegar athugun fréttastofu leiddi í ljós að Símon, þá dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefði einungis sýknað í tveimur málum af síðustu 304 sakamálum sem hann hafði dæmt í. Reiknaðist sakfellingarhlutfall hans þar með 99,4 prósent. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómstólar Vistaskipti Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ása og Björg skipaðar dómarar við Hæstarétt Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að leggja til við forseta Íslands að Ása Ólafsdóttir og Björg Thorarensen verði skipaðar dómarar við Hæstarétt Íslands frá 23. nóvember 2020. 17. nóvember 2020 12:01 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Sjá meira
Ása og Björg skipaðar dómarar við Hæstarétt Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að leggja til við forseta Íslands að Ása Ólafsdóttir og Björg Thorarensen verði skipaðar dómarar við Hæstarétt Íslands frá 23. nóvember 2020. 17. nóvember 2020 12:01
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent