Djokovic vann átjánda titilinn kvalinn af meiðslum Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2021 10:00 Novak Djokovic smellir kossi á verðlaunagripinn á ströndinni í Melbourne. Getty/Graham Denholm „Ég sætti mig bara við það að ég yrði að spila þrátt fyrir sársaukann,“ sagði Novak Djokovic. Serbinn viðurkenndi eftir átjánda risamótssigur sinn í tennis að hann hefði spilað meiddur í síðustu leikjunum á mótinu sem lauk í Ástralíu um helgina. Djokovic er nú aðeins tveimur risamótstitlum frá metinu sem Roger Federer og Rafael Nadal deila yfir flesta sigra á risamótunum fjórum. Það sem gerir sigur Djokovic á Opna ástralska mótinu enn merkilegri er að hann tognaði í kviðvöðva í sigrinum gegn Taylor Fritz í 3. umferð. „Ég var ansi áhyggjufullur. Það virtist ekki raunhæft að ég gæti spilað. Ég vissi það ekki fyrr en tveimur klukkutímum fyrir leikinn í fjórðu umferð. Þá fór ég aftur út á völl og spilaði í fyrsta sinn síðan í þriðju umferðinni,“ sagði Djokovic. „Sársaukinn var ekki meiri en svo að ég þoldi hann. Ég sætti mig bara við það að ég yrði að spila þrátt fyrir sársaukann,“ sagði Djokovic. Lék meiddur í fjórum leikjum en tapaði bara tveimur settum Á meðal þeirra sem Djokovic vann þrátt fyrir meiðslin voru tveir spilarar sem hafa náð að vera í þriðja sæti heimslistans, þeir Milos Raonic og Alexander Zverev, og í úrslitunum mætti Djokovic Rússanum Daniil Medvedev sem hafði unnið 20 leiki í röð. Djokovic vann raunar af miklu öryggi, meðal annars úrslitaleikinn í þremur settum, og skeytti ekki um að meiðslin gætu versnað við að negla uppgjöfum yfir netið. Hann tapaði aðeins tveimur settum meiddur, í samtals fjórum leikjum. „Hvort ég hafi verið meðvitaður um þá staðreynd að ég gæti mögulega gert meiðslin enn verri? Já, ég vissi það. Ef það var eitthvað mót sem ég hefði samt spilað á þá var það þetta mót, eða hvaða risamót sem er, þó að það gæti kostað verri meiðsli. Ég gerði þetta auðvitað ekki allt sjálfur. Læknateymið og sjúkraþjálfarinn minn unnu frábært starf. Með Guðs mildi tókst mér að vinna þetta afrek og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ sagði Djokovic. Tennis Ástralía Serbía Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sjá meira
Djokovic er nú aðeins tveimur risamótstitlum frá metinu sem Roger Federer og Rafael Nadal deila yfir flesta sigra á risamótunum fjórum. Það sem gerir sigur Djokovic á Opna ástralska mótinu enn merkilegri er að hann tognaði í kviðvöðva í sigrinum gegn Taylor Fritz í 3. umferð. „Ég var ansi áhyggjufullur. Það virtist ekki raunhæft að ég gæti spilað. Ég vissi það ekki fyrr en tveimur klukkutímum fyrir leikinn í fjórðu umferð. Þá fór ég aftur út á völl og spilaði í fyrsta sinn síðan í þriðju umferðinni,“ sagði Djokovic. „Sársaukinn var ekki meiri en svo að ég þoldi hann. Ég sætti mig bara við það að ég yrði að spila þrátt fyrir sársaukann,“ sagði Djokovic. Lék meiddur í fjórum leikjum en tapaði bara tveimur settum Á meðal þeirra sem Djokovic vann þrátt fyrir meiðslin voru tveir spilarar sem hafa náð að vera í þriðja sæti heimslistans, þeir Milos Raonic og Alexander Zverev, og í úrslitunum mætti Djokovic Rússanum Daniil Medvedev sem hafði unnið 20 leiki í röð. Djokovic vann raunar af miklu öryggi, meðal annars úrslitaleikinn í þremur settum, og skeytti ekki um að meiðslin gætu versnað við að negla uppgjöfum yfir netið. Hann tapaði aðeins tveimur settum meiddur, í samtals fjórum leikjum. „Hvort ég hafi verið meðvitaður um þá staðreynd að ég gæti mögulega gert meiðslin enn verri? Já, ég vissi það. Ef það var eitthvað mót sem ég hefði samt spilað á þá var það þetta mót, eða hvaða risamót sem er, þó að það gæti kostað verri meiðsli. Ég gerði þetta auðvitað ekki allt sjálfur. Læknateymið og sjúkraþjálfarinn minn unnu frábært starf. Með Guðs mildi tókst mér að vinna þetta afrek og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ sagði Djokovic.
Tennis Ástralía Serbía Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum