„Mesta furða hvað fólk ber sig vel“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. febrúar 2021 16:07 Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur (VSFK), segir Suðurnesjamenn bjartsýna og bera sig almennt nokkuð vel þrátt fyrir að atvinnuástandið þar sé það versta á landinu. Atvinnuleysi á Suðurnesjum mældist 24,5 prósent í janúar en þar að auki eru margir sem hafa verið þvingaðir í lægra starfshlutfall. „Stemningin er kannski ekki góð en það er mesta furða hvað fólk ber sig vel. Við erum alltaf að horfa kannski bara þrjá fjóra mánuði fram í tímann og þetta fer að lagast. En svo er spurning hversu oft við getum horft þrjá fjóra mánuði fram í tímann og vonað að þetta fari að lagast. Maður er alltaf hræddur um að andinn fari að brotna,“ sagði Guðbjörg í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ekki öll eggin í sömu körfuna Helmingur þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum er fólk af erlendum uppruna. „Það er margt fólk sem kemur frá öðrum löndum til að vinna í ferðaþjónustunni,“ segir Guðbjörg. „Og það er þetta fólk sem er að missa vinnuna núna, það er fólk í ferðaþjónustunni. Það er ekki endilega fólk sem er að vinna hjá ríki og sveitarfélögum, þetta er almenni geirinn og þar af leiðandi er þetta svona stór hópur,“ segir Guðbjörg. Ferðaþjónustan er fyrirferðarmikil atvinnugrein á Suðurnesjum þar sem stór hluti íbúa starfar, eða starfaði, við ferðaþjónustu eða í afleiddum greinum. „Það hefur verið mikið talað um það núna, sérstaklega kannski síðustu tíu ár, að atvinnulífið sé allt of einhæft. Að við séum með öll eggin í sömu körfunni, við þurfum að fá okkur fleiri körfur og dreifa þeim víðar. Það er búið að tala mikið um þetta og það hefur alveg verið ákveðið nýsköpunar- og frumkvöðlastarf en það þyrfti að vera meira,“ segir Guðbjörg. Vonast til að fá vinnuna sína aftur Miklar sveiflur hafa verið í atvinnulífinu á Suðurnesjum, einnig fyrir kórónuveirufaraldurinn, og nefnir Guðbjörg þá helst útgerðina og afleiddar greinar sem hafa dregist saman, stóriðju, brottför hersins frá Keflavík og svo ferðaþjónustuna. „Það er búið að þurfa að takast á við stóra hluti,“ segir Guðbjörg. Varast þurfi að það sama komi ekki fyrir aftur og aftur, það er að ein eða fáar atvinnugreinar séu ráðandi sem geti tekið mikinn skell með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum á atvinnustig á svæðinu. „Fólk er ofsalega mikið að bíða bara eftir sínu starfi, sem það var í áður og kannski er það ekki af hinu góða,“ segir Guðbjörg. „Kannski er það bæði til þess komið að það er ekki margt annað í boði en kannski bara líka að fólk var ánægt í sínu starfi.“ Konur í meirihluta þeirra sem eru atvinnulausir Samstarf hófst í haust milli aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaganna á svæðinu þar sem gert var samkomulag um svokallað vinnumarkaðsátak á svæðinu. „Stéttarfélögin hafa farið í mjög markviss og öflug námsúrræði,“ nefnir Guðbjörg sem dæmi. „Fólk hefur verið duglegt að sækja það,“ bætir hún við en markmiðið er að efla þá sem misst hafa vinnuna og hjálpa þeim að verða öflugri starfskraftar. Þá nefnir Guðrún einnig að sérstaklega þurfi að huga að störfum fyrir konur. „Ég er ekki að segja að konur geti ekki farið og malbikað og smíðað og eitthvað svoleiðis. En þær kannski sækja síður í slík störf og það vantar svolítið úrræði fyrir kvennastörf því að konur eru í meirihluta þeirra sem eru atvinnulausir. Þannig það þarf að taka svolítið til þar.“ Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
„Stemningin er kannski ekki góð en það er mesta furða hvað fólk ber sig vel. Við erum alltaf að horfa kannski bara þrjá fjóra mánuði fram í tímann og þetta fer að lagast. En svo er spurning hversu oft við getum horft þrjá fjóra mánuði fram í tímann og vonað að þetta fari að lagast. Maður er alltaf hræddur um að andinn fari að brotna,“ sagði Guðbjörg í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ekki öll eggin í sömu körfuna Helmingur þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum er fólk af erlendum uppruna. „Það er margt fólk sem kemur frá öðrum löndum til að vinna í ferðaþjónustunni,“ segir Guðbjörg. „Og það er þetta fólk sem er að missa vinnuna núna, það er fólk í ferðaþjónustunni. Það er ekki endilega fólk sem er að vinna hjá ríki og sveitarfélögum, þetta er almenni geirinn og þar af leiðandi er þetta svona stór hópur,“ segir Guðbjörg. Ferðaþjónustan er fyrirferðarmikil atvinnugrein á Suðurnesjum þar sem stór hluti íbúa starfar, eða starfaði, við ferðaþjónustu eða í afleiddum greinum. „Það hefur verið mikið talað um það núna, sérstaklega kannski síðustu tíu ár, að atvinnulífið sé allt of einhæft. Að við séum með öll eggin í sömu körfunni, við þurfum að fá okkur fleiri körfur og dreifa þeim víðar. Það er búið að tala mikið um þetta og það hefur alveg verið ákveðið nýsköpunar- og frumkvöðlastarf en það þyrfti að vera meira,“ segir Guðbjörg. Vonast til að fá vinnuna sína aftur Miklar sveiflur hafa verið í atvinnulífinu á Suðurnesjum, einnig fyrir kórónuveirufaraldurinn, og nefnir Guðbjörg þá helst útgerðina og afleiddar greinar sem hafa dregist saman, stóriðju, brottför hersins frá Keflavík og svo ferðaþjónustuna. „Það er búið að þurfa að takast á við stóra hluti,“ segir Guðbjörg. Varast þurfi að það sama komi ekki fyrir aftur og aftur, það er að ein eða fáar atvinnugreinar séu ráðandi sem geti tekið mikinn skell með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum á atvinnustig á svæðinu. „Fólk er ofsalega mikið að bíða bara eftir sínu starfi, sem það var í áður og kannski er það ekki af hinu góða,“ segir Guðbjörg. „Kannski er það bæði til þess komið að það er ekki margt annað í boði en kannski bara líka að fólk var ánægt í sínu starfi.“ Konur í meirihluta þeirra sem eru atvinnulausir Samstarf hófst í haust milli aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaganna á svæðinu þar sem gert var samkomulag um svokallað vinnumarkaðsátak á svæðinu. „Stéttarfélögin hafa farið í mjög markviss og öflug námsúrræði,“ nefnir Guðbjörg sem dæmi. „Fólk hefur verið duglegt að sækja það,“ bætir hún við en markmiðið er að efla þá sem misst hafa vinnuna og hjálpa þeim að verða öflugri starfskraftar. Þá nefnir Guðrún einnig að sérstaklega þurfi að huga að störfum fyrir konur. „Ég er ekki að segja að konur geti ekki farið og malbikað og smíðað og eitthvað svoleiðis. En þær kannski sækja síður í slík störf og það vantar svolítið úrræði fyrir kvennastörf því að konur eru í meirihluta þeirra sem eru atvinnulausir. Þannig það þarf að taka svolítið til þar.“
Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira