Ísraelar byrja að opna hagkerfið og búið að bólusetja þriðjung þjóðarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2021 14:59 Ísraelar hafa fjölmennt í verslunum í dag. EPA/ABIR SULTAN Ráðamenn í Ísrael felldu í dag niður stóran hluta aðgerða sem ætlað hefur verið að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar þar í landi. Fyrirtæki voru opnuð í massavís en búið er að bólusetja rúman þriðjung þjóðarinnar eða um þrjár milljónir manna. Starfsemi tiltekinna fyrirtækja eins og líkamsræktarstöðva, hótela og kvikmyndahúsa er þó eingöngu aðgengilega fólki sem hefur fengið „græna passann“ svokallaða. Það er að segja fólk sem hefur verið bólusett og fengið vottorð. Nákvæmlega ár er frá því að Covid-19 smit greindist innan landamæra Ísraels, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Þá stendur til að opna hagkerfi Ísraels enn meira í næsta mánuði. Þá verða haldnar kosningar í Ísrael en Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, tísti um áfangann í gær og sagði hann Ísrael vera fyrsta ríkið til að grípa til þessara aðgerða og væri það vegna samkomulagsins sem ríkisstjórn hans hefði gert við lyfjafyrirtækið Pfizer. Fólki er enn gert að vera með grímum og stunda félagsforðun. Þá er má ekki dansa á skemmtistöðum og bænahús mega einungis taka á móti helmingi hámarksfjölda. Enn eru hlutar skóla ríkisins lokaðir en einungis yngstu nemendum hefur verið hleypt þar inn aftur. AFP fréttaveitan segir að önnur ríki heimsins fylgist náið með því hvernig „græni passinn“ virkar í Ísrael. Litið sé til þess hvernig það virki varðandi enduropnun hagkerfis ríkisins. Times of Israel segir að vefsíðan þar sem fólk sæki um græna passann hafi ítrekað hrunið í dag. Í grein Times of Israel segir að Ísraelar hafi fjölmennt í nýopnuðum fyrirtækjum en sóttvarnarreglum hafi áfram verið fylgt vel eftir. Það hafi þó ekki gengið fullkomlega. Eins og áður segir hafa þrjár milljónir fengið seinni skammt bóluefnis Pfizer. Rúmlega fjórar milljónir hafa fengið fyrri skammtinn. Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Starfsemi tiltekinna fyrirtækja eins og líkamsræktarstöðva, hótela og kvikmyndahúsa er þó eingöngu aðgengilega fólki sem hefur fengið „græna passann“ svokallaða. Það er að segja fólk sem hefur verið bólusett og fengið vottorð. Nákvæmlega ár er frá því að Covid-19 smit greindist innan landamæra Ísraels, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Þá stendur til að opna hagkerfi Ísraels enn meira í næsta mánuði. Þá verða haldnar kosningar í Ísrael en Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, tísti um áfangann í gær og sagði hann Ísrael vera fyrsta ríkið til að grípa til þessara aðgerða og væri það vegna samkomulagsins sem ríkisstjórn hans hefði gert við lyfjafyrirtækið Pfizer. Fólki er enn gert að vera með grímum og stunda félagsforðun. Þá er má ekki dansa á skemmtistöðum og bænahús mega einungis taka á móti helmingi hámarksfjölda. Enn eru hlutar skóla ríkisins lokaðir en einungis yngstu nemendum hefur verið hleypt þar inn aftur. AFP fréttaveitan segir að önnur ríki heimsins fylgist náið með því hvernig „græni passinn“ virkar í Ísrael. Litið sé til þess hvernig það virki varðandi enduropnun hagkerfis ríkisins. Times of Israel segir að vefsíðan þar sem fólk sæki um græna passann hafi ítrekað hrunið í dag. Í grein Times of Israel segir að Ísraelar hafi fjölmennt í nýopnuðum fyrirtækjum en sóttvarnarreglum hafi áfram verið fylgt vel eftir. Það hafi þó ekki gengið fullkomlega. Eins og áður segir hafa þrjár milljónir fengið seinni skammt bóluefnis Pfizer. Rúmlega fjórar milljónir hafa fengið fyrri skammtinn.
Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira