Óttast að stjórnarskrárkreppa leiði til frekara ofbeldis Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2021 14:43 Frá kröfugönguni í Mógadisjú í morgun. EPA/SAID YUSUF WARSAME Mikil skothríð hefur heyrst í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, í morgun og hefur komið til átaka milli öryggissveita og mótmælenda sem vilja kosningar. Vitni segja sveitir sem stóðu vörð um leiðtoga stjórnarandstöðunnar hafa skipst á skotum við öryggissveitir þegar kröfuganga fór fram. Sómalar hafa staðið í ákveðinni stjórnarskrárkreppu undanfarnar tvær vikur eftir að kosningar voru ekki haldnar þann 8. febrúar, eins og til stóð. Viðræður um nýjar kosningar hafa ekki skilað árangri. Stjórnarandstaðan hefur sakað Abdullahi Mohamed, forseta, um að reyna að svindla í kosningunum. Nú sé kjörtímabili hans lokið og því sé hann ekki lengur forseti. Enn sem komið er eru forsetar og þingmenn óbeint kjörnir af öldungum ættbálka landsins. Washington Post segir greinendur lengi hafa sagt þetta fyrirkomulag bjóða upp á spillingu og hafa yfirvöld landsins lengi heitið því að koma á lýðræðislegum kosningum. Það hefur þó ekki gerst enn. Reuters segir mögulegt að deilurnar gæti skipt her landsins upp milli ættbálka. Fyrrverandi yfirmaður sérsveita landsins segir að stjórn vanti í hernum og óttast hann að hermenn yfirgefi stöður sínar og að mikill árangur í baráttunni við hryðjuverkasamtökin al Shabab, sem tengjast al-Qaeda, gæti tapast. Fyrir kröfugönguna sagði Sheikh Sharif Sheikh Ahmed, fyrrverandi forseti Sómalíu, að öryggissveitir hefðu ráðist á hótel í borginni þar sem hann hefur haldið til, ásamt öðrum fyrrverandi forseta. Öryggisráðherra landsins svaraði þeim ásökunum með því að segja að vopnaðir menn hefðu fyrst skotið á hermenn og skothríðinni hefði verið svarað. Al Jazeera segir öldurnar hafa lægt í dag en enn sé mikill ótti í borginni. Mohamed, núverandi forseti, tilheyrir Darod ættbálknum, sem er sérstaklega valdamikill í landinu. Flestir hermenn í borginni og nærliggjandi byggðum tilheyra hins vegar öðrum ættbálkum sem eru fyrirferðarmiklir í stjórnarandstöðunni. Einn viðmælandi Washington Post sagði hættu á að deilurnar leiddu til frekara ofbeldis. Hér má sjá myndbönd af því þegar skothríðin hófst nærri kröfugöngunni í morgun. UPDATE: Additional footage of gunfire in Mogadishu this morning. pic.twitter.com/rDYcR56DAc— Conflict News (@Conflicts) February 19, 2021 Sómalía Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Sómalar hafa staðið í ákveðinni stjórnarskrárkreppu undanfarnar tvær vikur eftir að kosningar voru ekki haldnar þann 8. febrúar, eins og til stóð. Viðræður um nýjar kosningar hafa ekki skilað árangri. Stjórnarandstaðan hefur sakað Abdullahi Mohamed, forseta, um að reyna að svindla í kosningunum. Nú sé kjörtímabili hans lokið og því sé hann ekki lengur forseti. Enn sem komið er eru forsetar og þingmenn óbeint kjörnir af öldungum ættbálka landsins. Washington Post segir greinendur lengi hafa sagt þetta fyrirkomulag bjóða upp á spillingu og hafa yfirvöld landsins lengi heitið því að koma á lýðræðislegum kosningum. Það hefur þó ekki gerst enn. Reuters segir mögulegt að deilurnar gæti skipt her landsins upp milli ættbálka. Fyrrverandi yfirmaður sérsveita landsins segir að stjórn vanti í hernum og óttast hann að hermenn yfirgefi stöður sínar og að mikill árangur í baráttunni við hryðjuverkasamtökin al Shabab, sem tengjast al-Qaeda, gæti tapast. Fyrir kröfugönguna sagði Sheikh Sharif Sheikh Ahmed, fyrrverandi forseti Sómalíu, að öryggissveitir hefðu ráðist á hótel í borginni þar sem hann hefur haldið til, ásamt öðrum fyrrverandi forseta. Öryggisráðherra landsins svaraði þeim ásökunum með því að segja að vopnaðir menn hefðu fyrst skotið á hermenn og skothríðinni hefði verið svarað. Al Jazeera segir öldurnar hafa lægt í dag en enn sé mikill ótti í borginni. Mohamed, núverandi forseti, tilheyrir Darod ættbálknum, sem er sérstaklega valdamikill í landinu. Flestir hermenn í borginni og nærliggjandi byggðum tilheyra hins vegar öðrum ættbálkum sem eru fyrirferðarmiklir í stjórnarandstöðunni. Einn viðmælandi Washington Post sagði hættu á að deilurnar leiddu til frekara ofbeldis. Hér má sjá myndbönd af því þegar skothríðin hófst nærri kröfugöngunni í morgun. UPDATE: Additional footage of gunfire in Mogadishu this morning. pic.twitter.com/rDYcR56DAc— Conflict News (@Conflicts) February 19, 2021
Sómalía Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“