Fá táningarnir tveir að spila fyrir Man. Utd í kvöld? Sindri Sverrisson skrifar 18. febrúar 2021 14:01 Manchester United keypti Amad Diallo frá Atalanta í vetur. Getty/Martin Rickett Ole Gunnar Solskjær hefur gefið í skyn að tveir táningar gætu þreytt frumraun sína fyrir Manchester United í dag þegar liðið mætir Adnan Januzaj og félögum í Real Sociedad, í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Vegna kórónuveirufaraldursins banna Spánverjar fólki að koma til landsins frá Bretlandi. Því mætast liðin ekki á Spáni heldur á heimavelli Juventus á Ítalíu í kvöld, eða kl. 17.55 að íslenskum tíma. Seinn leikur liðanna verður hins vegar á Old Trafford. Þeir Edinson Cavani og Donny van de Beek ferðuðust ekki með United til Tórínó og Anthony Martial og Scott McTominay gætu misst af leiknum í kvöld vegna meiðsla. Í leikmannahópi United eru hins vegar hinn 18 ára gamli Amad Diallo frá Fílabeinsströndinni og svo hinn nígeríski Shola Shoretire sem hélt upp á 17 ára afmæli sitt í byrjun mánaðarins. Shola Shoretire í flugvélinni sem leikmenn United ferðuðust með til Tórínó.Getty/Matthew Peters „Þeir eru í hópnum. Ekki bara til að öðlast reynslu, þeir eru þarna til þess að hafa áhrif ef þess þarf. Strákarnir tveir hafa staðið sig vel á æfingum og þetta eru hæfileikaríkir leikmenn sem við viljum gefa reynslu. Þeir ferðast alla vega með okkur og svo sjáum við til hvort þeir komi inn á völlinn,“ sagði Solskjær. Diallo kom til United frá Atalanta í janúar og hefur leikið með U23-liði félagsins en var á varamannabekk aðalliðsins í bikarsigrinum gegn West Ham 9. febrúar. Shoretire er vanur því að taka stór skref snemma á ferlinum en hann var enn aðeins 14 ára þegar hann setti met hjá United með því að vera yngstur í sögu félagsins til að spila mótsleik með ungmennaliðinu, gegn Valencia í Meistaradeild ungmenna árið 2018. Til viðbótar við þá Diallo og Shoretire er vissulega Mason Greenwood þriðji táningurinn í leikmannahópi United, nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við félagið sem gildir til 2025. Leikmannahópur United í kvöld: De Gea, Henderson, Grant - Bailly, Lindelof, Maguire, Shaw, Telles, Tuanzebe, Wan-Bissaka, Williams - Amad, Fernandes, Fred, James, Mata, Matic, McTominay, Shoretire - Greenwood, Martial, Rashford. Leikur Real Sociedad og Manchester United hefst klukkan 17.55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Leikur Wolfsburg og Tottenham hefst á sama tíma og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Síðar í kvöld, kl. 20, er leikur Benfica og Arsenal í beinni á Stöð 2 Sport 4, og leikur Antwerpen og Rangers á Stöð 2 Sport 2. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Sjá meira
Vegna kórónuveirufaraldursins banna Spánverjar fólki að koma til landsins frá Bretlandi. Því mætast liðin ekki á Spáni heldur á heimavelli Juventus á Ítalíu í kvöld, eða kl. 17.55 að íslenskum tíma. Seinn leikur liðanna verður hins vegar á Old Trafford. Þeir Edinson Cavani og Donny van de Beek ferðuðust ekki með United til Tórínó og Anthony Martial og Scott McTominay gætu misst af leiknum í kvöld vegna meiðsla. Í leikmannahópi United eru hins vegar hinn 18 ára gamli Amad Diallo frá Fílabeinsströndinni og svo hinn nígeríski Shola Shoretire sem hélt upp á 17 ára afmæli sitt í byrjun mánaðarins. Shola Shoretire í flugvélinni sem leikmenn United ferðuðust með til Tórínó.Getty/Matthew Peters „Þeir eru í hópnum. Ekki bara til að öðlast reynslu, þeir eru þarna til þess að hafa áhrif ef þess þarf. Strákarnir tveir hafa staðið sig vel á æfingum og þetta eru hæfileikaríkir leikmenn sem við viljum gefa reynslu. Þeir ferðast alla vega með okkur og svo sjáum við til hvort þeir komi inn á völlinn,“ sagði Solskjær. Diallo kom til United frá Atalanta í janúar og hefur leikið með U23-liði félagsins en var á varamannabekk aðalliðsins í bikarsigrinum gegn West Ham 9. febrúar. Shoretire er vanur því að taka stór skref snemma á ferlinum en hann var enn aðeins 14 ára þegar hann setti met hjá United með því að vera yngstur í sögu félagsins til að spila mótsleik með ungmennaliðinu, gegn Valencia í Meistaradeild ungmenna árið 2018. Til viðbótar við þá Diallo og Shoretire er vissulega Mason Greenwood þriðji táningurinn í leikmannahópi United, nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við félagið sem gildir til 2025. Leikmannahópur United í kvöld: De Gea, Henderson, Grant - Bailly, Lindelof, Maguire, Shaw, Telles, Tuanzebe, Wan-Bissaka, Williams - Amad, Fernandes, Fred, James, Mata, Matic, McTominay, Shoretire - Greenwood, Martial, Rashford. Leikur Real Sociedad og Manchester United hefst klukkan 17.55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Leikur Wolfsburg og Tottenham hefst á sama tíma og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Síðar í kvöld, kl. 20, er leikur Benfica og Arsenal í beinni á Stöð 2 Sport 4, og leikur Antwerpen og Rangers á Stöð 2 Sport 2. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Sjá meira