Sigurinn var verðskuldaður hjá City. Þeir réðu ferðinni frá upphafi og þrátt fyrir að Everton hafi jafnað metin skömmu fyrir leikhlé héldu City menn uppteknum hætti í síðari hálfleik.
Phil Foden, Riyad Mahrez og Bernardo Silva skoruðu mörk City en Richarlison skoraði eina mark Everton í leiknum.
Everton hefur nú tapað þremur leikjum í röð á heimavelli eins og áður segir og það þarf að fara aftur til ársins 2006 til að finna þrjú töp í heimavelli hjá stjóranum Carlo Ancelotti.
Ancelotti var þá stjóri AC Milan en það gerðist í nóvember 2006. Síðan þá hefur hann þjálfað Chelsea, PSG, Real Madrid, Bayern Munchen, Napoli og nú Everton.
3 - Everton have lost three consecutive home league games for the first time since March 2016, while manager Carlo Ancelotti has suffered three in a row for the first time since November 2006 when he was AC Milan manager. Stumbling. pic.twitter.com/TJyrNWaSxn
— OptaJoe (@OptaJoe) February 17, 2021