Enis Bardhi kom Levante yfir á sautjándu mínútu en þetta er sjötti leikurinn í röð sem Atletico fær á sig mark.
Þetta er í fyrsta sinn undir stjórn Diego Simeone sem liðið fær á sig mark í sex deildarleikjum í röð.
🤯 - @Atleti fail to keep a clean sheet in 6️⃣ consecutive La Liga matches for the 1️⃣st time under Diego Simeone. This is the Argentinian's 348th league fixture in charge of the club. #LevanteAtleti #LaLigaSantander
— Gracenote Live (@GracenoteLive) February 17, 2021
Marcos Llorente jafnaði hins vegar metin á 37. mínútu og lokatölur urðu 1-1.
Atletico er með sex stiga forystu á Real Madrid en á leik til góða.
Levante er í ellefta sætinu með 28 stig.

Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.