„Hann stóð sig bara betur í smalamennskunni“ Jakob Bjarnar skrifar 17. febrúar 2021 12:16 Mikla athygli vekur að Bjarkey, sem hefur verið einn helsti foringi flokksins á þessu kjörtímabili, laut í lægra haldi fyrir Óla í forvalinu. Hún segist ekki hafa orðið þess vör að Steingrímur J. Sigfússon hafi hlutast til um valið. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segist enn vera að velta því fyrir sér hvort hún þiggur annað sæti á lista Vinstri grænna fyrir næstu Alþingiskosningar á Norðurlandi eystra. „Það hefur í sjálfu sér ekkert breyst frá því í gær. Ekki í sjálfu sér. Niðurstaðan lá fyrir þá og ég er að vinna í því, átta mig á því hvað ég vil gera,“ segir Bjarkey í samtali við Vísi. Hún segir að það komi í ljós fljótlega hvað verður. Það kom mörgum áhugamanninum um stjórnmál á óvart að Bjarkey, sem er þingflokksformaður Vinstri grænna og þannig einn helsti foringi flokksins á þessu kjörtímabili, skyldi hafa tapað í forvali flokksins fyrir Óla Halldórssyni, sem er varaþingmaður flokksins og sveitarstjórnarmaður í Norðurþingi. Bjarkey hefur verið afar holl forystunni og eindreginn stuðningsmaður hins umdeilda ríkisstjórnarsamstarfs með Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki. Segist ekki hafa orðið vör við afskipti Steingríms Óvarlegt er þó að ætla að þessi niðurstaða sé til marks um klofning innan VG eða að þetta sé til marks um mikla óánægju Vinstri grænna fyrir austan með ríkisstjórnarsamstarfið. Þetta snýst meira um arfleifð stofnanda flokksins 1999, Steingríms J. Sigfússonar, sem hefur verið foringi flokksins í þessu kjördæmi allar götur. Óli tilheyrir stórri ætt á Húsavík sem hefur ávallt stutt Steingrím með ráðum og dáð. Steingrímur gaf það út, eftir að hann tilkynnti að hann ætlaði ekki fram í komandi kosningum, að hann ætlaði ekki að hafa afskipti af pólitíkinni; eins og menn segja. En Bjarkey segist aðspurð ekki hafa orðið annars vör en að Steingrímur hafi haldið sig til hlés. „Ég hef ekki orðið vör við neitt annað. Og hef ekki ástæðu til að ætla annað en að það sé hárrétt,“ segir hún spurð um hvort Steingrímur hafi staðið við þau orð sín. Niðurstaðan kom Bjarkey á óvart Bjarkey segir, þegar staða hennar er nefnd; þingflokksformaður og í innsta hring, að niðurstaðan hafi komið sér á óvart. Og verið vonbrigði. „Þetta snýst um smalamennsku og hann stóð sig betur í því.“ Má þá segja að þú hafir sofið á verðinum gagnvart smalanum? „Forvöl og prófkjör snúast gjarnan um eitthvað svoleiðis og þetta er ekkert öðruvísi en önnur slík. En þetta er niðurstaðan sem ég er að glíma við, snýst ekkert endilega um hvað þú hefur gert heldur þetta að þú smalar einhverjum … reynir að fá fólk til liðs við hreyfinguna eins og gengur og gerist.“ Bjarkey segist eiga eftir að heyra í sínu baklandi, sínu fólki og kortleggja stöðuna. Hún segir að það muni verða fljótlega. Spurð hvort hún sé búin að ræða við Katrínu Jakobsdóttur formann, sem hún hefur verið afar handgengin, segir Bjarkey: „Ég er auðvitað búin að tala við mitt nánasta fólk.“ Ætlar að taka sæti á lista Uppfært 13:35 Bjarkey tilkynnti nú rétt í þessu, á Facebooksíðu sinni, að hún ætli að þiggja 2. sæti á lista. Þar segir hún: „Ég neita því ekki að niðurstaða forvalsins var sannarlega óvænt. Um leið og ég þakka öllum þeim sem studdu mig til forystu vil ég tilkynna að ég hyggst taka annað sætið á listanum. Ég óska Óla Halldórssyni til hamingju með fyrsta sætið og öllum hinum sem hlutu kosningu og hlakka til að vinna með þeim og öllum okkar góðu félögum í Norðausturkjördæmi.“ Ég neita því ekki að niðurstaða forvalsins var sannarlega óvænt. Um leið og ég þakka öllum þeim sem studdu mig til...Posted by Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir on Miðvikudagur, 17. febrúar 2021 Norðausturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Tengdar fréttir Tólf gefa kost á sér í forvali VG í Norðausturkjördæmi Alls hafa tólf manns gefið kost á sér í forvali Vinstri grænna um fimm efstu sætin á lista flokksins fyrir þingkosningar næsta haust. Forvalið verður rafrænt og haldið 13. til 15. febrúar næstkomandi. 26. janúar 2021 09:58 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Sjá meira
„Það hefur í sjálfu sér ekkert breyst frá því í gær. Ekki í sjálfu sér. Niðurstaðan lá fyrir þá og ég er að vinna í því, átta mig á því hvað ég vil gera,“ segir Bjarkey í samtali við Vísi. Hún segir að það komi í ljós fljótlega hvað verður. Það kom mörgum áhugamanninum um stjórnmál á óvart að Bjarkey, sem er þingflokksformaður Vinstri grænna og þannig einn helsti foringi flokksins á þessu kjörtímabili, skyldi hafa tapað í forvali flokksins fyrir Óla Halldórssyni, sem er varaþingmaður flokksins og sveitarstjórnarmaður í Norðurþingi. Bjarkey hefur verið afar holl forystunni og eindreginn stuðningsmaður hins umdeilda ríkisstjórnarsamstarfs með Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki. Segist ekki hafa orðið vör við afskipti Steingríms Óvarlegt er þó að ætla að þessi niðurstaða sé til marks um klofning innan VG eða að þetta sé til marks um mikla óánægju Vinstri grænna fyrir austan með ríkisstjórnarsamstarfið. Þetta snýst meira um arfleifð stofnanda flokksins 1999, Steingríms J. Sigfússonar, sem hefur verið foringi flokksins í þessu kjördæmi allar götur. Óli tilheyrir stórri ætt á Húsavík sem hefur ávallt stutt Steingrím með ráðum og dáð. Steingrímur gaf það út, eftir að hann tilkynnti að hann ætlaði ekki fram í komandi kosningum, að hann ætlaði ekki að hafa afskipti af pólitíkinni; eins og menn segja. En Bjarkey segist aðspurð ekki hafa orðið annars vör en að Steingrímur hafi haldið sig til hlés. „Ég hef ekki orðið vör við neitt annað. Og hef ekki ástæðu til að ætla annað en að það sé hárrétt,“ segir hún spurð um hvort Steingrímur hafi staðið við þau orð sín. Niðurstaðan kom Bjarkey á óvart Bjarkey segir, þegar staða hennar er nefnd; þingflokksformaður og í innsta hring, að niðurstaðan hafi komið sér á óvart. Og verið vonbrigði. „Þetta snýst um smalamennsku og hann stóð sig betur í því.“ Má þá segja að þú hafir sofið á verðinum gagnvart smalanum? „Forvöl og prófkjör snúast gjarnan um eitthvað svoleiðis og þetta er ekkert öðruvísi en önnur slík. En þetta er niðurstaðan sem ég er að glíma við, snýst ekkert endilega um hvað þú hefur gert heldur þetta að þú smalar einhverjum … reynir að fá fólk til liðs við hreyfinguna eins og gengur og gerist.“ Bjarkey segist eiga eftir að heyra í sínu baklandi, sínu fólki og kortleggja stöðuna. Hún segir að það muni verða fljótlega. Spurð hvort hún sé búin að ræða við Katrínu Jakobsdóttur formann, sem hún hefur verið afar handgengin, segir Bjarkey: „Ég er auðvitað búin að tala við mitt nánasta fólk.“ Ætlar að taka sæti á lista Uppfært 13:35 Bjarkey tilkynnti nú rétt í þessu, á Facebooksíðu sinni, að hún ætli að þiggja 2. sæti á lista. Þar segir hún: „Ég neita því ekki að niðurstaða forvalsins var sannarlega óvænt. Um leið og ég þakka öllum þeim sem studdu mig til forystu vil ég tilkynna að ég hyggst taka annað sætið á listanum. Ég óska Óla Halldórssyni til hamingju með fyrsta sætið og öllum hinum sem hlutu kosningu og hlakka til að vinna með þeim og öllum okkar góðu félögum í Norðausturkjördæmi.“ Ég neita því ekki að niðurstaða forvalsins var sannarlega óvænt. Um leið og ég þakka öllum þeim sem studdu mig til...Posted by Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir on Miðvikudagur, 17. febrúar 2021
Norðausturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Tengdar fréttir Tólf gefa kost á sér í forvali VG í Norðausturkjördæmi Alls hafa tólf manns gefið kost á sér í forvali Vinstri grænna um fimm efstu sætin á lista flokksins fyrir þingkosningar næsta haust. Forvalið verður rafrænt og haldið 13. til 15. febrúar næstkomandi. 26. janúar 2021 09:58 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Sjá meira
Tólf gefa kost á sér í forvali VG í Norðausturkjördæmi Alls hafa tólf manns gefið kost á sér í forvali Vinstri grænna um fimm efstu sætin á lista flokksins fyrir þingkosningar næsta haust. Forvalið verður rafrænt og haldið 13. til 15. febrúar næstkomandi. 26. janúar 2021 09:58
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent