Hafa þróað hermilíkan um áhrif bólusetningar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 11:47 Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að líkanið geri það mögulegt að skoða líklegar sviðsmyndir um hvernig áhættustig vegna faraldursins breytist eftir því sem bólusetningum miðar áfram. Vísir/Vilhelm Hröð bólusetning elstu aldurshópanna dregur mjög úr fjölda þeirra sem veikjast lífshættulega af Covid-19 þótt ljóst sé að afleiðingarnar yrðu miklar á heilbrigðiskerfið ef kæmi til útbreidds faraldurs, jafnvel þótt vel takist að verja elstu hópana. Þetta er á meðal þess sem lesa má út úr nýju hermilíkani um áhrif bólusetningar gegn Covid-19 sem þróað hefur verið á vegum forsætisráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að líkanið geri það mögulegt að skoða líklegar sviðsmyndir um hvernig áhættustig vegna faraldursins breytist eftir því sem bólusetningum miðar áfram. Vinnan við líkanið hefur farið fram undanfarna mánuði en það gefur mynd af því hvernig breytingar verða á samsetningu þess hóps sem gæti sýkst í faraldri sem upp kemur eftir að bólusetning er hafin. Við matið á líklegum afleiðingum faraldursins er unnið með teymi úr Háskóla Íslands sem hefur þróað spálíkan um innlagnir fyrir Landspítalann, að því er segir í tilkynningu. „Vitað er að beinar afleiðingar COVID-19 veikinda eru mjög tengdar aldri sjúklinga og stafar öldruðum margfalt meiri og bráðari hætta af sjúkdóminum heldur en yngra fólki. Afleiðing af þessu er að hröð bólusetning elstu aldurshópanna dregur verulega úr þeim fjölda sem líklegur er til þess að veikjast lífshættulega af sjúkdóminum. Eigi að síður er ljóst að afleiðingar af útbreiddum faraldri á heilbrigðiskerfið yrðu miklar, jafnvel þótt vel takist að verja elstu hópana. Árangur Íslands hingað til helgast af góðri samstöðu um skynsamlegar sóttvarnaaðgerðir og eru innanlandssmit nú í algjöru lágmarki. Aukin vörn í formi bólusetningar mun smám saman draga úr nauðsyn varúðarráðstafana. Ljóst er að verulegur ábati af bólusetningarvernd mun koma fram í vor, eða snemmsumars, þegar búið verður að bólusetja þá hópa sem mest hætta stafar af sjúkdóminum. Áfram er fylgst mjög náið með þróun mála alþjóðlega. Einnig er nauðsynlegt að fylgjast með útbreiðslu ólíkra afbrigða veirunnar og meta að hversu miklu leyti nauðsynlegt gæti verið að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýrri þekkingu,“ segir í tilkynningu stjórnarráðsins. Hermilíkanið má nálgast hér og forsendur líkans um áhrif bólusetningar á áhættustig vegna Covid-19 hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem lesa má út úr nýju hermilíkani um áhrif bólusetningar gegn Covid-19 sem þróað hefur verið á vegum forsætisráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að líkanið geri það mögulegt að skoða líklegar sviðsmyndir um hvernig áhættustig vegna faraldursins breytist eftir því sem bólusetningum miðar áfram. Vinnan við líkanið hefur farið fram undanfarna mánuði en það gefur mynd af því hvernig breytingar verða á samsetningu þess hóps sem gæti sýkst í faraldri sem upp kemur eftir að bólusetning er hafin. Við matið á líklegum afleiðingum faraldursins er unnið með teymi úr Háskóla Íslands sem hefur þróað spálíkan um innlagnir fyrir Landspítalann, að því er segir í tilkynningu. „Vitað er að beinar afleiðingar COVID-19 veikinda eru mjög tengdar aldri sjúklinga og stafar öldruðum margfalt meiri og bráðari hætta af sjúkdóminum heldur en yngra fólki. Afleiðing af þessu er að hröð bólusetning elstu aldurshópanna dregur verulega úr þeim fjölda sem líklegur er til þess að veikjast lífshættulega af sjúkdóminum. Eigi að síður er ljóst að afleiðingar af útbreiddum faraldri á heilbrigðiskerfið yrðu miklar, jafnvel þótt vel takist að verja elstu hópana. Árangur Íslands hingað til helgast af góðri samstöðu um skynsamlegar sóttvarnaaðgerðir og eru innanlandssmit nú í algjöru lágmarki. Aukin vörn í formi bólusetningar mun smám saman draga úr nauðsyn varúðarráðstafana. Ljóst er að verulegur ábati af bólusetningarvernd mun koma fram í vor, eða snemmsumars, þegar búið verður að bólusetja þá hópa sem mest hætta stafar af sjúkdóminum. Áfram er fylgst mjög náið með þróun mála alþjóðlega. Einnig er nauðsynlegt að fylgjast með útbreiðslu ólíkra afbrigða veirunnar og meta að hversu miklu leyti nauðsynlegt gæti verið að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýrri þekkingu,“ segir í tilkynningu stjórnarráðsins. Hermilíkanið má nálgast hér og forsendur líkans um áhrif bólusetningar á áhættustig vegna Covid-19 hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira