Undir lok leiksins lenti dómaranum Darren Drysdale og Alan Judge, leikmanni Ipswich, saman eftir að sá síðarnefndi mótmælti því að hafa gerst sekur um leikaraskap.
Mótmæli Judges fóru illa í Drysdale sem virtist nudda höfði sínu upp við höfuð Judges og var með ógnandi tilburði sem eru sjaldséðir hjá dómara. Lloyd James, samherji Judges, gekk svo á milli og skakkaði leikinn. Drysdale gaf Judge svo gult spjald.
Here's the moment referee Darren Drysdale squares up to Ipswich midfielder Alan Judge before showing him a yellow card... pic.twitter.com/Dk8eUAcoB5
— Sporting Life Football (@SportingLifeFC) February 17, 2021
Judge var einn fimm leikmanna sem Drysdale gaf gult spjald í leiknum á Portman Road í gær. Hann rak einnig Flynn Downs, leikmann Ipswich, út af í uppbótartíma.
Ipswich er í 11. sæti deildarinnar en Northampton í 21. sætinu.