Innlent

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Frá og með föstudegi mun enginn komast til Íslands án þess að sýna fram á neikvæða niðurstöðu um kórónuveirusmit. Samkvæmt nýjum og hertum reglum sem gilda um landamærin má einnig skikka fólk sem greinist við fyrstu skimun í farsóttarhúsið.

Við verðum í beinni útsendingu frá Keflavíkurflugvelli í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við yfirlögregluþjón landamærasviðs ríkislögreglustjóra um áhrif breytinganna.

Þrír voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær í tengslum við rannsókn hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. Einn þeirra hefur verið umsvifamikill í fíkniefnaheiminum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Myndbandaspilari er að hlaða.
Núverandi tími 0:00
Lengd -:-
Hlaðið: 0%
Streymistegund BEINT
Eftirstandandi tími 0:00
 
1x
    • Kaflar
    • lýsingar af, valið
    • textar af, valið

      Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Við verðum í beinni frá Eyjum þar sem tímamótunum var fagnað í dag.

      Þá hittum við sunnlenskan kött sem fór í óvæntan og langan bíltúr undir vélarhúddi á bíl. Hann fannst sólarhring eftir að hafa skriðið undir húddið þegar eigandi bílsins var að setja rúðuvökva á hann.

      Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

      Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.




      Fleiri fréttir

      Sjá meira


      ×