Við verðum í beinni útsendingu frá Keflavíkurflugvelli í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við yfirlögregluþjón landamærasviðs ríkislögreglustjóra um áhrif breytinganna.
Þrír voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær í tengslum við rannsókn hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. Einn þeirra hefur verið umsvifamikill í fíkniefnaheiminum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.
Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Við verðum í beinni frá Eyjum þar sem tímamótunum var fagnað í dag.
Þá hittum við sunnlenskan kött sem fór í óvæntan og langan bíltúr undir vélarhúddi á bíl. Hann fannst sólarhring eftir að hafa skriðið undir húddið þegar eigandi bílsins var að setja rúðuvökva á hann.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar.
Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.